Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 40
40 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Povl Riis Tímarit læknafélaga í alþjóðlegu samhengi Inngangur Samkvæmt nýjustu tölum frá National Library of Medicine eru nú gefin út milli 13.000 og 15.000 tímarit um læknisfræði. Af þeim eru 3.700 tekin til skráningar hjá NLM og í þeim ritum birtast um 400.000 greinar árlega. Enginn veit með vissu hversu margar greinar eru þegar allt er talið, en ætla má að þær séu ekki færri en ein milljón á ári. Þessar tölur sýna greinilega, hversu víðtæk al- þjóðleg skrif og miðlun í heilbrigðisvísindum eru orðin. Öllum með reynslu á sviðum þessara fræða er ljóst, að mikilvægustu upplýsingamiðlarnir á heimsvísu eru að sjálfsögðu alþjóðlegu tímaritin. Þetta hefir leitt til þess að margir halda, að þess vegna eigi menn eingöngu að nýta þessa miðla og að engin þörf sé fyrir útgáfu heima fyrir, „vísindin eru nú einu sinni alþjóðleg". í því sem hér fer á eftir mun ég færa að því rök, að þessi hugmynd fær ekki staðizt. Það er einnig hluti þessarar myndar af upplýs- ingamiðlun í heilbrigðisvísindum, að enn eru til stjórnmálamenn og stjórnendur heilbrigðisstofn- ana, sem trúa á þá tálsýn, að leið nýrrar þekkingar frá vísindamanninum til klíníska læknisins og kennarans liggi um miðstýrða þekkingarmiðlun. Sannleikurinn ersá, að jafnvel í iðnríkjunum er víðast stjórnleysi, háð sjálfsstjórn hvers og eins. Það er aðeins í þeim löndum þar sem komið hefir verið á skylduprófum að loknu framhaldsnámi lækna, að haft er beint eftirlit með því, hvernig klínískir læknar í þessum löndum nota alþjóðlega upplýsinganetið og þær upplýsingar sem tiltækar eru innanlands. Nauðsynin á ritæfingum Mikill munur er eftir tímaritum á hlutfalli inn- sendra greina sem teknar eru til birtingar. Stærstu og mikilvægustu almennu tímaritin í heiminum, svo sem British Medical Journal, Lancet og New England Journal of Medicine, birta í hæsta lagi 15% innsends efnis, en almennu tímaritin á Norð- urlöndunum birta um 60 af hundraði greina. Þetta háa höfnunarhlutfall í alþjóðlegu tímaritunum verður að meta með hliðsjón af þörf ungra vís- indamanna fyrir svokalkiðar „ritæfingar“. Það er sérstakur þáttur í ritstjórnarstefnu, sem er mikil- vægur fyrir lönd eins og þau norrænu. Ritæfingar eru nauðsynlegar, vegna þess að menn geta ekki lært að skrifa, ef þeir fá ekki að skrifa. Ekki er heldur hægt að læra að skrifa vís- indalega, ef menn geta ekki stundað vísindi og menn geta ekki stundað vísindi ef þeir kunna ekki vísindalega aðferðafræði. Menn geta ekki lært vísindalega aðferðafræði, (en hún er skilgreind sem fræðin um skipulagningu, framkvæmd og túlkun vísindalegrar tilraunar), ef þeir geta ekki gagnrýnt skipulega það sem þeir lesa. Ekki er heldur hægt að læra að skrifa vísinda- lega, ef menn ekki lesa með gagnrýnum huga og þar eð rnenn geta ekki lært að skrifa, án þess að skrifa, er hringrás þessara samverkandi þátta lok- að. Þeir tengja saman hagnýta reynslu úr rann- sóknum, vísindaleg greinaskrif, hæfnina til að gagnrýna eigin greinar og annarra og að síðustu árangursríka öflun þekkingar með lestri vísinda- greina. Af þessu leiðir, að við getum varpað ljósi á þessar fjölmörgu víxlverkanir með því setja „að ritstýra“ og „að ritdæma“ í stað sagnarinnar „að skrifa". Þjóðlega svipmótið Almennu tímaritin, sem rituð eru á móðurmál- inu, hafa augljóslega þjóðlegt, menningarlegt og pólitískt svipmót og það gildir raunar einnig um stóru alþjóðlegu tímaritin, sem fyrr voru nefnd, vegna þess að þau hafa einnig þjóðlegt jarðsam-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.