Kjarninn - 10.10.2013, Side 78

Kjarninn - 10.10.2013, Side 78
06/06 kjarninn Bílar verksmiðjan hafði verið sett á laggirnar seldist bíll númer 418.812. Grunnverðið var 2.368 dalir, en það segir ekki alla söguna því að kaupendur eyddu að meðaltali 1.000 dölum í aukahluti. Hreinn hagnaður af sölu Mustang fyrstu tvö árin var 1,1 milljarður dala, tæplega 1.000 milljarðar króna að núvirði. „Ég er gjarnan titlaður faðir Mustangsins,“ segir Iacocca í æviminningum sínum, „þó að margir vilji auðvitað eigna sér heiðurinn eins og venja er þegar vel tekst til. Raunar hafa svo margir menn viljað feðra Mustanginn að ég myndi ekki vilja sjást opinberlega með móðurinni!“ Mustang hefur allar götur síðan verið ein af tákn myndum amerískrar bílamenningar. Kynslóð eftir kynslóð hefur bíllinn selst vel, þó að ekkert slái við fyrstu árum hans hvað sölutölur varðar. Árangur Mustangsins fleytti Lee Iacocca að lokum upp í forstjórastól Ford-samsteypunnar, þar sem hann réði ríkjum uns hann var rekinn af vænisjúku barnabarni Henry Ford, sem þá fór með stjórnarformennsku fyrirtækisins. Henry Ford II sakaði Iacocca um mafíutengsl og lét hann fara þrátt fyrir metárangur í sögu fyrirtækisins, en það er önnur saga og verður ekki tíunduð hér.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.