Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. júní 2011 Deiglan - Dagskráin á næstunni Opið mán., mið. og föstudaga kl. 10-14 Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar Gönguhópurinn Röltararnir kl.10 -14 Föstudagar Þjóðmálahópur kl.10 -12 Matarlist kl.12-14 Myndlist kl.10 -12 Handverkshópur kl.12-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarordur Deiglan er opin öllum sem hafa áhuga og atvinnuleitendur eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á miðvikudögum er farið í lengri gönguferðir með nesti. Við sameinumst vel útbúin í bílana við Rauðakrosshúsið í Hafnarrði. Sameinast í bíla. Mættu vel útbúin/n með nesti! Fimm sundmenn úr SH voru valdir í landsliðið til að keppa á alþjóðlegum sundmótum í Suður Frakklandi og í Mónakó. Mare Nostrum er hágæða alþjóðleg mótaröð og keppa þar landslið frá öllum heimshlutum. Fyrsta mótið sem íslenska landsliðið fór á var haldið í Canet- en-Roussillon í Suður Frakklandi, það seinna var í Monte Carlo, Mónakó. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti frá- bærlega í öllum sínum bestu greinum; 50, 100 og 200 m bringusundi. Hún náði að komast í A-úrslit í öllum grein- unum, þar sem hún varð í fimmta til sjöunda sæti. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppti í sínum sprettsunds grein- um og náði að komast í B-úrslit í 50 m baksundi sem er einmitt greinin sem hún mun keppa í á heimsmeistaramótinu í Shanghai í næsta mánuði. Orri Freyr Guðmundsson og Snjólaug Tinna Hansdóttir náðu bæði að komast í B-úrslit í 50 m flugsundi og náðu einnig að bæta sína bestu tíma í öðrum sprettsundgreinum. Hrafn Traustason keppti í sínum aðal- greinum, 100 og 200 m bringusundi og komst nálægt úr slita- sæt unum. Næsta alþjóðlega stór mótið sem er á dagskrá hjá SH verður „International Swim Meeting“ í Darmstadt, Þýskalandi. Þangað munu 13 SH sundmenn fara til að keppa. Þetta verður síðasta „prófið“ fyrir Hrafnhildi og Ingibjörgu Kristínu áður en þær fara að keppa á heimsmeistaramótinu í Shanghai í lok júlí og einnig síð asta mótið fyrir Kolbein Hrafn kelsson áður en hann kepp ir á Evrópumeistaramóti ungl inga í Belgrade. Höfundur er aðalþjálfari SH. Farsælir SH-sundmenn með landsliðinu Klaus Jürgen Ohk Trúðu á sjálfs þín hönd en undur eigi. Upp með plóginn, hér er þúfa í vegi. Þessi orð Einars Bene dikts- sonar eiga ávallt vel við þar sem menn vilja láta verk sín tala. Og það á við um Bræðra félag Frí- kirkj unnar í Hafnar- firði sem var stofn að árið 1930 og verð ur nú endurvakið en um er að ræða félags skap karla í söfn uð inum sem vilja láta gott af sér leiða í starfi kirkj- unnar eins og hverjum og einum hentar best. Bræðrafélagið starfaði lengi ásamt kvenfélagi kirkjunnar, sem enn starfar af fullum krafti, að margvíslegum verkefnum til að styðja og efla undirstöður og starfsemi safnaðarins. Stærsta einstaka verkefni félagsins var þó bygging prestseturs að Tjarn- arbraut 7 sem telst með fallegri húsum Hafnarfjarðar. Starfsemin nú mun taka mið af þeim mannauði sem finna má í félaginu. Á engan verður meira eða fleira lagt en hann sjálfur kýs og geta menn skráð sig til þátttöku í mismunandi verk efnaflokkum eða til félags- aðildarinnar einnar. Má þar nefna viðhald og endurbætur á kirkjunni, safnaðarheimilinu og innanstokksmunum, umhirðu lóðar, félagsstarf, fjáröflun, tölvu vinnu eða í vef heimum og svo mætti áfram telja. Framlag hvers og eins getur verið vinna – hvort sem það er í kirkjunni, safnaðar- heimilinu, í tölvunni heima eða annars