Kjarninn - 31.10.2013, Side 51

Kjarninn - 31.10.2013, Side 51
05/05 kjarninn Rússland og hefur sterkan leiðtoga. Leiðtoginn Pútín er það sem sam- einar þá og veitir þeim völdin, og hann er yfir flokkadrættina hafinn. Báðir hóparnir þarfnast hans og hann þarfnast þeirra beggja og hefur reynt að halda nokkurs konar jafnvægi á milli þeirra. Undanfarið hefur forsetinn þó verið talinn hallast enn meira að siloviki-mönnum. Það skýrist að einhverju leyti af mótmælunum og tilraunum til að stemma stigu við þeim og annarri andstöðu gegn honum. Þá hefur fjöldi ríkra þingmanna hætt störfum á árinu, eftir að nýjar reglur um takmörkun á eignum þeirra erlendis voru samþykktar. Sú ráðstöfun hefur opinberlega verið sögð til að stöðva spill- ingu, sem enn er gríðarleg í rússneskum stjórnmálum, en sérfræðingar segja margir að hún sé í raun hluti af til- raunum forsetans til að herða tök sín og draga úr tengslum við útlönd. Staða forsætisráðherrans Medvedevs hefur einnig veikst mikið frá því að hann þurfti að víkja sem forseti fyrir Pútín. Ráðgjafar sem hann réði til forsetaembættisins hafa verið látnir hætta og yfirheyrðir vegna meintra lögbrota. Margir skipta klíkunum tveimur upp í þá sem eru með og á móti Medvedev, og völd andstæðinga hans hafa aukist undanfarið. Áframhaldandi mótmæli og háværari andstaða gegn stjórnvöldum mun aðeins halda áfram að auka á spennuna milli valdaklíkanna í Rússlandi. Það gæti þó liðið langur tími þar til spennan kemst enn meira upp á yfirborðið, ef það gerist, enda enn fjögur og hálft ár eftir af kjörtímabili Pútíns. Ekki er langt síðan hann gaf í skyn að hann hygðist bjóða sig fram til fjórða kjörtímabilsins og þá gæti hann verið forseti Rússlands allt til ársins 2024.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.