Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 58
58 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 stöðu þess. Við teljum það einnig sjálfsagðan hlut, að ríkir og fátækir eigi sama rétt á sömu þjónustu í sams konar veikindum. Samt tel ég alveg nauðsynlegt að fara í gegnum þessar vanga- veltur, áður en við getum snúið okkur að þriðju og erfiðustu spurningunni: Hvernig tryggjum við réttláta útdeilingu takmarkaðra úrræða? Að tryggja réttláta útdeilingu — hvað er óréttlátt? Ef við eigum að geta rætt þetta vandamál, er nauðsynlegt að rýna í hugtakið réttlæti og ég er hræddur um, að nú verði ég að bregða fyrir mig heimspeki. Mjög mikilvægt er að gera sér Ijóst, að „hið réttláta“ er í siðfræðinni jákvætt orð, en mjög illa skilgreint og að það stendur jafnfætis „hinu góða“ eða „hinu rétta“. Öll eru þessi hugtök nán- ast samheiti við hið siðferðilega ásættanlega. Pau tjá okkur að eitt eða annað sé innan siðferðilegra marka, en alls ekki hvers vegna. Við notum oft orðið „gott“, þegar við ræðum afleiðingar gerða okkar. Við getum sagt, að í siðrænu tilliti hafi eitt eða annað góðar afleiðing- ar. Aftur á móti notum við fremur orðið „réttur", þegar við fjöllum um það sem við gerum: Þetta er réttur gerningur. Á svipaðan hátt kjósum við orðið „réttlátur", þegar við miðum eitt við annað og hér verðum við að greina að tvenns konar réttlæti. Annars vegar er rætt um skilyrðislaust réttlæti. Við segjum, að það sé óréttlátt ef saklaus maður er dæmdur og réttlæti án skilyrða er oft það sama og réttlæti í skilningi laganna. Við segjum að það sé óréttlátt, að sá saklausi hafi verið dæmdur sek- ur, ef við höfum þá hugsjón — þá hugmynd um hið fullkomna — að einungis hinir seku skuli hljóta dóm. En það er alls ekki þetta form réttlætis, sem ég ætla að tala um. Ég ætla að tala um afstætt rétt- læti, það er að segja samanburðinn á meðferð hjá ólíku fólki. Afstætt réttlæti verður þá réttlæti út- deilingarinnar eða félagslegt réttlæti. Nú reynist það ávallt erfitt að skilgreina jákvæð orð, vegna þess að þá þarf að skilgreina hugsjón. Ég ætla því að snúa hlutunum alveg við og ræða það, hvað ber að felast í því að eitthvað sé órétt- látt og ég ætla að setja fram eftirfarandi skilgrein- ingu: Sagt er að óréttlæti hafi verið framið, ef við komumst að raun um það, að meðhöndlun nokk- urra mannvera sé siðferðilega ótæk — það er að segja utan siðferðilegra marka, þegar sú meðferð cr borin saman við þá meðhöndlun, sem annað fólk nýtur. Þá vaknar spurningin: Hvað er siðferðilega ótækt? og ég ætla að gefa nokkur dæmi. *Það er óréttlátt, ef tvær mannverur, sem vinna hlið við hlið á sama vinnustað og gera nákvæm- lega það sama, fá mismikið í launaumslagið. Þetta hafa menn nefnt meginreglu um jafnrétti. *Það er óréttlátt, ef ókvæntur maður, barnlaus og ógift kona með þrjú börn fá sömu upphæð hjá félagsmálastofnuninni, þar sem þarfir þeirra eru mismunandi. Þetta hafa menn nefnt meginreglu um þarnr. *Að lokum má nefna, að það er óréttlátt, ef iðinn maður og annar húðlatur, sem vinna á sama stað fá sama kaup. Okkur finnst að öðrum beri meira en hinum, enda leggur hann meira af mörk- um. Þetta hafa menn nefnt meginreglu um verð- leika. Standi ég nú frammi fyrir flóknu úrlausnarefni, geta þessar meginreglur auðveldlega rekist á. Taka verður tillit til þeirra allra og þegar jafnvægi er milli þeirra, höfum við tryggt réttlæti, eins og það gerist best. Það er þó sjaldan, sem við náum að láta hugsjónina rætast. Nú ætla ég að reyna að færa þessar hugmyndir yfir á heilbrigðisþjón- ustuna og við munum komast að raun um það, að þar gilda meginreglurnar þrjár, þó í misjöfnum mæli sé. Þrjár meginreglur Ég get byrjað á meginreglunni um verðleika. Hún kemur upp á yfirborðið, þegar menn mæla fyrir því, að þeir sem eru með lifrarskorpnun af völdum áfengisneyslu, eigi ekki að fá leyfi til þess að láta græða í sig lifur, jafnvel þó þeir séu hættir að drekka. Að minnsta kosti eigi að setja þá aftast á biðlistann. Þeir hafi valdið eigin sjúkdómi. Ég fer ekki ofan í saumana á þessu, en vil aðeins segja það að flestir læknar eru fráhverfir þessari afstöðu. Hugmyndin um sök byggir á trúnni um frjálsan vilja, en þó svo við viðurkenn- um þá trú, höfum við uppi efasemdir um það, hversu frjáls vilji okkar er. Við vitum í sem stystu máli aldrei, hvers vegna Jeppi á Fjalli drekkur og þó svo að Jeppi sé fundinn sekur, hljótum við að spyrja hvort líf hans sé minna virði af þeirri ástæðu. Jafnvel þó við hugsum á þennan hátt, getum við aldrei að fullu ýtt meginreglunni um verðleika út úr umræðunni um forgangsröðun í heilbrigðis- þjónustunni, en ekki er nokkur vafi á því, að það eru hinar meginreglurnar, sem hafa mesta þýð- ingu í þessu samhengi. Meginreglan um jafnrétti skiptir miklu máli og fram að þessu þessu hefir ein grunnreglan í heil- brigðisþjónustunni verið sú, að allir skuli hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.