Kjarninn - 31.10.2013, Side 16

Kjarninn - 31.10.2013, Side 16
04/04 kjarninn Dómsmál gengisvísitalan í samningunum væri 175. Til samanburðar er gengisvísitalan nú 219,7 samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað. Staða afleiðusamninga við þrotabú Kaupþings og Glitnis er með öðrum hætti en hjá LBI, þar sem sambærilegri til- kynningu og Hæstiréttur fjallar um í dómi sínum 17. október er ekki fyrir að fara hjá þeim. Sé miðað við gengisvístöluna 175 námu skuldir lífeyrissjóðanna við þrotabúin vegna afleiðusamninga um 35 milljörðum króna, að teknu tilliti til skuldajöfnunar, að sögn Arnars Sigmundssonar. Samkvæmt heimildum Kjarnans munu Landssamtök lífeyris sjóða ræða frekar um dóminn frá 17. október á næstunni og kanna hvort niðurstaða hans hafi með ein- hverjum hætti áhrif á hagsmuni lífeyrissjóða er tengjast afleiðusamningum um gjaldmiðla og vexti. Kristinn Bjarnason hrl., sem á sæti í slitastjórn LBI og rak málið fyrir hönd LBI, vildi ekkert láta hafa eftir sér um dóminn þegar Kjarninn leitaði til hans. Lárus Finnbogason, fyrrverandi formaður skilnefndar Landsbankans, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið þegar eftir því var leitað en áréttaði að tilkynningin hefði verið sent út til að tryggja hagsmuni LBI. smelltu til að lesa dóm Hæstaréttar

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.