Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 58
Kristín Marja Baldursdóttir getur verið sæl með dóm í Berlingnum á dögunum þar sem Kathrine Lilleør hrósar henni í hástert fyrir Karlsvagninn í danskri þýðingu Áslaugar Th. Rögnvalds- dóttur. Hún er raunar ekki síður að lofa bækurnar um Karítas, segir Kristínu hafa meistaratök á sögu norrænna kvenna fyrr og síðar, mestri furðu sæti að hún trúi ekki nógu mikið á sögugáfu sína. Karlsvagninn í Danaveldi  Bókadómur Svar við Bréfi Helgu BergSveinn BirgiSSon r ammi bókar Bergsveins Birgissonar er einfaldur: Höfuðdaginn 1997 sest aldraður maður niður og skrifar bréf til konunnar sem hann elskaði. Bergsveinn er merkilegur höfund ur: Hann hefur áhuga á öðrum sögu sviðum en flestir samherjar hans á bókmenntaakr- inum, hann er hugmynda ríkur, sækir sér stíl út fyrir alfaraleið, hefur styrk tök á stíl, er næmur fyrir persónum, fyndinn og hikar ekki við að hella sér í það harmræna ef því er að skipta. Í þessari stuttu sögu kemur líka í ljós að hann leikur sér að skoplegustu hlutum í bland við djúpan harm. Með Svari við bréfi Helgu sest hann á fremsta bekk í Rithöf- undasambandinu og aðrir verða þá að færa sig aftar í hofinu. Ástarsagan sem í sögunni er rakin er okkur þekkt: hún fór suður, hann varð eft- ir. Hún flutti í hálfbyggða blokk við hliðina á kampinum, hann hellti sér í nýrækt og fjárhirðu. Bergsveinn klæðir þessa sígildu sögu samfélagsbreytinganna, sem gengu yfir Ísland á síðustu öld, smekklega inn í safaríka og lífmikla ævisögu þessa aldr- aða manns. Hún er bundin dásamlegum lýsingum á horfnum heimi búnaðarhátta, yndislega kurteisum erótískum köflum í bland við kátbrosleg tíðindi úr sveitasam- félagi. Orðskrúð, fyrnska, mergjað málfar og sprelllifandi andar af síðum sögunnar og kætir þreyttan lesanda sem situr vonlítill eftir skáldsöguuppskeru haustsins. Loks- ins kom eitthvað sem bragð var að. Bréfritari er alla jafna varasamur les- anda: Hann vill svo oft leyna og kemur því gjarna upp um sig. Bréfaformið kallar á nákvæman lestur, ekkert flaustur, enda Aldrei fór hann suður Bergsveinn Birgisson sendi frá sér þriðju bókina fyrir nokkrum vikum, Svar við bréfi Helgu, og hefur uppskorið mikið lof fyrir þessa nóvellu sem hann skrifar inn í sendibréfsformið.  Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Kjartan Hallur myndskreytti 106 bls. Bjartur 58 bækur Helgin 10.-12. desember 2010 Stofustáss á borð við þessa ljósmyndabók Ragnars Axelssonar, Veiðimenn norðursins, með textum Marks Nuttall er nú orðið algengt á íslenskum heim- ilum; sjaldgæfara er að slíkar bækur, of þungar til lesturs nema borðliggjandi, séu alfarið unnar af ís- lenskum mönnum. Bók Raxa er stór, 270 bls. 297x320 mm, vandlega saumuð á úrvalspappír en bylgjaði sig nokkuð í kuldanum í vikunni þá henni var flett. Það er Kristján B. Jónasson í Crymogea sem gefur út og er bókin öll hin vandaðasta. Óþarft er að kynna Rax fyrir íslenskum lesendum; myndir hans úr Morgunblaðinu hafa um langt árabil verið helsta stáss þess blaðs. Þá hefur áhugi hans og vinna á Grænlandi lengi verið á almanna vitorði; ekki færri en tvær heimildarmyndir eru til um ferðir hans og vinnu þar norður frá. Í Veiðimönnum norðursins birtast, ýmist í lit eða svarthvítu, forkunnar fallega formaðar myndir hans, ýmist heilar á síðu eða leggjandi sig á opnur sem þess- um penna þykir jafnan ljóður á myndbirtingum því myndheimurinn fellur þá í tvennt, sem skaðar yfirlit upplifunar myndefnisins