Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 61

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 61
Bamavemd á 19. öld dómsyfirvaldinu, sem i þessu tilviki var Magnús Stephensen, fannst fleiri ábyrgir en þau. Hann var harðorður í garð þeirra yfirvalda í sveitinni sem áttu að hafa eftirlit með fjölskyldunni og sjá til þess að foreldrar færu að lögum í uppeldi bama sinna. Um hreppstjórana hefur Magnús efitirfarandi að segja í dómsorðum: Því hefðu þessi laganna boðorð oftar verið fylt, betur og seinna aðgætt... þá einber aðvömn hreppstjóra þar um skeði, en síðar ekkert tillit, hversu henni var gegnt og hefði vanhirt böm og bjargarlítil þá eigi látin lengur hjálparlaus eftir í Neðridal hefði máske ei tilefni gefist til þinghalds um bana efni Brynjólfs heitins... Eitt af þeim laganna boðum sem hreppstjórar höfðu ekki uppfyllt að mati Magnúsar var 8. gr. húsagatilskipunarinnar en hún greinir nákvæmlega frá því hvemig foreldmm bar að haga uppeldi bama sinna og eftirlit með uppeldinu áttu prestar „að hafa alvarlega tilsjón.“v Hreppstjórar höfðu heldur ekki unnið samkvæmt 9. gr. en samkvæmt henni bar þeim og prestinum að áminna foreldra, væri uppeldinu ábótavant og bættu foreldrar ekki ráð sitt eftir áminningu áttu „hreppstjóramir að taka bömin frá slíkum foreldmm.“" FORTÍÐ OG NÚTÍÐ A Islandi nútímans er það borgaraleg skylda að tilkynna illa meðferð á bömum og stór hópur manna hefur það að atvinnu að gæta hagsmuna bama í þeim tilvikum þegar foreldrar em taldir bregðast bömum sínum. Ekki var um neitt slíkt að ræða í upphafi 19. aldar en engu að síður vom lög í gildi sem hefðu getað komið í veg fyrir að böm væm ofurseld illri meðferð í foreldrahúsum. Húsagatilskipunin tekur til allra bama og gerir ráð fyrir foreldrum sem ekki búa yfir því náttúmlega eðli að vemda afkvæmi sín eins og það var orðað hér áður. Tilskipunin tekur líka til eftirlitsskyldu yfirvaldsins með bamauppeldi og hefur að geyma refsiákvæði gagnvart þeim foreldmm sem bregðast. „Tilskipun um húsagan á íslandi“ tók til fleiri þátta í heimilislífi landsmanna eins og nafnið gefúr til kynna en ramminn sem er utan um bamauppeldið er ekki langt frá lagaramma nútímabamavemdarlaga. Ákjósanlegar uppeldisaðstæður em tilgreindar, tekið er fram hveijir eiga að hafa efitirlit með því að eftir lögunum sé farið og hvemig bregðast skuli við ef foreldrar brjóta lögin. Áhersla á guösótta og kristilega innrætingu er samofin lögunum í heild sinni sem fjalla ekki aðeins um skyldur foreldra gagnvart börnum heldur líka hvernig húsbændur áttu aö aga vinnufólk sitt. í nútímasamfélagi velta fæstir foreldrar fyrir sér bamavemdarlögum nema þeir sem af einhveijum ástæðum em taldir hafa brotið þau og varla hafa hjónin í Neðridal mikið verið að velta fyrir sér húsagatilskipunni. GUÐSÓTTI OG KRISTILEG INNRÆTING Hvemig uppeldi var það sem systkinin í Neðridal vom svikin um? Ekki þótti ráð nema í tíma væri tekið og fyrstu greinar húsagatilskipunarinnar leiðbeina því foreldmm um það hvemig hið kristilega uppeldi hefst meðan bamið er enn í móðurkviði með því að biðja guð um varðveislu baminu til handa. Þegar bamið var i heiminn