Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 35 yfir 60% af lungnahringrás- inni þurfi að lokast, áður en sérlega fari að bera á ofraun hægri hjartahelmings. Það kemur því hypertensio í lungnahringrásina, sem á margan hátt er hægt að líkja við háþrýsting í stóru hring- rásinni, sem læknum er betur kunnur,, Á síðustu árum er farið að gjöra intracardial katheterisa- tio (hjarta þræðing) og er þá mældur blóðþrýstingur í hægri hjartahelming og arteria pul- monalis. Við þess háttar rann- sókn hefir fundizt aukinn þrýstingur í arteria pulmonalis og hægra ’hjartahelming í sjúklingum með cor pulmon- ale. í nokkurn tíma getur hyp- ertrofi á hægri hjartahelmingi hamlað upp á móti hinni auknu mótstöðu, en fyrr eða síðar, ef sjúklingur þá deyr ekki af tilfallandi sjúkdómi, bilar hjartað, og fram koma teikn um hjarta-insufficiens. Sjúklingar þessir þjást auk þess af langvinnum og út- breiddum lungnasjúkdómum, sem mjög torveldar, að blóðið 1 lungunum geti bundizt súr- efni. Þetta gjörir einnig hjart- anu mjög erfitt um starf. Cor pulmonale syndromið eykst hægt árum saman, þegar orsökin er lungnasjúkdómur, sem sjálfur er hægfara, og er það venjan við lungna-fibrosis, útbreidda sjúkdóma 1 lungna- æðum og lungna-emfysem. Tíðni og orsakir. Scott og Garvin (1941) fundu cor pulmonale chronicum 1 0,77% af tilfellum meðal 6548 krufninga, og í 6,3% sjúklinga með hjartasjúkdóma. Durant (1946) telur tíðni cor pulmon- ale meðal hjartasjúklinga ca. 2%, Raaschou og Sig Samúels- son (1946) fundu' tíðni cor pulmonale 2,7% 1 1 árs krufn- ingum (957 sjúklingum) frá Bæjarspítalanum í Kaupm,- höfn. Á lyflæknisdeild B við Ríkisspítalann í Kaupmanna- höfn var greint cor pulmonale chronicum meðal 1194 vistaðra sjúklinga árið 1945 í 1,6% af öllum sjúklingum, og í 7,6% meðal sjúklinga með sjúkdóma í hjarta eða æðum. Langflestar orsakir cor pulm- onale chronicum er að finna í eftirfarandi töflu: I. Aflögun á brjóstgrind. A, Kyfoscoliosis. B. Thoracoplastik. II. Anatomiskar breytingar á lungnaæðum. A. Aðal-lungnaslagæðar, 1. Sjúkdómar í æða- veggjum stóru lungnaslagæðanna, svo sem gumma eða cicatriciel arteriitis. 2. Þrýstingur á stórar lungnaslagæðar af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.