Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 81

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 81
bíó 81 Helgin 10.-12. desember 2010 Í síma 575 7575 og á fabrikkan@fabrikkan.is BORÐAPANTANIR × Mættu á Fabrikkuna og pantaðu × Taktu matinn með × Hámarksbiðtími 15 mín. Meðalbiðtími eftir mat á Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur frá því að pöntun er tekin. TAKE AWAY FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU Tónleikaröðinni lýkur á Þorláksmessukvöld þegar JÓN JÓNSSON stígur á svið kl. 22.00 og heldur uppi gleðinni á Jóla Happy-Hour kvöldi. ÍS L E N S K A /S IA .I S /H A F 5 25 65 1 1/ 10 HÁDEGISTÓNLEIKAR Á FABRIKKUNNI Í DESEMBER! LANDSLIÐ TÓNLISTARMANNA KYNNIR JÓLAPLÖTUR SÍNAR Á FABRIKKUNNI Í HÁDEGINU Í DESEMBER Mánudagur 6. des. – klukkan 12 JÓNAS SIGURÐSSON Þriðjudagur 7. des. – klukkan 12 VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR Miðvikudagur 8. des. – klukkan 12 GISSUR PÁLL Mánudagur 13. des. – klukkan 12 SELMA BJÖRNS Þriðjudagur 14. des. – klukkan 12 PÁLL ÓSKAR Miðvikudagur 15. des. – klukkan 12 BJARTMAR OG BERGRISARNIR Mánudagur 20. des. – klukkan 12 BLAZ ROCA Þriðjudagur 21. des. – klukkan 12 FRIÐRIK DÓR Miðvikudagur 22. des. – klukkan 12 LIFUN Fimmtudagur 23. des. – klukkan 12 KLASSART TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 12 Á HÁDEGI OG ER DAGSKRÁIN SEM HÉR SEGIR: L öngu fyrir daga Internetsins og 3G -farsíma, þegar tölvur voru svo miklir hlunkar að þær fylltu heilu herbergin, bauð Disney upp á tölvufantasíuna TRON árið 1982. Í þessari mynd, sem allir almennilegir nördar flokka sem klassík, tókust sjálf- lýsandi neon-kallar á upp á líf og dauða að hætti skylmingaþræla inni í tölvuleik. Jeff Bridges lék forritarann Kevin Flynn sem var bókstaflega dreginn inn í heim tölvuleiksins þar sem hans eina von um að sleppa til baka í heilu lagi var hugdjarft öryggisforrit, sjálfsagt eitthvað sem væri kallað vírusvörn í dag. Það er fyrst nú 28 árum síðar sem langþráð framhald, TRON: Legacy, lítur dagsins ljós. Þar mætir til leiks Sam nokkur Flynn, sonur Kevins úr fyrri myndinni. Kevin hvarf sporlaust fyrir tuttugu árum þegar Sam var sjö ára og alla tíð síðan hefur drengurinn verið heltekinn af ráðgátunni um hvað orðið hafi um föður hans. Eplið féll heldur ekki langt frá eplatrénu þar sem Sam hefur sérhæft sig í forritun og tölvuleikjum rétt eins og sá gamli. Þegar hann fær óvænt vísbendingu um afdrif pabba síns endar hann í tölvuleikjasal föður- ins sem hefur staðið auður í tvo áratugi. Á bak við tölvuleikinn TRON finnur hann leyniherbergi sem dregur hann inn í heim leiks- ins. Þar finnur hann föður sinn sem hefur mátt dúsa í stafrænni veröldinni í tuttugu ár og þá verða þeir feðgar að snúa bökum saman til þess að komast til baka. TRON verður frumsýnd á annan í jólum. Fjórir góðir saman; Robert De Niro, Owen Wilson, Ben Stiller og Harvey Keitel. Þriðja lota með tengdapabba Fjölskyldugrínið Meet the Parents með þeim Robert De Niro og Ben Stiller hitti í mark árið 2000 en þar lék De Niro Jack Byrnes sem leist ekkert á aulalegan tilvonandi tengdason sinn, Greg Focker, sem Stiller lék. Þeir tóku því annan snúning Í Meet the Parents þar sem Dustin Hoffman og Barbra Streisand bættust í hópinn í hlut- verkum óþolandi foreldra Gregs sem reyndu verulega á þolrifin í tengdapabbanum stífa. Og nú er liðið samankomið í þriðja sinn í Little Fockers. Nú hafa tvíburar bæst í hópinn þar sem Greg hefur tekist að gera Jack að tvöföldum afa. Barnalánið virðist þó ekki ætla að duga til þess að sannfæra Jack um að Greg sé sá eini rétti fyrir dótturina. Sá gamli, sem er fyrrverandi leyniþjónustu- maður, grunar Greg ennþá um græsku og hefur nánar gætur á tengdasyninum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Jessica Alba, Owen Wilson og Harvey Keitel koma ný inn og lífga upp á þennan þriðja fjölskyldufund Fockeranna og Byrnes-hjónanna. Little Fockers verður frumsýnd á annan í jólum. Megamind kemst í hann krappan þegar áætlun hans um að búa sér til andstæðing snýst í höndunum á honum. Ofurskúrkur þráir óvin Teiknimyndin Megamind ætti að tryggja að ungviðið fari ekki í jólaköttinn en hér er boðið upp á hressilegt grín sem byggist að miklu leyti á sögunni um Super- man. Megamind er ofurgreind geimvera sem er send til Jarðar þegar hætta steðjar að heima- plánetunni. Sveitungi hans, Metro Man, hafnar líka á Jörðinni og slær í gegn sem ofurhetja þannig að Megamind, sem er byggður á Lex Luthor, erkifjanda Supermans, húkir í skugga hans og gerist því rakið illmenni. Sá ferill er frekar brösóttur þar sem Metro Man tekst alltaf að klekkja á honum allt þar til Mega- mind losar sig við andstæðinginn góða í eitt skipti fyrir öll. Án óvinar verður tilveran Megamind hins vegar ósköp fátækleg þannig að hann reynir að breyta lúðanum Hal í ofurhetju. Sá ákveður aftur á móti að ráðast á mannkynið og þá eru góð ráð dýr fyrir Megamind. Megamind verður frumsýnd 17. desember.  tRON 28 ára bið á enda Þegar Disney lét loks verða af því að gera framhald af TRON var ekkert til sparað og búningarnir í myndinni, einir og sér, kostuðu 13 milljónir dollara.  megamiNd  LittLe FOckeRs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.