Prentarinn - 01.11.2006, Page 13

Prentarinn - 01.11.2006, Page 13
sporum bara fyrir ári síðan. Það er yfirleitt mjög auðvelt að verða sér úti um íbúð og upplýsingar um stúdentaíbúðimar eru inni á heimasíðu skólans. Flestir velja þó að leigja á almennum markaði vegna þess að það er oft ódýrara ef fleiri en tveir taka sig saman. Ætlar þú aó koma heim að itámi loknu? Já, ég vil helst koma heim og hella mér út í einhver skemmtileg verkefni á Islandi, því þó að það sé fínt að búa í Danmörku þá vinna þeir á helmingi minni hraða en við Islendingarnir og því gerast hlutirnir oft hægt og það er ekki fyrir mig. Ég þarf „action“ í kringum mig og svo skiptir líka máli að hafa fjölskyldu og vini nálægt sér. Hvað gerirðu af þér þegar þú ert ekki í skólanitm? Mest af frítímanum fer í að vinna verkefni fyrir skólann og reyna að læra eitthvað nýtt. Við erum eins og ein stór fjölskylda hérna, nem- Hrafnhildur fyrir utan skólann í haust. endurnir, og því ekki óalgengt að ég eldi ofan í 4—8 manns kvöld- matinn og síðan sé haldið áfram að grúska í einhverju skemmti- legu forriti eða unnið að verkefni. Helgarnar fara svo auðvitað í bekkjarpartí og skemmtanahald því að við erum mjög dugleg við að halda allskonar þemapartí og keppnir okkur til skemmtunar. Einnig nota ég helgamar mikið til að ferðast og skrepp þá til Þýska- lands eða í einhvem af nágranna- bæjunum til að skoða mannlífið og söfn. Að lokum má geta þess fyrir áhugasama að heimasíða skólans er www.noma.nu Jakob Viðar Guðmundsson Mynd af matsalnum - skólinn var tekinn í notkun árið 2003. Allt mjög nýtískulegt, opið og bjart. Mopgunblaðið vann Knattspyrnumnt FBM Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 22. apríl s.l. í Fífunni í Kópavogi. 11 lið mættu til leiks og spilað var í tveimur riðlum. Morgunblaðið sigraði Plastprent í úrslitaleik en til að knýja fram úrslit þurfti vítaspyrnukeppni og samtals 18 vítaspymur. Leikurinn endaði 6-5. í þriðja sæti var lið PMT. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.