Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 16

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 16
560 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 hálshrygg geti framkallað þessi einkenni. Blandað skyntap ásamt vægri kraftminnkun í vöðvum gætu einnig valdið þessum einkennum (13). I. Göngutruflanir sem einkenni um sefasýki; Göngutruflanir eru tiltölulega algengar í fötl- unarsvörun (hambrigðasvörun, conversion hysteria). Ýmsar gerðir sjást, svo sem helftar- lömun eða lömun beggja ganglima. Sjúklingar með fötlunarsvörun taka oft nokkur óeðlileg skref, fæturnir bögglast síðan undir þeim og þeir detta án þess að meiða sig. Margir sýna ótrúlega leikni í því að bregðast við stöðu- breytingum og endurspegla þannig gott jafn- vægi og stöðuskyn. Hugtakið óstæði-gangstol (astasia-abasia) er notað um sefasjúka sjúk- linga sem geta hreyft sig eðlilega í rúminu en geta ekki gengið. Varast ber að dæma alla sjúklingar sefasjúka sem hafa göngutruflanir samfara eðlilegri hreyfigetu í liggjandi stöðu. Við áreynslubundna truflun á vöðvaspennu eða miðlínuhnykilskemmd geta viðkomandi hreyft sig eðlilega útafliggjandi þrátt fyrir veru- lega röskun á göngugetu. J. Aðrar göngutruflanir af völdum tauga- kerfisröskunar: Ganglimaskjálfti og vöðva- rykkjakrampi (myoclonus) í fótum þegar stað- ið er upp er sérkennileg og sjaldgæf truflun. Víðáttufælni (agarophobia) getur lýst sér með göngutruflun. Pá getur dettni í börnum stafað af flogaveiki. Þroskaheftir einstaklingar búa sér stundum til sérkennilegt göngulag, sem ekki verður skýrt með truflun á taugakerfis- starfsemi. Göngulagstruflanir af völdum stoðkerfissjúkdóma Göngulagstruflanir í stoðkerfi eru af öðrum toga en truflanir sem stafa af kvillum í tauga- kerfi. Hinar fyrrnefndu stafa af vefjaskemmd, bæklun eða breyttri líftækni í eða nálægt ber- andi hluta stoðkerfis sem í hlut á, andstætt því sem oft er við göngulagstruflanir sem stafa af kvillum eða truflaðri starfsemi taugakerfis. Pað er því rökréttara í þessu tilviki að fylgja lífærafræðilegri staðsetningu en tegund sjúk- dóms og rétt að byrja ofan frá. A. Göngutruflanir vegna kvilla í baki, búk og mjaðmargrind: Truflanir vegna kvilla í baki og búk eru talsvert algengar og er eðli þeirra breytilegt eftir því á hvern hátt viðkomandi kvilli hefur valdið bæklun eða vanskapnaði. Er því ekki hægt að greina einkenni hvers sjúk- dóms fyrir sig í göngulagstrufluninni einni sam- an heldur verða hér taldar helstu ástæður slíkra truflana. Nákvæm klínísk líkamsskoðun verð- ur síðan að leiða í ljós orsök hverrar göngulags- truflunar fyrir sig. Meðal meðfæddra galla (congenital anoma- lities) eru helstir misjöfn bygging á mjóbaks- og spjaldsvæðum. Hálfliryggliður (hemiver- tebra) og hryggklauf (spina bifida) eru talsvert algengar orsakir göngulagstruflana, sem við hina síðarnefndu getur valdið algjörri lömun ganglima. Helstu áunnar bæklanir eru hrygg- skekkja (scoliosis), herðakistill (kyphosis) og lendarfetta (lordosis). Sýkingaríbeini valda og bæklun, en afleiðingar berkla, sem voru algeng ástæða göngulagsruflunar áður fyrr, eru hvergi nærri eins áberandi ástæða bæklunar í hryggj- arliðum nú. Aðrar beinsýkingar sem valda göngulagstruflun koma þó fyrir. Liðbólgur í hryggjarliðum eru helstar iktsýki (rheumatoid arthritis), slitgikt (osteoarthritis) og hryggikt (anchylosing spondylitis). Þessir sjúkdómar geta allir valdið bæklun í baki sem breytir líftækni berandi liða líkamans og veldur þannig meiri eða minni göngulagstruflunum. Bein- og brjóskbólgur eða beinklökkvar (osteochondritis, osteochondrosis) geta á sama hátt valdið breyttri líftækni með áhrifum á göngulag vegna breyttrar lögunar hryggjar- liða og má þar helsta nefna hryggliðaklökkv- ana (Scheuermann’s vertebral osteochondritis og Calve’s osteochondritis). Sambærilegir klökkvar, sem einnig valda göngulagstruflun- um í öðrum beinum líkamans, eru meðal ann- ars bátbeinsklökkvi og beinklökkvi í höfði ann- ars ristarleggs (Köhler’s disease I og II) og beinklökkvi í sköflungshrjónu (tuberositas tibiae, Osgood-Schlatter disease). Kvillar sem valda aflfræðilegri truflun á starfsemi baksins og þar með stundum göngu- lagstruflunum eru meðal annars brjósklos (int- ervetrebral discus prolapse), þursabit (acute lumbago), hryggliðarlos (spondylolysis) og hryggliðarskrið (spondylolisthesis). Einnig geta æxli á baksvæðinu augljóslega valdið sams konar eða hliðstæðum truflunum á aflfræði baksins en einnig röskun á taugaboðum með göngulagstruflunum. Hvað varðar göngulagstruflanir sem orsak- ast geta af kvillum í baki og búk má að lokum nefna langvarandi spennuástand í liðböndum og liðbandafestum mjóbakssvæðisins sem,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.