Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 38
Þ egar horf t er og hlustað á spákonuna Sigríði Klingenberg mætti ætla að líf hennar hafi verið eintómur dans á rósum. Hún er alltaf brosandi, alltaf glöð og þorir að klæðast eins og fáir aðrir og gerir það sem henni hentar hverju sinni. En þegar sest er niður með henni við logandi kertaljós og kósíheit á Álftanesinu situr á móti mér allt önnur Sigríður Klingenberg en ég hafði gert mér mynd af. „Það hefur nú ýmislegt gengið á hjá frúnni í gegnum tíðina enda gæti maður varla aðstoðað aðra ef maður hefði aldrei upplifað hluti,“ segir hún og bendir á að það sé einmitt þess vegna sem hún hafi nú gefið út bók sem er leiðarvísir að lífs- gleði – Orð eru álög. „Við stjórnum lífi okkar sjálf og ein helsta fyrirmynd mín, Winston Churchill, sagði eitt sinn: „Þú skapar líf þitt jafnóðum.“ Við höfum val í þessu lífi til að gera það sem við vilj- um.“ Ég verð svolítið hissa. Er þetta ekki allt fyrir- fram ákveðið – er það ekki það sem hún sem spá- miðill er að segja þeim sem til hennar leita; hvað framtíðin ber í skauti sér? „Ég er sálnalesari. Sálin fer á undan þér með allt sem þú hugsar og seg- ir. Ég tengi mig einfaldlega sálum og kem skila- boðum áleiðis.“ Sigríður Klingenberg er ættuð af Snæfellsnes- inu. Hún fæddist reyndar í Borgarnesi, að Hjarð- arholti, í húsi sem á var málað stórum stöfum HARPA GEFUR LÍFINU LIT en það hefur einmitt verið aðalsmerki hennar að gefa lífinu lit. Kraftaverk í Borgarfirði Hún ólst upp á bænum Akurholti í Eyjahreppi með móður sinni, fósturföður, ömmu og afa. Kynföður sinn sá hún ekki fyrr en hún var orðin fjórtán ára. „Ég kom inn í líf ömmu Sesselju í Akurholti skömmu eftir að hún missti yngsta son sinn úr heilablóðfalli og ég var skírð í höfuðið á honum. Ég er dekurbarn sem las Biblíuna, talaði við Jesú og við amma héldum báðar að ég yrði prestur. Ég var að mörgu leyti svolítið sérkennilegur krakki, var orðin læs tveggja ára, segir sagan, og var alltaf að lesa ljóð og læra ljóð sem amma fór með fyrir mig. Ég gekk með Skólaljóðin undir hendinni níu ára, sem var svolítið hallærislegt – en mér finnst gaman að vera „halló“. Ég var alltaf með hunda í kringum mig og þegar beljurnar voru að bera saug ég þær – hélt ég væri kálfur. Ég var sérkennileg í útliti, sköllótt með skásett augu, vaggaði af því að ég var með svo stórt höfuð. Ég átti mjög gleðilega æsku, fór í sveit að Bjargi í Borgarfirði tólf ára og þar voru stundaðar netaveiðar þar sem laxinn úr Hvítá lenti. Mér var falið að sækja laxana – og nú ætla ég að ljóstra upp leyndarmáli sem ég hef aldrei sagt frá: Ég sleppti þeim öllum. Mér fannst mjög erfitt að eiga að drepa lax. Horfði í augun á þeim og fannst þeir segja: „En Sigríður, ég á fjölskyldu og börn, slepptu mér!“ Og ég sleppti þeim. Það var enga laxa að fá og þótti stórfurðulegt. Svo kom Hafsteinn miðill í heimsókn og það var heitið á hann ef það kæmi fiskur í netin. Náttúrlega þyrptust allir niður að netunum daginn eftir og þar voru sjö feitir fiskar. Annað eins kraftaverk hafði bara ekki átt sér stað í sveitinni og ég setti bara upp minn mesta sakleysissvip! Þetta er í fyrsta skipti sem ég þori að segja þessa sögu!