þótt opnubirting mynda gefi oft til kynna tígulleik og valdsvið myndar. Textar bókarinnar eru inngangur um nágranna okkar, skýra margt í lífsháttum þeirra og gefa um leið upplýsingar um víðfeðmi byggða þjóðarbrotanna sem settust að við nyrsta haf, hringinn í kringum pólinn. Hér má sem sagt fá margan fróðleik um ná- grannaþjóðir sem íslenski rasisminn, sem er okkur innbyggður, hefur afgreitt sem skrælingja lengi, lengi. Þá fer fram í myndunum ýmsum sögum og ef eitthvað einkennir bókina þá er það ofgnótt. Hér er svo margt sem una má við að lesandinn verður saddur snemma, enda bókinni ætlað að kalla lesendur til oft og lengi. Ragnar er hefur engan einn stíl sem ljósmyndari. Verk hans í bókinni bera fjölhæfni hans sem mynda- smiðs gott vitni. Hér eru hreinar landslagsstúdíur, formstúdíur á ísmyndunum í bland við félagslegar rannsóknir, seríur af veiðiferðum. Allt ber þetta vott um áralanga ástundun, ást og virðingu á viðfangsefn- inu. Og erindið er brýnt í bókarlok: Þessi heimur er að hverfa og kennir Rax hitanum um. En bók hans er afrek og hinn merkasti bókgripur. -pbb Stórvirki RAX  Bókadómur veiðimenn norðurSinS raX Með Svari við bréfi Helgu sest Berg sveinn á fremsta bekk í Rithöfunda­ sambandinu og aðrir verða þá að færa sig aftar í hofinu.  veiðmenn norðursins Ragnar Axelsson Inngangur: Mark Nuttall Hönnun: Bergdís Sigurðardóttir Þýðing: Haraldur Ólafsson 272 bls. Crymogea. vinSælt eldgoS Ljósmynda- og fræði- bókin Eyjafjalla jökull eftir Ari Trausta Guð- mundsson og Ragnar Th. Sigurðs son er í efsta sæti fræði- bókalista Eymunds- son og því fjórða á aðallistanum. er hér á ferðinni texti sem heimtar að kjamsað sé á hverjum bita. Nú er Berg- sveinn menntaður höfundur á sína vísu. Stíll hans ber vott um ríka þekkingu á liðnum búnaðarháttum, orðaval hans vís- ar til þess að hann stendur djúpt báðum fótum í íslensku máli sem mörgum kann að sýnast fornlegt. Stundum kemur höf- undur upp um sig í slíkum stílbrögðum með dálæti á einu orði – lesanda er látið eftir að finna það í þessari bók. Sagan er ekki löng, rétt um hundrað síður. Hún er fallega frágengin og skrýdd kaflaskreyt- ingum eftir Kjartan Hall. Þá fylgir bók- inni stuttur eftirmáli höfundar þar sem hann þakkar sögumönnum á Ströndum þann skóla sem hann gekk í sem áheyr- andi. Í sögunni felst því viðurkenning og yfirfærsla á fornum arfi munnlegrar frá- sagnar sem hér hefur tíðkast frá alda öðli og verður líklega seint útdauð. Í þessari sögu er hún hafin í annað veldi, bundin í frábærlega unninn stíl um sígilt íslenskt söguefni sem teygir sig lengra því sagan er klassísk í hugsun sinni, lesanda til ómældrar ánægju og höfundi til sóma. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Síðasta hefti þessa árs af tímariti Máls og menningar er komið til áskrifenda. Það er 146 bls. og fylgir með efnisyfirlit ársins. Heftið er stútfullt af áhugaverðu efni: Hrungreinar eftir Ásgeir Friðgeirsson og Hauk Má Helgason og greining Guðna Elíssonar á nýfrjáls- hyggjunni. Prósabrot og ljóð, auk merkilegra ritdóma um bókina um Snorra Sturluson, verk Gyrðis frá í fyrra, bókina um Ragnar í Smára, Bankster, ljóðabók Matthíasar Johannessen og Hermanns Stefánssonar eru þar helstar. Ritstjóri TMM er Guðmundur Andri Thorsson. Nýtt TMM komið Bergsveinn Birgisson Stíll hans ber vott um ríka þekkingu á liðnum búnaðarháttum, orðaval hans vísar til þess að hann stendur djúpt báðum fótum í íslensku máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.