Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 22
Frelsi viljans f Þriðja rfldnu ' « jjW NM 101. lögreglusveitin. Ekki virðist meðiimum hennar á þessari mynd sárt að niðurlægja gyðinga. orðinn, heldur þeir sem önnuðust fangana. Þetta er athyglisvert því hann kennir yfirmönnum sinum um það sem hann þurfti að gera en þama skellir hann skuldinni á undirmenn sína íyrir allt sem miður fór í Auschwitz. Að auki talar hann um hvað aðstoðarmenn sínir hafi verið heimskir og oft á tíðum hafi hann þurft að taka að sér daglegan rekstur þrælabúðanna t.d. með því að kaupa í matinn, setja bensín á bíla og ná í byggingarefni. Metnaður hans fyrir því að hafa þrælabúðimar í góðu standi var mikill og því hafi hann eftirlátið undirmönnum sínum eftirlit með föngum. Undirmennimir hafi verið óheppilegir til þeirra starfa og hann vissi að þeir mundu ekki reka búðimar eins og hann vildi. Hann virðist einhvem veginn, þegar hér er komið við sögu, vera búinn að flýja ábyrgð sina gagnvart lífi fanganna." Þetta er athyglisvert því hann kennir yfirmönnum sínum um það sem hann þurfti að gera en þarna skellir hann skuldinni á undirmenn sína fyrir allt sem miður fór í Auschwitz. Höss segir eftir á að aftökur hafi átt sér stað í Auschwitz ffá byrjun. Hins vegar áttaði hann sig ekki á því í fyrstu að búðimar væm um það bil að breytast úr þrælkunarbúðum í útrýmingarbúðir. Hann endurtekur í sífellu að hans eina starf hafi verið að fylgja eftir stækkun búðanna. Einhvem veginn virðist sem hann vilji ekki taka ábyrgð á því sem var að gerast innan búðanna á þessum tíma. Hann hefur frásögn sína á því að tíunda hversu mikilvæg líðan fanganna hafi verið en þegar hann gat loks ráðið einhverju um hana taldi hann samt mikilvægara að einbeita sér að dagiegum rekstri fangelsisins. Höss fékk skipanir frá Himmler, ríkisforingja SS og lögreglustjóra Þriðja ríksisins, um að eina takmark vinnubúðanna væri að hjálpa til við framleiðslu á vopnum. Vegna þessara breytinga segist Höss ekki hafa getað gefið sér tíma til að hugsa um líðan fanganna. Stuttu síðar fékk hann aðra skipun um að setja ætti upp gasklefa og brennsluofna í Auschwitz. Höss gerði sér ekki grein fyrir því þá hversu stórt í sniðum verkefnið yrði og heldur ekki að Auschwitz yrði síðar þekkt sem stærsti 20 Sagnir 2005 aftökustaður í heiminum. Hann segir að ekki hafi verið um annað að ræða en að hlýða skipunum ríkisforingjans. Hann hafi ekki getað leyft sér að hafa skoðun á fjöldamorðunum. Hann átti einfaldlega að sjá um framkvæmd þeirra í samræmi við fyrmefhdar skipanir. Höss nefhir þó að á þeim tíma hafi honum fundist útrýming á gyðingum rétta lausnin. Eftir að honum var varpað í fangelsi eftir stríðið 1945, var honum sagt að hann hefði getað óhlýðnast skipununum og jafhvel drepið Himmler. Höss fullyrðir að af þeim þúsundum SS-foringja sem störluðu á þessum tíma hafi ekki nokkur maður þorað að óhlýðnast skipun ríkisforingjans." Hann reynir að útskýra að það hafi verið einhvers konar lögmál að hlýða skipunum, það kom ekkert annað til greina. Höss nefnir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að skilja þetta lögmál en svona hafi þetta verið. Það sem foringinn, eða næstráðandi hans, ríkisforinginn, skipaði - var alltaf rétt og óumdeilt. Þar að auki hafði Höss sjálfur alist upp við það frá blautu bamsbeini að hlýða fyrirskipunum á heimili sínu, skóla og í vinnu.™ í bókinni em viðbjóðslegar lýsingar á því þegar verið var að smala gyðingum saman inn í gasklefana. Margir þeirra vissu nákvæmlega hvað var á seyði og hrópuðu ókvæðisorð að fangavörðunum. Einn gamall maður sagði með mikilli ró, þegar hann var að ganga inn í gasklefann, að Þýskalandi yrði refsað fyrir þessa meðferð á gyðingum."11 Á rölti sínu um gasklefasvæðin í Auschwitz spurðu fangaverðimir Höss hvers vegna verið væri að drepa hundmð þúsunda kvenna og bama, hver væri ávinningurinn? Höss var yfirmaður Auschwitz og gat því ekki tekið undir spumingar manna sinna við yfirboðarana. Hann sagði því að þetta væri vilji Hitlers og framtíð Þýskalands væri komin undir því að losa það undan oki gyðinga. Það var fylgst með hverri einustu hreyfmgu Höss sem yfirmanns. Hann mátti ekki sýna tilfinningar, hefði hann gert það hefði slíkt rýrt trúverðugleika hans og þar með aðgerðarinnar sjálffar. Veikleiki hans gat ýtt undir óhlýðni, jafnvel uppreisn. Höss var nú skipaður yfirmaður eftirlits yfir þrælabúðum SS. Hann hikar ekki við að dæma aðra í þessari bók sinni en dæmir í raun aldrei sjálfan sig. Hann var að eigin mati fómarlamb aðstæðna. Þegar Höss er spurður að því hvers vegna hann óhlýðnaðist aldrei skipun snýr hann vöm í sókn og spyr á móti hvað hefði orðið um flugmann í her bandamanna sem hefði neitað að varpa sprengjum á Dresden eða Berlín vegna þess að hann vissi að hann myndi drepa hundmð saklausra bama og kvenna. Hann hefði farið beint fyrir herrétt. Er það sambærilegt?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.