Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 7

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 7
02/05 kjarninn dómsmál R annsókn á því hvort FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum króna sem Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, notaði til að greiða fyrir danska flugfélagið Sterling í mars 2005 er lokið hjá emb- ætti sérstaks saksóknara. Niðurstöður hennar liggja nú hjá saksóknara innan embættisins, sem mun taka ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. Samkvæmt heimildum Kjarnans verður sú ákvörðun tekin innan mánaðar. Málið hefur verið til rannsóknar frá því haustið 2008 hjá ýmsum embættum. Viðskipti FL Group, Fons og Sunds ehf. sem áttu sér stað með eignarhluti í Sterling og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á árunum 2005 til 2008 eru ein þekktustu meintu sýndarviðskipti sem framkvæmd voru á árunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir meðal annars að þau séu „einhver umdeildustu við- skipti Hannesar [Smárasonar, fyrrverandi forstjóra og stjórnar formanns FL Group] og raunar alls þessa tímabils“. Sýndarviðskiptaflétta Í mars 2005 keypti Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, danska flug- félagið Sterling á fjóra milljarða króna. Nokkrum mánuðum síðar var Sterling sameinað öðru óarðbæru flugfélagi, Maersk Air, og í október, sjö mánuðum eftir kaup Fons á því, var Sterling selt til almenningshlutafélagsins FL Group á 15 milljarða króna. Viðskiptin vöktu athygli og furðu, sérstak- lega þar sem Sterling tapaði hálfum milljarði króna á þeim fáu mánuðum sem Fons átti það. Samt greiddi almennings- hlutafélagið FL Group, sem var í eigu rúmlega fjögur þúsund aðila, ellefu milljörðum króna meira fyrir Sterling en Fons hafði gert nokkrum mánuðum áður. Flestir þeirra sem áttu hlut í FL Group á þessum tíma höfðu gerst hluthafar þegar FL Group var flug félagið Flugleiðir. Flugreksturinn var hins vegar aðskilinn frá öðrum rekstri félagsins á uppgangs- árunum fyrir hrun og settur inn í sérstakt félag, Icelandair Group, sem var selt út úr FL Group. Gamla móðurfélaginu dómsmál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is RannSókn á afhendingu gagnanna og kæRðiR SakSóknaRaR Höfundur þessarar greinar fjallaði um sterling-fléttuna út frá gögnunum sem hald- lögð voru í húsleitinni hjá Fl Group í nóvember 2008 í þriggja þátta greinaflokki sem birtist í Viðskiptablaðinu haustið 2010. Hannes smárason kærði Valtý sigurðsson, þá ríkissaksóknara, og Helga magnús Gunnarsson, þá saksóknara efnahags- brotadeildar ríkislögreglu- stjóra, í kjölfarið fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi vegna þess að gögnin voru afhent fyrr- verandi hluthafa í Fl Group. málið var fellt niður sumarið 2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.