stað- ar, efni, lán á búnaði, fjársöfnun eða fjár- hags legur stuðn ingur o.s.frv. Ráðgert er að félags- starfið verði ekki einungis gef- andi og afköstin umtalsverð heldur er jafnframt gert ráð fyrir að það verði skemmtilegt og álag hóflegt. Því eru allir þeir, sem vilja gera Fríkirkjunni í Hafnarfirði gagn, hvattir til að koma á endurvakningarfund Bræðra félags hennar mið- vikudaginn 29. júní kl. 20:00 í safnaðarheimilinu að Linnets- stíg 6, fá sér kaffisopa og ræða málin. Í því felst engin skuld- binding. Verið velkomnir, bræður! Höfundur er formaður safnaðar stjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Bræðrafélag Fríkirkjunnar endurvakið! Jóhann Guðni Reynisson Hjá Beggu Opið alla daga kl. 13-18 Blómaskreytingar fyrir öll tækifæri. Bodysprey – bodylotion – ilmvötn o.fl. Justin Bieber bolir, eyrnalokkar, nælur o.fl. – Úrval gjafavöru Verið velkomin Trönuhrauni 10, Hfj. Facebook: Hjá Beggu Félagar í Lionsklúbbnum Ásbirni færðu fyrir skömmu hjúkrunarheimilinu Sólvangi loftdýnu að gjöf. Notkun loftdýnu af þeirri gerð sem gefin er, er til að fyrirbyggja þrýstingssár og til meðferðar hjá þeim sjúklingum sem eru með sár á stigi 1 til 3. Með tilkomu sérstakrar loftdýnu er mögulegt að bæta lífsgæði sjúklings, auðvelda umönnun og draga úr kostnaði, en gríðarlega kostnaðarsamt er að græða upp sár. Loftdýnan kostar um 250 þúsund krónur. Lionsklúbburinn Ásbjörn hefur á undaförnum áratugum styrkt hjúkrunarheimilið Sól- vang með myndarlegum hætti. Lionsmenn gáfu Sólvangi loftdýnu Lionsfélagar ásamt fulltrúm Sólvangs við dýnuna góðu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Árið 2000 hófst innleiðing á PMT-foreldrafærni í Hafnar- firði. Þjónustueining, sem stað- sett er á fræðslusviði bæjarins sinnir meðal annars eftirfarandi þáttum: PMT einstaklings- og hópmeðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika, fræðslu fyrir starfsfólk skóla og gerð fræðsluefnis. Samhliða starfi með foreldrum hófst haustið 2002 innleiðing á SMT- Skólafærni í skóla Hafnar- fjarðar, og í dag starfa allir grunn skólar bæjarins og átta leik skólar í anda SMT. Hafnar- fjörð ur var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að innleiða þessar aðferðir en önnur sveitarfélög hafa svo fetað í fótspor Hafnar- fjarðar. SMT- Skólafærni er hafnfirsk útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support. Markmiðið er að aðstoða skóla- samfélagið við að skapa jákvætt andrúmsloft, fyrirbyggja, draga úr og stöðva hegðunarfrávik. Mikil áhersla er lögð á að kenna nemendum jákvæða hegðun og markvisst er unnið að því að auka hana í skólunum. Verk- efnið er unnið í samstarfi við rannsóknar- og háskólastofnanir í Eugene Oregon. Í ljós hefur komið að jákvæð hegðun nemenda hefur aukist í skólasamfélaginu og skráðum hegðunarfrávikum hefur fækk- að auk þess sem samanburður á fjölda tilvísanna í sérfræði- þjónustu sýndi að tilvísunum hefur fækkað verulega eftir að verkefnið var innleitt í sam- félagið. Víðistaðaskóli var fyrsti grunn skólinn á Íslandi ásamt Lækjarskóla til að innleiða SMT–skólafærni. Undirbúning- ur hófst veturinn 2002 til 2003. Allir þættir verkefnisins hafa nú verið innleiddir í skóla sam- félagið og er skólinn orðinn sjálfstæður SMT-skóli og fékk af því tilefni SMT fána við hátíðlega athöfn 6. júní. Skólafærniverkefni innleitt Merki skólafærnisverkefnisins dreginn að hún við skólann. Áslandsskóli varð fyrsti sjálf­ stæði SMT skóli landsins, rétt á undan Víðistaðaskóla. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.