Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 28
fylgir því að vera með bók á vertíðinni og álagið getur gengið nærri sál og líkama þegar verst lætur. Bragi: „Ég hafði til dæmis lofað mér í verkefni sem ég þarf að klára en maður gerir það ekki vel við þessar aðstæður. Ég held að það hafi verið Iris Murdoch sem svaraði því einhvern tíma til að hún byrjaði aftur bara korteri eftir að bókin færi í prentun. Sumir geta kannski lokað alveg á þetta.“ Kristín: „Ég gat það frá því að bókin fór í prentun og þangað til hún kom í bókabúðir. Þá komst ég á rosa- legt skrið með nýja sögu og svo – um leið og bókin kom í búðir – datt ég aftur út. Síðan þá er ég búin að vera að reyna að koma mér aftur á hinn staðinn. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég gef út prósabók. Þegar ég hef gefið út ljóðabækur hefur eiginlega ekki skipt máli hvort ég hef verið á landinu eða ekki. Þannig að þetta er kannski í fyrsta skipti sem ég átta mig á þessu lúmska álagi sem er einhvern veginn þannig að það er ekkert að gerast. Og eftir hverju er ég að bíða?“ Eiríkur. „Það er ekki neitt. Það er ekkert að gerast.“ Kristín: „Ég hef fullt af tíma og þetta er dýrmætur tími sem ég myndi vilja nota en þetta er rosalega erfitt.“ Þórunn: „Ég er orðin svo gömul og sjóuð að mér líður þokkalega vel en ég var komin með undarleg sár á tærnar af því að fara í of langa göngutúra og nudda tánum saman. Og farin að skera mig svona pínulítið í fingurna þannig að það er einhver svona fínspenna í manni.“ Eiríkur: „Þetta er ekkert grín ...“ Þórunn. „Maður heldur stundum að manni líði vel en svo fattar maður – þegar maður slakar djúpt á í mánuð – að maður var spenntur. Þetta er lúmskt.“ Bragi: „Eins og ég var að tala um með svefntöflurnar. Þetta er ekkert grín, sko. Þegar ég gaf út fyrstu skáld- söguna mína þá lenti ég á spítala. Þetta var panikk sem kom bara allt í einu. Þá var ég að vinna á auglýs- ingastofu ...“ Þórunn: „Þú ert með langflottustu hrakfarasöguna.“ Bragi: „Ég er að reyna að selja bókina!“ Eiríkur: „Hneigstu bara niður?“ Bragi: „Nei. Ég var bara kominn með svo mikla verki. Svo einn morguninn á leiðinni í vinnuna þá bara hneig ég niður. Ég finn alltaf fyrir þessu stressi.“ Kristín: „Það er hughreystandi að heyra að þetta er ekki bara hégóminn í mér sem er að æra mig.“ Bragi: „Ég myndi nú ekki kalla þetta hégóma ...“ Kristín: „Nei, þetta er svona viðkvæmni ...“ Bragi: „Já. Viðkvæmni.“ Kristín: „Taugaveiklun.“ Hrunið er niður í bakgrunninum Blm: „Eftir hrunið var talað um að fólk þyrfti að fara að skrifa öðruvísi og glíma við gjörbreytta heims- mynd eða hreinlega bara nýjan heim.“ Þórunn: „Er það þess vegna sem það eru svona margir höfundar í fríi núna og senda ekki frá sér bækur?“ Eiríkur: „Þetta hrun er meira kannski bara eins og niður sem er í kringum mann. En kannski seytlar eitt- hvað af þessu inn ósjálfrátt þannig að það verður fróð- legt að skoða bækur frá þessum tíma eftir nokkur ár.“ Kristín: „Ég fór að sjá fyrir mér að það kæmi upp eitthvert félagslegt raunsæi en nú held ég að þetta verði ekki þannig og fólk fer kannski bara að skrifa ævintýri eða eitthvað allt annað til þess að flýja þetta frekar. Það er þekkt að fólk sem kemur frá brotnum heimilum er oft litríkt í tjáningu til þess að reyna að bæta ástandið. Maður leitar alltaf að jafnvægi og það var kannski á þessu tímabili fyrir hrun sem það vant- aði kannski frekar að leita jafnvægis. Það hefði mátt vera meira félagsraunsæi þá.“ Eiríkur: „Nákvæmlega.“ Þórunn: „Ég hugsa svo hnattrænt að ég hef áhyggjur af deyjandi dýra- og jurtategundum á hverjum degi. Við verðum að fara að fyrirlíta óþarfa ríkidæmi því það er eina aðferðin til að bjarga plánetunni. Við erum að skemma sköpunarverkið. Mér finnst það svo alvar- legt. Þeir eru alltaf að tala um þetta á BBC. Ég held að Sea Shepherd hafi eyðilagt allt grænt á Íslandi. Ég var grænmetisæta með áhuga á að reyna að bjarga einhverju en af því að Sea Shepherd sökktu hvalveiði- skipunum mátti ekki opna munninn. Það héldu allir að þetta væru Greenpeace og þetta var allt hugsað svo svarthvítt. Ég er alveg viss um að eina pólitíkin í fram- tíðinni eftir nokkur ár, þegar hörmungarnar verða verri en þegar er orðið, þá skipti ekkert annað máli en að reyna að bjarga veðurfarinu. En Íslendingar hugsa ekkert út í þetta: „Hahahaha. Er jökullinn að bráðna? Þá getum við byggt meira.