Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 47

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 47
04/07 kjarninn viðtal kynþokkafullar og ósjálfbjarga konur „Ég held að tölvuleikjaframleiðendur hugsi mjög mismikið um kyn. Það er mjög óalgengt að aðalsöguhetja í tölvuleik sé kona og þykir sérstakt. Hérna innanhúss eru menn mjög ánægðir með Faith, sem er bara töff stelpa án þess að nokkuð sé gert úr því. Fyrir þennan leik er bara eðlilegt að sögu- hetjan sé kona.“ Þetta er undantekningin frá reglunni því konur eru sjaldnast í aðalhlutverki í tölvuleikjum. Þegar það gerist er gjarnan gert út á kynþokka og ýkta líkamsbyggingu, eins og í tilviki Löru Croft í Tomb Raider-leikjunum. „Það vill því miður verða þannig að það er ekki mikil breidd í persónusköpun kvenna í tölvuleikjum. Kannski má skýra það annars vegar með því að karlmenn eru meirihluti þeirra sem spila þessa leiki og hins vegar eru leikjahönnuðirnir að langstærstum hluta karlmenn. Og þá er spurningin sú hvort þetta sé vandamálið með hænuna og eggið. Er ástæðan fyrir því að færri konur spila leiki á leikjatölvum sú að þeir eru hannaðir af körlum fyrir karla frekar en að þær hafi ekki áhuga á að spila tölvuleiki? Því að þegar allur tölvuleikja- heimurinn er skoðaður er það augljóslega ekki rétt.“ Sigurlína bendir á að þessi umræða hafi eflst á síðustu árum og ekki hvað síst eftir að Anita Sarkeesian fór að skoða afþreyingariðnaðinn og birta myndbönd og greinar um hann á vef sínum Feminist Frequency. „Þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að fara að skoða konur í tölvuleikjum varð allt vitlaust. Ákveðinn hópur karla sem spilar tölvuleiki varð brjálaður, upplifði þetta sem árás á sig og brást við með því að ráðast á hana við öll tækifæri. Það vakti hins vegar miklu umdeild birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum „Þessi birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum er einna skýrust í áðurnefndum Grand theft auto. Þar eru í raun engar reglur og spilarinn getur gert það sem honum sýnist, meðal annars drepið fólk og nauðg- að konum. Framleiðendur leikjarins hafa reyndar neitað því að um nauðgunarsenu sé að ræða þegar karlmaður sem er ber að neðan liggur á konu á meðan annar beinir að henni vopni. Mennirnir hafi ekki ætlað að nauðga henni, heldur éta hana. Þetta hafi því bara verið mannætur en ekki nauðgarar. Með þessu atriði vilji þeir gefa spilaranum kost á að taka siðferðislega afstöðu til þess hvort hann komi konunni til bjargar eða ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.