Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 40

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 40
„Einmitt, það er merkilegast. af þessu öllu, hann átti liana, en þó voru annars manns upphafs- stafir á gjörðinni. Hvers vegna?“ „Það get ég ekki ráðið í. Get- ur þú það“. - „Ef til vilf. Tókstu ekki eftir annarri áletrun?“ „Jú, eitthvað er þar, það lítur helzt út fyrir að' vera kóróna“. „ J á, skj aldarmerkiskóróna, merki um háa tign. Hún er mynduð af fjórum perlum og jarðarberjablöðum, markgreifa- kóróna. Við getum því ályktað, að þessi óþekkti B hafi átt rétt á slíkri kórónu“. „Þú álítur, að þessi óásjálega tíekt hafi tilheyrt markgreifa?“ Dacre brosti einkennilega. „Eða einhverri persónu í markgreifafjölskyldu, það verð- ur ráðið af áletruninni". Eftir dálitla þögn, spurði hann allt í einu: „Trúir þú á drauma?“ Ég veit ekld, hvort það var vegna svipsins á Dacre eða ein- hvers í fasi hans, en ég fylltist skyndilega óskiljanlegum hryll- ingi við göinlu, skorpnu leður- trektina. „Ég hef oftar en einu sinni fengið mikilsverðar upplýsingar í draumi“, sagði vinur minn íbygginn á svip. „Eg hef gert mér það að reglu, þegar ég hef verið í vafa um einhver atriði varðandi hluti, sem ég hef eign- azt, að leggja hlutinn við lilið- ina á mér meðan ég sef, í von um að' öðlast einhverja vit- neskju. Þó þessi aðferð sé ekki viðurlcennd af vísindunum, l'innst mér hún alls ekki svo frá- leit. Eftir minni skoðun getur lilutur, sem sterkar, mannlegar tilfinningar — sorg eða gleði — hafa verið tengdar, verið um- vafinn sérkennilegri angan eða hugsanatengslum, sem orkað getur á næma vitund manns“. „Þú átt við, að ef ég legðist til dæmis til svefns með þetta gamla sverð við hlið mér, gæti mig dreymt um .einhvern blóð- ugan verknað, þar sem það hefði komið við sögu?“ „Agætt dæmi; og það er stað- reynd, að ég hef notað mér þetta sverð á þennan hátt. I svefni sá ég hvernig eigandi þess dó. Hann var veginn í bardaga, sem ég vissi ekki þá, að hefði verið háð'- ur, en fékk það staðfest síðar. En svo við víkjum aftur að trektinni. Eg sofnaði kvöld eitt með liana við hlið mér og fékk merkilega vitneskju um afnot hennar“. „Hvað drevmdi þig?“ „Mig dreymdi —“. Hann þagnaði allt í einu, og svipur hans varð spenntur. „Svo sannarlega“, sagði hann, „það var þó ágæt hugmynd og 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.