Kjarninn - 31.10.2013, Síða 38

Kjarninn - 31.10.2013, Síða 38
03/04 kjarninn fjármál Átti ekki að greiða tapið Eins og kom fram í Kjarnanum í síðustu viku gerði Hannes tvo framvirka gjaldmiðlasamninga þar sem hann keypti framvirkt íslenskar krónur tengdar gengisvísitölunni á móti íslensku krónunni. Tilgang samninganna sagði Hannes vera að verja erlend lán, eins og kemur fram í yfirlýsingu hans. Hann greiddi hins vegar einungis 2,2 milljónir króna af er- lendum lánum frá febrúarlokum 2007 og fram í byrjun ágúst 2008. Því verður að teljast líklegt að Hannes hafi viljað meina að hann hafi verið að verja höfuðstól lánanna gegn sveiflum, ekki einstakar afborganir. Alls mynduðu þessir tveir samn- ingar 157,5 milljóna króna hagnað. Þegar samningarnir voru gerðir upp í apríl 2008, um mánuði eftir að þeir voru upphaflega gerðir, var hagnaður þeirra lagður inn á vörslureikning Hannesar en samdægurs fluttur inn á bankareikning hans. Stjórn Kaupþings aflétti öllum persónulegum ábyrgðum á lánum sem bankinn hafði veitt til starfsmanna sinna Kaupþing rannsóknarnefnd Alþingis sagði að bankinn hefði vís- vitandi fellt krónuna til að búa til hagnað fyrir sig og vildar- viðskiptavini. fyrrverandi stjórnendur hans hafa hafnað þeirri niðurstöðu.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.