Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 37 Breytingarinnar frá fyrra tímabilinu yfir í þaS seinna, verður oft ekki vart, þar eö mæði og cyanosis, sem eru fyrstu einkenni um hjartabil- un, eru einnig til staðar við þann lungasjúkdóm, sem sjúk- lingur þjáist af, og eru þá teikn um lungna-insufficiens. Aukn- ing nefndra einkenna í sam- bandi við aukin hjartsláttar- köst og þrýsting í præcordium (oppression) hjá þessum sjúk- lingum, er teikn um yfirvof- andi hjartabilun, sérlega ef samtímis kemur orthopnoe. Hjá sumum þessara sjúklinga er mæði stundum lítið áber- andi, en þá getur aukning á cyanosis verið vísbending um yfirvofandi hjartabilun., Venjulega eru cor pulmonale sjúklingar, sem eru með hjarta-insufficiens, langtum meira cyanotiskir en sjúkling- ar með aðrar tegundir af á- unnum hjartasjúkdómum. Undantekning frá þessu eru þó þeir cor pulmonale sjúklingar, þar sem lungna-emfysem án sérstakrar lungna-fibrosis er orsök hypertrofi hægri hjarta- helmings. Hjá síðastnefndum sjúklingum er cyanosis ekki sérlega mikil. Einkennandi er, að cor pul- monale sjúklingar, jafnt þó um mikla cyanosis sé að ræða, geta legið lágt í rúminu með lítið undir höfði, sem er öfugt við sjúklinga með insufficiens á vinstra hjartahelming. Skýr- ingin á þessu er sumpart sú, að í sjúklingum með mikla lungnaþembu er þindarstaðan djúp. í legu þrýstist þindin upp á við af þunga innýflanna, en það gjörir hana starfhæfari til öndunar. Sumpart er skýr- ingin sú, að í cor pulmonale sjúklingum kemur lungna- stasis ekki fram fyrr en mjög seint í sjúkdómnum. Öfugt við það sem er við insufficiens á vinstri hjartahelming, þar sem blóðrásarhindrunin liggur „fyrir framan“ lungnahring- rásina, og lungna-stasis kemur því tiltölulega snemma í ljós„ Við rannsókn í thorax finn- ast sem afleiðing af hinum primæra lungnasjúkdómi eft- irfarandi einkenni: 1. Emfysem með tunnulaga thorax, minnkaðar brjóst- hreyfingar við öndun, víkkuð lungnatakmörk og minnkuð eða alveg horfin hjartadeyfa. 2. Oft ronchi og slímhljóð sem merki um bronchitis eða bronchospasma við asthma. Við stethoscopi á hjarta er erfitt að greina hypertrofi eða dilatation á hægri hjartahelm- ing. Emfysem og stærri lungna- fibrosis valda því, að hjarta- takmörkin við percussion eru óviss, þannig að víkkun á hjartatakmörkunum til hægri við sternum, sem fram kemur,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.