Heimilisritið - 01.02.1951, Page 24

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 24
hálfsofandi með byssuna 1 hendinni. Tunglið hafði skinið skært inn í klefann fyrr um kvöldið, en nú var það horfið. Hún hafði ekki gleymt heit- ingum sínum eitt andartak í þessa fjóra sólarhringa. Hún var ekki í vafa um, að hann myndi skjóta hana, ef hún ljóst- aði upp um hann, og því hugs- aði hún ekki um annað en reyna að ná af honum byss- unni. Hún hafði ávallt reynt að blekkja hann og vinna traust hans, og eftir því, sem á leið, varð hún vonbetri, þegar hún tók eftir, að hann laðaðist meir og meir að henni, og átti æ erfiðara með að spyrna á móti áhrifunum af yndisþokka henn- ar. í gær, til dæmis, þegar hún stóð við kýraugað og horfði út yfir hafið, kom hann til henn- ar og lagði arminn ósköp ró- lega utan um hana. Hún fann hvernig hann titraði, alveg eins og mótleikarar hennar, þegar þeir gleymdu eitt andartak, að þeir voru að leika, og hún hafði þá haldið, að nú fengi hún tæki- færið. Hún hafði snúið sér við og brosað við honum, en hann hafði samstundis dregið sig í hlé. ÁTTI hún að vekja hann og daðra dálítið við hann? Bros hennar varð hörkulegt. Hann hafði kallað hana tilfinninga- lausan fisk. Hún kreppti hnef- ana, glóandi af reiði. Hún ásetti sér að reyna. „Pete!“ kallaði hún lágt. Hann vaknaði samstundis. „Kölluðuð þér?“ „Já, Pete ... ég ... ég er hrædd.“ Hann stóð strax upp. „Hvað er að? Það er ekkert að óttast.“ „Ég veit ekki ... ég varð allt í einu svo hrædd. Það er svo dimmt. Ég heyrði yður anda, en svo fannst mér ég hætta að heyra það allt í einu.“ Hann hnussaði ofurlítið. „En sú vitleysa. Sofið bara.“ Hún heyrði hann leggjast aftur og draga andann. ,Pete!“ kallaði hún aftur. „Vaknið þér, Pete!“ „Hvað viljið þér?“ „Komið þér og setjizt hjá mér.“ Hann var svo hljóður, að hún vissi ekki, hvort hann hefði heyrt* til hennar. Svo fann hún, að hann settist gætilega á rúm- stokkinn. Hún fálmaði hljóð- lega fyrir sér, unz hún fann hönd hans. Þegar hann lyfti henni að vörum sér, fór titr- ingur um hana, eins og hún hefði snortið rafmagnsþráð. Svo laut hann allt í einu niður að henni og kyssti hana. Röddin 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.