“ Alltaf með nefið í eigin rassi.“ Kristín: „Þetta hefur líka versnað eftir hrunið. Alveg rosalega. Og maður sér það í öllum fréttaflutningi um Ísland. Þessa ofboðslegu sjálfhverfu og einangrunar- stefnu.“ Eiríkur: „Ég held að þessi einangrun sé bara það allra hættulegasta sem steðjar að okkur núna.“ Kristín: „Já.“ Eiríkur: „Öll þessi þrengsl. Það er búið að vera svo erfitt að ferðast. Maður er búinn að vera hérna sam- fleytt einhvern veginn svo lengi og þá finnur maður hversu sjónarhornið hérna er rosalega þröngt á eigin- lega öllum sviðum samfélagsins. Þetta eru alveg hræðileg þrengsl og það er ekkert að breytast í nein- um grundvallaratriðum. Svo kjósum við stjórnlaga- þing og mesta kjörsóknin er í Borgarfirði þar sem bændurnir voru að skila inn ull – er það ekki? Þetta er falleg mynd en alveg Íslendingar í hnotskurn.“ Kristín: „Ég er svo hrædd um að ég hafi skilað ógildum seðli.“ Þórunn: „Ég líka. Og nú er allt sjálfstraust farið úr þjóðinni af því að það tókst svo illa að kjósa.“ Eiríkur: „Það er alltaf verið að senda okkur aftur á byrjunarreit.“ Þórunn: „Er þetta ekki bara plat til þess að okkur finnist við hafa fingurinn á einhverju og sættum okk- ur við allt sem á okkur er lagt og við þurfum að borga fyrir. Þetta er svona samsæriskenning.“ Bragi: „En þetta er ekkert skrýtið. Við erum enn með sama forsetann, við erum ennþá með Davíð Oddsson sem einn áhrifamesta mann á landinu og mikið til sama fólkið í ríkisstjórn. Og á þinginu er þetta hægt – að fara í algjörlega sama far og áður.“ Eiríkur: „Já. Og 35% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn þannig að það er ekkert hægt að gera.“ Bensínstöðvar eru ljótar Blm. „Bókamarkaðurinn virðist samt ætla að halda sínu í kreppunni og jafnvel gott betur – og nú eru bækur meira að segja seldar á bensínstöðvum. Hvern- ig líst ykkur á það?“ Bragi: „Mér líst mjög vel á að fólk geti ekki skilað um- fram eintökum.“ Kristín: „Ég er bara á móti bensínstöðvum.“ Þórunn. „Já. Ég er sammála þér.“ Bragi. „Þetta kom til af því að þessum manni sem rekur N1 fannst komin stöðnun í bókabransann. Það er vissulega skref fram á við að það megi ekki skila bókum. En ég get alveg tekið undir það að vera á móti bensínstöðvum. Þær eru ljótar.“ Eiríkur: „Þetta er ekki falleg þróun. Ég var í París um daginn og þar eru að spretta upp litlar bókabúðir. Þetta er þvert á alla þróun vegna þess að bókabúðir eru orðnar þannig að maður finnur helst ekki bók- menntir þar – heldur bara góð kaffihús og túristavör- ur. En í París er verið að opna bókabúðir þar sem fást í raun og veru bara bókmenntir. Með starfsfólki sem veit hvað er í hillunum. Þetta eru litlar búðir og þeir segja að þetta sé andóf gegn keðjuvæðingunni þannig að nú getur maður farið í bókabúðir í París og keypt sér bókmenntir. Sem ætti nú einhvern veginn að vera hlutverk bókabúða. Menn eiga ekki að kaupa bækur á bensínstöð.“ Blm: „Þessi umræða var einnig í gangi fyrir nokkr- um árum þegar stórmarkaðirnir fóru að selja bækur.“ Þórunn: „Þegar bækurnar eru komnar á þessa staði þá er búið að velja fyrir kaupandann og það er búið að taka af honum valdið.“ Kristín: „Það er líka alltaf spurning hver velur. Það eru náttúrlega verslunarstjórar í Bónus, eða þessum búðum, sem velja inn bækurnar.“ Þórunn: „Þetta er líka kunningjasamfélag í bóka- bransanum eins og annars staðar.“ Bragi: „Í rauninni ættu fornbókaverslanirnar, sem eru nú ekkert margar eftir núna, að vera bæði með nýjar bækur og fornar. Þetta er gert svona á Sunn- lennska bókakaffinu og er alveg kjörið form.“ Nóvember hefur reynt á taugar skáldanna sem binda vonir við að desember verði þeim betri. 28 spjall Helgin 10.-12. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.