Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 10

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 10
05/05 kjarninn dómsmál Hannesi því að málið yrði sent til efnahagsbrotadeildar ríkis lögreglustjóra til rannsóknar sem fjárdráttur ef féð skilaði sér ekki. Beðið eftir gögnum frá Lúxemborg Í janúar 2011 var Hannes Smárason yfirheyrður af efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ragnhildur var einnig boðuð til skýrslutöku sem vitni. Rannsókn málsins hafði þá legið niðri um nokkurt skeið vegna þess að þeir sem stýrðu henni höfðu flutt sig yfir til sérstaks saksóknara. Þegar efnahagsbrotadeildin var síðan sameinuð sérstökum saksóknara haustið 2011 fluttist Sterling-málið með. Þar hefur það verið til rannsóknar í nokkurn tíma. Meðal þess sem tafið hefur þá rannsókn er að beðið var eftir gögnum sem aflað var með réttarbeiðni frá Lúxemborg. Heimildir Kjarnans herma að þau gögn sýni hvert féð sem lagt var inn á reikning Kaupþings í Lúxemborg rataði. ágóðinn af noRtheRn tRaveL hoLding viðSkiptunum Þegar Fl Group keypti sterling af Fons var klásúla í kaupsamningnum sem sagði að Fons ætti að endurgreiða 5,8 milljarða króna af 15 milljarða króna kaupverðinu ef rekstrarárangur sterling næði ekki vissu marki. Trygging fyrir þessari greiðslu var hlutabréf Fons í Fl Group. Reksturinn varð síðan afleiddur. Til að koma í veg fyrir að Fons þyrfti að greiða þessa upphæð til almenningshlutafélagsins Fl Group með hlutabréfum í Fl Group, sem voru á þessum tíma orðin illseljanleg eign, var brugðið á það ráð að stofna Northern Travel Holding og selja sterling þangað inn. Það var gert á milli jóla og nýárs 2006, enda þurfti að koma sterling úr bókum Fl Group áður en það ár var liðið. sama dag undirritaði Hannes smárason yfirlýsingu fyrir hönd Fl Group þar sem ákvæðið um endurgreiðsluna var fellt úr gildi. með þessari aðgerð var Fl Group í raun að gefa Fons tæpa sex milljarða króna. Fl Group „græddi“ líka á fléttunni. Félagið losn- aði við sterling af efnahagsreikningi sínum og fékk í staðinn „eign“ í formi 14 milljarða króna seljenda- láns sem félagið veitti Northern Travel Holding. sund ehf. fékk síðan tæpan hálfan milljarð króna í þóknanagreiðslur fyrir að þykjast vera raun- verulegur fjárfestir í Northern Travel Holding. Alltaf lá fyrir vilyrði um að sund yrði keypt út á fyrir fram ákveðnu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.