Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1997, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.09.1997, Qupperneq 16
560 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 hálshrygg geti framkallað þessi einkenni. Blandað skyntap ásamt vægri kraftminnkun í vöðvum gætu einnig valdið þessum einkennum (13). I. Göngutruflanir sem einkenni um sefasýki; Göngutruflanir eru tiltölulega algengar í fötl- unarsvörun (hambrigðasvörun, conversion hysteria). Ýmsar gerðir sjást, svo sem helftar- lömun eða lömun beggja ganglima. Sjúklingar með fötlunarsvörun taka oft nokkur óeðlileg skref, fæturnir bögglast síðan undir þeim og þeir detta án þess að meiða sig. Margir sýna ótrúlega leikni í því að bregðast við stöðu- breytingum og endurspegla þannig gott jafn- vægi og stöðuskyn. Hugtakið óstæði-gangstol (astasia-abasia) er notað um sefasjúka sjúk- linga sem geta hreyft sig eðlilega í rúminu en geta ekki gengið. Varast ber að dæma alla sjúklingar sefasjúka sem hafa göngutruflanir samfara eðlilegri hreyfigetu í liggjandi stöðu. Við áreynslubundna truflun á vöðvaspennu eða miðlínuhnykilskemmd geta viðkomandi hreyft sig eðlilega útafliggjandi þrátt fyrir veru- lega röskun á göngugetu. J. Aðrar göngutruflanir af völdum tauga- kerfisröskunar: Ganglimaskjálfti og vöðva- rykkjakrampi (myoclonus) í fótum þegar stað- ið er upp er sérkennileg og sjaldgæf truflun. Víðáttufælni (agarophobia) getur lýst sér með göngutruflun. Pá getur dettni í börnum stafað af flogaveiki. Þroskaheftir einstaklingar búa sér stundum til sérkennilegt göngulag, sem ekki verður skýrt með truflun á taugakerfis- starfsemi. Göngulagstruflanir af völdum stoðkerfissjúkdóma Göngulagstruflanir í stoðkerfi eru af öðrum toga en truflanir sem stafa af kvillum í tauga- kerfi. Hinar fyrrnefndu stafa af vefjaskemmd, bæklun eða breyttri líftækni í eða nálægt ber- andi hluta stoðkerfis sem í hlut á, andstætt því sem oft er við göngulagstruflanir sem stafa af kvillum eða truflaðri starfsemi taugakerfis. Pað er því rökréttara í þessu tilviki að fylgja lífærafræðilegri staðsetningu en tegund sjúk- dóms og rétt að byrja ofan frá. A. Göngutruflanir vegna kvilla í baki, búk og mjaðmargrind: Truflanir vegna kvilla í baki og búk eru talsvert algengar og er eðli þeirra breytilegt eftir því á hvern hátt viðkomandi kvilli hefur valdið bæklun eða vanskapnaði. Er því ekki hægt að greina einkenni hvers sjúk- dóms fyrir sig í göngulagstrufluninni einni sam- an heldur verða hér taldar helstu ástæður slíkra truflana. Nákvæm klínísk líkamsskoðun verð- ur síðan að leiða í ljós orsök hverrar göngulags- truflunar fyrir sig. Meðal meðfæddra galla (congenital anoma- lities) eru helstir misjöfn bygging á mjóbaks- og spjaldsvæðum. Hálfliryggliður (hemiver- tebra) og hryggklauf (spina bifida) eru talsvert algengar orsakir göngulagstruflana, sem við hina síðarnefndu getur valdið algjörri lömun ganglima. Helstu áunnar bæklanir eru hrygg- skekkja (scoliosis), herðakistill (kyphosis) og lendarfetta (lordosis). Sýkingaríbeini valda og bæklun, en afleiðingar berkla, sem voru algeng ástæða göngulagsruflunar áður fyrr, eru hvergi nærri eins áberandi ástæða bæklunar í hryggj- arliðum nú. Aðrar beinsýkingar sem valda göngulagstruflun koma þó fyrir. Liðbólgur í hryggjarliðum eru helstar iktsýki (rheumatoid arthritis), slitgikt (osteoarthritis) og hryggikt (anchylosing spondylitis). Þessir sjúkdómar geta allir valdið bæklun í baki sem breytir líftækni berandi liða líkamans og veldur þannig meiri eða minni göngulagstruflunum. Bein- og brjóskbólgur eða beinklökkvar (osteochondritis, osteochondrosis) geta á sama hátt valdið breyttri líftækni með áhrifum á göngulag vegna breyttrar lögunar hryggjar- liða og má þar helsta nefna hryggliðaklökkv- ana (Scheuermann’s vertebral osteochondritis og Calve’s osteochondritis). Sambærilegir klökkvar, sem einnig valda göngulagstruflun- um í öðrum beinum líkamans, eru meðal ann- ars bátbeinsklökkvi og beinklökkvi í höfði ann- ars ristarleggs (Köhler’s disease I og II) og beinklökkvi í sköflungshrjónu (tuberositas tibiae, Osgood-Schlatter disease). Kvillar sem valda aflfræðilegri truflun á starfsemi baksins og þar með stundum göngu- lagstruflunum eru meðal annars brjósklos (int- ervetrebral discus prolapse), þursabit (acute lumbago), hryggliðarlos (spondylolysis) og hryggliðarskrið (spondylolisthesis). Einnig geta æxli á baksvæðinu augljóslega valdið sams konar eða hliðstæðum truflunum á aflfræði baksins en einnig röskun á taugaboðum með göngulagstruflunum. Hvað varðar göngulagstruflanir sem orsak- ast geta af kvillum í baki og búk má að lokum nefna langvarandi spennuástand í liðböndum og liðbandafestum mjóbakssvæðisins sem,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.