Heimilisritið - 01.02.1951, Page 62

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 62
og hún lét fallast í stólinn. Ofsi hcnn- ar breyttist í aumkunarverðan grát. „Ó, láttu mig deyja, lofaðu mér að deyja!“ snökti hún. „Ó, að þú skulir geta verið svona ruddalegur!“ Hilary stóð og horfði á hana. Hann beit á vör, og það var auðséð að and- stæðar tilfinningar áttust við í huga hans. Hann bar sig til eins og hann ætlaði að taka Joan í faðm sinn, en hann lét ekki verða af því. „Hættu þessu móðursýkisvæli og hertu þig upp“, sagði hann hranalega. „Ég hélt að þú værir of stolt til að vola, þó að einhver gerði þér mein. Þú fyrirleizt þá, sem voluðu og kvörtuðu yfir grimmd þinni, þegar þú lékst þér að tilfinningum þeirra og tróðst á hjört- um þeirra, þér ti! skemmtunar. Og þú hlóst háðslega að þeirri hugsun, að aldrei myndi það geta hent þig, að gráta yfir slíku sem fórnarlömb þín kvörtuðu yfir. Nú vælir þú eins og þeir innfæddu hér, eftir að þeim hef- ur verið refsað". Þessi orð hittu meðfætt stolt Joans. Hún sá að hún hafði ekki hagað sér rétt. Hún hélt að Hilary væri að hæð- ast að cymd hennar, og hún reyndi að hafa vald á tilfinningum sínum. Með augun flóandi í tárum stóð hún á fæt- ur, fýtti sér inn í herbergi sitt og skellti hurðinni í lás á eftir sér. Hún lagðist upp í rúm og reyndi að jafna sig, svo að hún gæti hugsað skýrt. Eftir litla stund færðist næstum óeðli- leg ró yfir hana. „Ég get ekki afborið þessa skömm, ég gct það ekki!“ hvíslaði hún með sjálfri sér, þegar hún hafði setið lengi hreyfingarlaus á rúmstokknum. „Ég gcri cnda á þetta allt. Ég fyrirfer mér!“ Þegar hún reis á fætur, sá hún að Hilary stóð á fætur fyrir utan glugg- ann, sem vjssi út að svölunum, og veitti henni athygli, með óútreiknanlcgu augnaráði í stálgráum augunum. „Taktu þetta ekki svona nærri þér, Joan“, sagði hann með sinni rólegu röddu. „Mundu, að þú hefur það í hendi þinni að vinna mig og ást mína, nú, þcgar þú veizt hvað ást er. Ég fer nú aftur n.iður á perluveiðistöðina, en ég skal ekki gleyma þeim kröfum, sem gerðar eru til brúðguma, og þegar ég kem aftur, skal ég einnig minna þig á, hvað heimtað er af brúði. Við höf- um hveitibrauðsdagana framundan. Vertti sæl á meðan“. XIII Flóttinn / JOAN HORFÐI á eftir honum, þangað til hann var horfinn. Andlit hennar var ennþá tárvott, en fullkom- lega sviplaust. Sérhver tilfinning, sér- hver hugsun virtist vera henni fjarlæg. Hún titraði eins og hún hefði kulda- skjálfta, er hún sneri sér frá gluggan- um og lét fallast niður í stól. „Gnð minn góður, láttu mig deyja, láttu mig deyja“, sagði lnin hálfhátt. „Ég get ekki haldið þetta út. Þessa niðurlægingu get ég ekki afborið. Það verður þúsundfalt verra cn áður, ef hann læzt ganga á eftir mér og þröngvar mér til að verða konan sín, nú, eftir að ég hef játað að ég elska hanri'. Frarnh. í næsta hefti. UO MBIMILISRITTÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.