Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 96

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 96
Sagna-þíng 2005 Unnur María Bergsveinsdóttir Við höfum hér í kvöld velt því fyrir okkur hvort það sé mögulegt að vera hlutlaus. Persónulega skipa ég mér í flokk þeirra fjölmörgu sem telja að svo sé ekki. Og ég verð að játa að ég er afskaplega þakklát fyrir það að hafa snemma slysast til að aðhyllast þá skoðun. Því ég held, að því rækilegar sem við bindum enda á þá blekkingu að hlutleysi sé mögulegt, því betur verðum við fær um að miðla fortíðinni á þann hátt að sú þekking sem við söfhum gagnist sem flestum sem best. Hugmyndin um hlutleysi felur í daglegu tali í sér þann misskilning að við getum lagt til hliðar allar okkar persónulegu og innrættu meiningar og tekið okkur stöðu á einhverjum gullnum miðjupunkti. Að við getum klætt okkur í hvíta sloppinn sem Hrafnkell talaði um hér í upphafi kvölds og greint samverkan þeirra lögmála sem tengja saman atburði, orsakir og afleiðingar. Að trúa því að við getum verið hlutlaus er að trúa því að við getum fúndið hinn algilda sannleika, eða að minnsta kosti frænda hans, með því að beita réttum vinnubrögðum. Að með því að eima upplausnina nógu lengi getum við náð að framleiða pjúra raunveruleika. Það er svo sem enginn sérstakur kjánaskapur að trúa þessu. Þvi vissulega er það staðreynd að staðreyndir eru til. Málið er bara að um leið og við forum að ræða staðreyndimar og setja þær í samhengi, eina við aðra, emm við komin út á hálan ís. Fyrmefndur miðjupunktur er nefnilega bara í besta falli sameiginlegur litlum hópi, sem aftur deilir sameiginlega menningu og hugmyndakerfi. Alveg sama hversu mikilli orku við eyðum í að mennta okkur, upplýsa, breyta og bæta þá getum við ekki flúið sjálf okkur, í mesta lagi klæðst nýju, engu hlutlausara sjálfi. Það að vera einhver felur í sér að einhversstaðar er maður upprunninn, einhversstaðar lærði maður að tjá sig. Við emm, eins og einhver orðaði það, afsprengi umhverfisins, og það var ekki nema í nokkrar sekúndur sem við vorum óskrifað blað. Síðan þá höfúm við verið við sjálf margoft og á marga ólíka vegu. Sama hvað öllum tækniframforum líður þá emm við ekki ennþá fær um það að skríða inn í annars manns koll og skoða útsýnið þaðan. Bara tungumálið er okkur fjötur um fót. Við köllum hlutina ekki sömu nöfnum. Eg segi tómatar og þið segið túmatar, ég segi stríð, hann segir friðargæsla. Til að njörva niður vemleikann höfúm við lagt mikla vinnu í að búa til hugtök yfír einfalda hluti jafnt sem flókna. Við leggjum sömuleiðis mikla vinnu í að koma okkur niður á sameiginlega meiningu þessarra hugtaka. Við kennum þessi hugtök í skólum til að tryggja að þau séu notuð og skilin rétt. Sem böm tökum við próf í lesskilningi þar sem við fáum plús fyrir að vita að kötturinn er loðinn en laxinn háll. Sem upprennandi sagnffæðingum er okkur kennt að fara rétt með flóknar hugmyndir á borð við „félagslegan hreyfanleika” og „kirkjuvald”. Og í þessum endalausu tilraunum okkar til að sjá vemleikann sömu augum liggur hundurinn grafinn. Öllum er ljóst að það er alls ekki sjálfgefið að vemleikinn rati inn um augun og út um munninn á einhvem þann máta sem allir geti verið sammála um. Og ef við búum ekki í sama nútíma, hvers vegna ættum við þá að eiga einhveija sameiginlega fortíð? Hvers vegna ættum við að trúa því að við getum með óskeikulum hætti túlkað athafnir ókunnugs fólks í gegnum áratugi eða jafnvel aldir? Að trúa því að sagnfræðingar geti verið hlutlausir er að trúa á aðra kviksögu, nefnilega möguleikann til að vera óskeikull. En óskeikull er að sjálfsögðu enginn nú í seinni tíð, ekki einu sinni páfinn. Ég er með þessu samt ekki að segja við ættum öll að skila inn prófskírteinunum okkar, halda niðrá Grandrokk og gráta ofan í glasið. Ég nefhilega held að í þessu ástandi kristallist hið raunvemlega verðmæti