Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 58

Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 58
að langa í marinn. Ég ætla nú inn, ril þcss að þvo mér og hafa fataskipri". Hann snerist á hæli og hvarf inn í herbergi sitt. Joan stóð eftir á svölun- um, undrandi, móðguð og utan við sig. „Gleymt mér!“ tautaði hún með sjálfri sér og smájafnaði sig efrir þetta áfall. „Er hann frávita? Hann getur ó- mögulega hafa gleymt því, sem hann hefur sagt. Það er ómögulegt að hann hafi gleymt því að ég er konan hans. Hann hlýtur að vera genginn af vitinu. Hvað á ég að gera?“ „Frú, koma og fara í ný föt“, tók Rena fram í fyrir henni. „Mikli maður, hvíti maður — ekki gift kona lengur. Koma og sjá!“ Joan varð ljóst hvað stúlkan meinri, þegar hún kom inn í herbergi sitt, því í staðinn fyrir hin lélegu föt sín, fann hún þar karlmannsföt — silkiskyrtu, léreftsjakka og tilsvarandi síðar buxur. „Ég get ekki gengið í þessu, ég fer ekki í það!“ mótmælti hún bálreið, þeg- ar Rcna sýndi henni fötin brosandi. „Ætlast Hilary til að ég klæði mig eins og fífl? Ég læt ekki bjóða mér þetta“. „Gifta kona, fara í förin“, sagði Rena. „Engin önnur föt. Þú fara í þau og líkjast mikli maður, húsbóndinn, frú.“ Það var bersýnilega ekki um annað að ræða. Joan var það ljóst, eins og Hilary hafði sagt, að virðingar sinnar vegna, gæti hún ekki gengið um í silkináttfötum, sem voru a!lt of stór henni. Þó henni væri það allt annað en geðfellt fór hún því í léreftsfötin. Þau voru mátulcg henni, og Rena hló af hrifiningu og skoðaði þetta sem gam- an, og það crgði Joan ennþá meir. Hún var því í versta skapi, þegar hún gekk inn í stofuna. Hún stokk- roðnaði er hún mætti fjörlegu augna- ráði Hilarys. Hann var klæddur eins og hún, í hvít léreftsföt og stóð við borðið og raulaði lag. „Þú líkist óvenju fallegum pilti, Joan“, sagði hann. „Og þó ertu næstum enn kvenlegri en áður. Ég hcld að þú sért fyrsta konan, sem ég hef séð, sem hef- ur farið vel að ganga í karlmannsföt- um.“ „Hilary, hver er ætlun þín með því að fara svona með mig? Ertu orðinn geðveikur?" spurði Joan. „Fyrirgefðu, en ég skil ekki hvað þú meinar“, sagði Hilary og horfði undr- andi á hana. „Er það merki um geð- veiki að sjá þér fyrir snotrum og hent- ungum búningi, í staðinn fyrir að láta þig ganga í tötrum? Nú finnst mér þú vera dálírið ósanngjörn, kæra Joan“. „Þú veizt vel við hvað ég á“, sagði Joan. Rödd hennar titraði, og hún kreppti hnefana. „Þú sagðir rétt áðan, að þú hcfðir gleymt mér, og þú virð- ist enn vera vita kærulaus um mig. Hef- urðu alltaf í huga að auðmýkja mig?“ „Eigum við að fresta þessari deilu, þangað til eftir mat?“ svaraði Hilary rólega og tók sér sæti við borðið. „Ku- ku segist hafa að bjóða lostætan fisk, sem veiddist fyrir klukkutíma. Og svo verðurðu endilega að bragða á svíns- lærinu, það er fyrsta flokks. Ég veit ekki í hverju það er soðið, það er ieynd- armál Kukus. Hvort viltu heldur te eða kaffi, Joan?“ Joan langaði rnest til að berja hann. Hún hefði getað æpt af reiði. Hún hefði getað varpað sér fyrir fætur hans og þrá- 56 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.