Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1950, Síða 11

Læknablaðið - 01.06.1950, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 39 ertrofi á hœgra afturhólfi veld- ur pví, að hjartað snýst um lengdarás sinn yfir til vinstri. Mikil breiddaraukning á hjartaskugganum kemur fyrst fram undir það síðasta í sjúk- dómnum, eða þar sem víkkun á hægra atrium er til staðar. Köntgenologiskt sést þetta sem víkkun neðsta hluta hægri hjarta-marka. Hið þriðja röntgen-einkenni er aukin breidd æðaskugganna í hilus og lungnaslagœðagrein- anna niður með hjarta, sérlega hægra megin. Þvermál æða- skugganna í hilus er álitið eðli- legt sé það minna en 15 mm., en mælist það meira, bendir það á aukinn þrýsting í lungna- hringrásinni. Fjórða röntgen-einkenniö er, að þaö sjást engin einkenni um perifer lungna-stasis. Er þetta mikils virði sem differential- diagnosticum við t. d. stenosis mitralis, en þar kemur tiltölu- lega fljótt teikn um lungna- stasis. Hjartarafrit kemur að góðu gagni til greiningar á cor pul- monale, í útlimaleiðslum eru eftirfarandi breytingar venju- lega teikn um áreynslu á hægri hjartahelming„ Hægri axisdeviation (hægri hneigð), < a+80—90°, sem sé tilhneiging til hægri hneigðar, T í 2. og 3„ leiðslu negativur, í annarri hvorri eða báðum, lækkun eða hækkun á S—T í 2. og 3. leiðslu, í annarri hvorri eða báðum Hækkun á P í 2. og 3. leiðslu, 1 annarri hvorri eða báðum. Brjóstleiðslur veita oft góðar upplýsingar, og þá fyrst og fremst parasternal-leiðslan. — Hér finnst oft tiltölulega stór R með litlum eða engum S, og oft litlum Q. T er hér oft negativur. Einstaka sinnum sést annar R í þessari leiðslu., í leiðslum frá apex cordis eru engar sérstakar breytingar, þó sést þar oft lítill R og stór S. Stundum sjást hjá þessum sjúklingum fyrst teikn í hjarta- rafriti um ofraun hægri hjarta- helmings eftir líkamlega á- reynslu, t. d. vinnu, asthma- kast eða því um líkt. Ef vinstri hjartahelmingur ofreynist samtímis þeim hægri, geta fundizt teikn í línuritinu, sem benda á breytingar í báðum helmingum hjartans. Differential-diagnosis. Hinir áðurgreindu hjarta- sjúkdómar, þar sem báðir helmingar hjartans stækka, t. d. hyperthyreoidismus, myxö- dema, myocarditis acuta, an- æmia gravis, beri-beri og æða- kölkun í hjarta, valda sjaldan miklum erfiðleikum, þar eð sjúkrasaga, kvartanir og kli- nisk einkenni gefa góðar vís- bendingar um diagnosis. Eftir- farandi þarf nánar að geta um:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.