Kjarninn - 31.10.2013, Síða 77

Kjarninn - 31.10.2013, Síða 77
03/04 kjarninn stjórnmál sem fylgt hefur Bjartri framtíð. Ákvörðun hans um að hætta, að minnsta kosti tímabundið, í stjórn- málum vann því klárlega með Bjartri framtíð. Lengi hefur verið pískrað um að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi leita út fyrir raðir núverandi borgarstjórnarflokks eftir nýjum leiðtoga. Sá sem oftast var orðaður við sætið var Ólafur Stephensen, annar ritstjóra Fréttablaðsins. Hann hefur reyndar sagt sig úr Sjálf- stæðisflokknum og því er ljóst að einungis var um orðróm var að ræða. Frestur til að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins rann út síðastliðinn föstudag. Eini utanaðkomandi einstaklingurinn sem bauð sig fram í fyrsta sætið var á endanum Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði. Hann mun líkast til ekki höfða mjög til frjálslyndari kjósenda, ekki frekar en rótgrónu borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson. Allir þessir þrír frambjóðendur eiga þó harðan stuðningsmannahóp innan þess kjarna sem mun aldrei kjósa neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Hildur Sverrisdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gætu hins vegar náð til hópa utan Sjálfstæðisflokksins, en þær sækjast báðar eftir því að leiða framboð flokksins. Þær eru þó báðar of frjálslyndar fyrir íhaldssamasta sjálfstæðis- fólkið. Góð tíðindi fyrir Samfylkingu og VG Samfylkingin hefur unnið með Besta flokknum undanfarið kjörtímabil og stór verkefni hafa hvílt á herðum formanns borgarráðs, Dags B. Eggertssonar. Dagur ætlaði sér að verða borgarstjóri eftir síðustu kosningar en endaði þess í stað sem

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.