Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 65

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 65
02/03 kjarninn Stjórnmál S tjórnvöld í flestum helstu útflutningsríkjum heims- ins þurfa að gera meira til að hindra að alþjóðleg stórfyrirtæki múti sér leið inn á alþjóðamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum Transparency International sem birt var á þriðju- dag. Skýrslan fjallar um eftirfylgni með samkomulagi gegn mútum sem 40 ríki OECD hafa skrifað undir frá árinu 1997. Samkvæmt skýrslunni, sem ber nafnið Exporting Corruption: Progress Report 2013, kemur fram að 30 af þessum 40 ríkjum séu varla einu sinni að rannsaka erlend fyrirtæki fyrir mútur, hvað þá að saksækja þau. Einungis átta ríki eru talin hafa staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samkomulaginu. Þau standa samtals fyrir rúmum fjórðungi af öllum útflutningi í heiminum. 20 lönd, þar á meðal G20- löndin Brasilía, Japan, Suður-Kórea og Holland, hafa gert lítið sem ekkert til að kalla fyrirtæki eða einstaklinga til ábyrgðar fyrir að múta erlendum ríkisstjórnum. Ísland fellur í þennan hóp. 23 lönd hafa ekki ákært neinn fyrir stórfellda spillingu milli landa á síðustu fjórum árum. Ísland fellur líka í þann hóp. Ísland illa undirbúið til að takast á við spillingu Aðgerðir Íslendinga til að koma í veg fyrir spillingu eru nú teknar fyrir í fyrsta sinn af Transparency International. Í skýrslunni kemur skýrt fram að íslenska ríkið er illa undir það búið að takast á við það ef erlend stórfyrirtæki reyna að múta íslenskum embættismönnum til að liðka fyrir við- skiptum sínum hérlendis. Sú niðurstaða ætti að valda töluverðum áhyggjum vegna þess að erlend stórfyrirtæki hafa komið sér fyrir með starf- semi á Íslandi á undanförnum tveimur áratugum og mun fleiri eru talin horfa hingað vegna þeirra breytinga sem eiga sér stað á norðurskautinu. Möguleg olíuvinnsla á Dreka- svæðinu og aukin umsvif vegna opnunar nýrra siglingaleiða vegna bráðnunar hafíss gera það að verkum að áhugi á Ís- landi er líklegur til að fara stigvaxandi. Vert er að taka fram að ekki er fjallað sérstaklega um þessi dæmi í skýrslunni. stjórnmál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is Smelltu til að lesa skýrslu transparency International
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.