Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1950, Page 14

Læknablaðið - 01.06.1950, Page 14
42 LÆKNABLAÐIÐ breiddur eins og þegar vinstri hjartahelmingur bilar. Ana- sarca sést því sjaldan og aðeins síðast í sjúkdómnum. Þessi geysilega cyanosis getur í sum- um tilfellum valdið heila-anox- æmi, og sem afleiðing af því, confusio mentis og psychosis. Kliniskt séð er töluverður mun- ur á insufficiens á vinstri hjartahelming og á þeim hægri. Sá vinstri stendur venjulega í mörg ár, getur batnað eftir meðferð, og versnað svo aftur. En sá hægri stendur tiltölulega stutt, venjulega einn eða nokk- ura mánuði, og er mjög erfitt að bæta þess konar hjartabil- un, enda sýnir sig að flestir þessir sjúklingar deyja í fyrsta insufficiens-kastinu. Ennfrem- ur ber þess að geta, að við bil- un á hægri hjartahelming sjást ekki mæðiköst um nætur, sem alltaf koma við insufficiens á vinstri helming hjartans. í þeim tilfellum meö insuffi- ciens á hægri hjartahelming þar sem þetta skeður við og við, og þá með löngum millibilum, er það venjulegt, að samband er á milli lungna-insufficiens og hjartainsufficiens, því að hjartabilunin kemur þá fram eftir að sjúklingur fær skyndi- lega einhvern lungnasjúkdóm t, d. pneumoni eða bronchitis febrilis, og þegar því er lokið hverfa hjarta-insufficiens-ein- kennin. Af cor pulmonale sjúkling- um deyja langflestir á 50—60 ára aldursskeiði. Þó nokkrir samt 20—30 ára gamlir. Hin „primæra' hypertension í lungnahringrásinni verður sér- lega þeim ungu að bana. Marg- ir sjúklinganna deyja skyndi- lega eftir tilfallandi lungna- sjúkdóm, og er líklegasta skýr- ingin, að hægri helmingur hjartans, sem er ofhlaðinn fyr- ir, þoli ekki þá aukabyrði, sem á það hleðst, og gefist því upp. Margir sjúklingar með mikla bilun á hægri hjartahelming deyja skyndilega og óvænt, sem sé þegar ætla má að þeir séu úr mestu hættu. Batahorfur eru slæmar, sér- lega eftir að hjarta-insufficiens er kominn fram. Fæstir sjúkl- inga með kroniska lungna- sjúkdóma geta unnið neitt til muna árum saman„ Við kröft- uga meðferð á þeim lungna- sjúkdómi, sem fyrir er, ásamt ráðstöfunum til að hindra kvef- sjúkdóma í öndunarfærum, og við að gefa digitalis-meðferð þeim sjúklingum, sem hafa cyanosis, mæði og mikinn hjartslátt við áreynslu, má bæta ástand sjúklings, og hindra um langt skeið að hjarta-insufficiens komi fram. Það er mikils virði, að digitalis- meðferð sé hafin tímanlega, þar eð þessi meðferð kemur oft ekki að neinu gagni eftir að einkenni um hjarta-insuffi- ciens hafa sýnt sig.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.