“ segir hún og hlær glaðlega. „Mér leið óskaplega vel sem barni og amma trúði því að ég væri með læknishendur. Sjálf veit ég að allir geta heilað. Ég tel að það sé aldrei hægt að dekra börnin sín of mikið. Ég tel að dekrið á mér hafi komið mér í gegnum öll mín boðaföll í lífinu. Mér var alltaf hrósað mikið, var látin lesa upp þegar gesti bar að garði og gat hermt eftir öllum í sveitinni. – En ég gæti hins vegar auðveldlega gefið út dramabók aldarinnar!” Lífsins konfekt er ekki allt gott „Ég hef, sem betur fer segi ég, upplifað miður skemmtilega hluti og þeir eru helsta ástæða þess að ég fór út í að skrifa þessa bók. Mín fyrsta „nei- kvæða“ lífsreynsla varð þegar ég var fjórtán ára. Þá vorum við fjölskyldan flutt í Hafnarfjörð og einhverra hluta vegna mátti ég ekki vera inni eitt kvöldið og var að ganga um götur Hafnar- fjarðar þegar til mín kom maður og spurði hvort ég vildi ekki koma inn og hlýja mér. Ég, saklaus sveitastelpan, þáði það. Þegar inn var komið réðst hann að mér og fór að rífa utan af mér fötin. Ég sá þarna þykkan keramík-öskubakka og náði að slá honum í höfuð mannsins og komast út. Mér datt aldrei í hug að hann hefði nauðgun í huga – flokkaði þetta bara undir árás. Sem betur fer var mér trúað og málið kært til lögreglu. Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði sagði við foreldra mína, að mér viðstaddri: „Ja, hún er nú komin með brjóst, sínar þarfir og sínar langanir.“ Þvílík niðurlæging, þetta var sem sagt mér að kenna, að hans mati. Ég fékk fötin bætt og sá sem réðst á mig fékk ekki starf hjá lögreglunni sem hann hafði sótt um. Það sem situr eftir í þessari minningu er ekki árásin sjálf heldur orð embættismannsins sem allt vald hafði og sagði.“ Tilraun til sjálfsvígs „Það er kannski furðulegt að segja það, en mesta niðurbrot mitt var ástarsorg sem ég lenti í þegar ég var átján ára. Þessi ástarsorg var svo djúp að ég reyndi að fyrirfara mér,“ segir hún. „Mað- urinn sem ég varð svona ástfangin af var aðal- töffarinn í Hafnarfirði, maður sem skemmti sér og drakk mikið. Þegar maður er svona ungur heldur maður að þetta sé eina ást- in sem komi í lífinu og það tók mig mörg ár að komast yfir sorgina. Ég sankaði að mér alls kyns töflum, tók þær allar inn og hófst svo handa við að skrifa kveðjubréf því ég vildi engan særa og vildi að allir sem mér þótti vænt um vissu hvers vegna ég gerði þetta. Ég sat þarna á nærbuxunum að skrifa bréf til allra, búin að taka pillurnar – og þetta var bara sturlun. Þeir sem taka sitt eigið líf eru sturlaðir. Þeir sjá ekkert Hársbreidd frá dauða eftir sjálfsmorðs ­ tilraun Spákonan Sigríður Klingenberg er alltaf hress og brosandi. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum og hún segist „sem betur fer“ hafa kynnst neikvæðum hlutum sem meðal annars hafa gert það að verkum að hún hefur skrifað leiðarvísi að lífsgleði – bókina Orð eru álög. Anna Kristine settist niður með spákonunni. Ljósmyndir/Hari Það er kannski furðu- legt að segja það, en mesta niðurbrot mitt var ástarsorg sem ég lenti í þegar ég var átján ára. Þessi ástar- sorg var svo djúp að ég reyndi að fyrirfara mér. Þrátt fyrir að Sigríður Klingenberg hafi gengið í gegnum erfiða tíma í lífi sínu er glaðværðin aldrei langt undan hjá henni. Hún segir dauðasyndina vera eina - leiðindi. 38 viðtal Helgin 10.-12. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.