sagnfræðinnar. Tilhugsunin um sögu sem einhverskonar fyrirbæri sem getur skilað sér sem óspjallaður sannleikskjami, þvert á tíma og rúm, felur í sér þá afstöðu að sagnfræðin sagnffæðinnar vegna sé göfúgt markmið. Að sagnfræðin eigi sér einhverskonar sjálfstætt líf. Að hlutverk sagnfræðinga sé þannig bara að bursta moldina varfæmislega frá demantinum sem bíður útvalinna þolinmóður bak við drullu og msl. Allt sem gerist eftir það sé á einhvem hátt sjálfgefið. Ég held hinsvegar að hlutverk sagnfræðinga sé stærra en það og hefjist fýrst af alvöra þegar staðreyndunum hefúr verið safnað saman. Ég tel að hlutverk sagnfræðinga sé fyrst og fremst að segja frá, að miðla. Ekki fortíðinni, heldur því hvemig þeir sjá fortíðina. Hlutverk sagnfræðinga er að vera tengiliður milli samtímamanna sinna og hins horfna heims. Bókmenntagagnrýnendur tala gjaman um það að þýðing sé annað hvort góð eða slæm, allt effir því hversu vel þýðandanum tókst til. Það sem góður dómur merkir er annað hvort að þýðing verksins virkar vel á gagnrýnandann og honum fmnst hún sannfærandi eða þá að þekking gagnrýnandans á uppmnalega tungumálinu sem þýtt er af er nægilega mikil til að hann telji sig færan um að úrskurða um gæði þýðingarinnar. Engum, hvorki þýðanda, gagnrýnanda né hinum almenna lesanda dettur hinsvegar í hug að ætlast til að hér sé um nákvæmlega sama verkið að ræða. Sagnfræðin aftur á móti hefúr lengi verið undir miklum þrýstingi að skila af sér, ekki bara góðri þýðingu á liðnum atburðum, heldur sjálfúm sannleikanum. Hlutverk þeirra sagnffæðinga sem skrifa á íslensku er að mínu mati mun Iíkara hlutverki almennra þýðanda. Að skýra og túlka fortíðina fýrir samtímamönnum sínum. Og rétt eins og þeir sem þýða af einu tungumáli yfir á annað, snýst starf sagnfræðinga um það að ná að koma hugsun hins uppranalega höfúndar til skila. Þannig glima sagnfræðingar við mörg sömu vandamál og almennir þýðendur, því rétt eins og orð bera mismunandi merkingarauka í mismunandi tungumálum skila hugtök og gildi sér sjaldnast óbrengluð i gegnum tíma og rúm. Saga sögð frá ákveðnum sjónarhóli er aldrei hlutlaus. En það þýðir ekki að sá sem segir slíka sögu sé á einhvem hátt að stunda ómerkilegri sagnfræði en sá sem hefúr enn ekki gert sér grein fýrir því hvaðan hann sér hlutina. Þvert á móti þá tel ég að við getum skilið fortíðina betur ef við skiljum hvað það er sem mótar sýn okkar og skilning á henni. Ég hóf mál mitt á því að lýsa því yfir að hlutleysi sé ekki mögulegt. Mig langar að bæta því við að ég tel það ennfremur alls ekki vera æskilegt. Einmitt vegna þess hversu illþýðanleg fortíðin er er það ekki ókostur að sagnfræðingar séu ófærir um að vera hlutlausir. Að þeir tilheyri ákveðnum hópum fólks sem hefur hlotið svipaða innrætingu. Sagnfræðingar em einmitt vegna þessara mannlegu eiginleika afskaplega gagnlegir. Þeir hafa hlotið þjálfun í að beita viðurkenndum vinnubrögðum til að tengja saman staðreyndir og útskýra samhengið sem þar af hlýst. Því fjölbreyttari sem sá meiður er sem sagnfræðingar spretta af, því fjölbreyttari verður sú sagnfræði sem þeir skrifa. Og því fjölbreyttari sögur sem við segjum af fortíðinni, því betri mynd náum við að draga upp af henni og því gagnlegri er túlkun okkar þeim afskaplega mislita hópi sem viðtakendur sagnfræðinnar em. Það er að mínu mati mikilvægt að við leyfúm fortíðinni að vera það margræða fýrirbæri sem hún í raun og vem er. Það leikur enginn vafi á því að það samfélag sem við lifúm í, hvað þá sá mannfjöldi sem byggir jörðina í dag, er samsett af mörgum hópum sem hver hefúr sína lífssýn. Það að skoða fortíðina sem hugtak í fleirtölu skapar fleiram okkar tækifæri til að draga upp skiljanlega mynd af því hvaðan við komum og hvemig við urðum það sem við emm. Þessvegna er hlutleysi ekki aðeins ómögulegt, heldur beinlínis ógagnlegt! 94 Sannir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.