komið var rétt framkvæmd skímarinnar mikilvæg og síðan tóku við bænir, faðirvorið og önnur kristileg uppfræðsla sem foreldrar áttu að miða við aldur barnsins."1 Áhersla á guðsótta og kristilega innrætingu er samofin lögunum í heild sinni sem fjalla ekki aðeins um skyldur foreldra gagnvart bömum heldur líka hvemig húsbændur áttu að aga vinnufólk sitt. Forsenda þess að hægt væri að halda uppi góðum aga var hlýðni og hvemig foreldrar áttu að móta ungviðið í þeim efnum kemur fram í 8. gr húsagatilskipunarinnar: Fremji bömin nokkuð ósæmilegt, þá eiga foreldramir ekki eftir hingað til brúkanlegum siðvana að láta of-mikið eftir þeim, heldur straffa þau með alvarlegum orðum ... ellegar og so með hendi og vendi eftir ásigkomulagi yfirsjónarinnar. Til þess eiga foreldramir alltíð frá bamsbeini að venja þeirra böm til lotningar í orðum, viðmóti og verkum við sig, þeirra yfirboðara og eldra fólk. Ekki síður að þegja í annar[r]a og eldri nálægð, þangað til á þau er yrt. Síðan er vikið að þriðja þætti uppeldisins sem var vinnan og erfíðið. Foreldrar áttu „að venja þeirra böm í ffá ungdómi við erfiði, fá þeim fyrst lítið að gjöra, síðan frekara ... og kenna þeim eða láta kenna þeim ærlegt hand-verk... hvar þau í framtíðinni kunni að vinna sér fóstur og forsorga sig ærlega... ,“™i Samkvæmt hugmyndafræði 21. aldar vora réttindi bama fótum troðin í lagasetningu um uppeldi þeirra á 19. öld en samkvæmt þeirra tíma hugmyndafræði var lögunum ætlað að tryggja öllum bömum gott uppeldi sem síðar gerði þau fær um að sjá fyrir sér i ffamtíðinni. PRESTURINN OG HREPPSTJÓRINN Magnús Stephensen setti ofan í við hreppstjórana í tilefni Neðridalsmálsins en prestamir höfðu líka bragðist skyldum sínum. Þeim bar að koma á hvert heimili a.m.k. einu sinni á ári og gæta þess að hið kristilega uppeldi bama væri eins og vera bar. Sekta mátti foreldra ef þeir stóðu sig ekki i þeim efnum og peningar sem þannig fengust áttu síðan að „víxlast til þeirra fátæku og mest þurfandi bama undirvísunar." Prestar áttu líka að gæta þess að öll böm lærðu að lesa og eftirlitsskylda þeirra með aðbúnaði bama fór vaxandi á 19. öld eins og síðar verður fjallað um. Off er erfitt að greina á milli hvert var hlutverk prestsins og hvert hreppstjórans en greinilega var reiknað með náinni samvinnu þeirra á milli. Báðir áttu þeir að sjá til þess að böm væra ekki alin upp í leti, sjálfræði og öðra vondu og báðir áttu þeir að áminna foreldra en framkvæmdavaldið var þó í höndum hreppstjóra. Kæmi í ljós að uppeldi bama væri ábótavant var það hreppstjórans að „taka bömin ffá slíkum foreldram þá þau era 10 til 12 ára og setja þau eitt ár eður lengur til eins skikkanlegs og vinnusams bónda í sókninni....“x Samkvæmt þessari gr. húsagans höfðu yfirvöld heimild til þess að taka böm frá þeim foreldram sem bragðust uppeldisskyldum sínum, því markmiðið var að tryggja öllum bömum gott uppeldi samkvæmt hugmyndafræði fyrri tíma um hvað bömum væri fyrir bestu. Eftirlit og ffamkvæmd var í höndum presta og hreppstjóra og hlaut því að mótast af persónu þeirra og ekki síst viðhorfúm þeirra til bama. ÓEKTA* BARNIÐ GUÐMUNDUR Árið 1813 kom annað mál úr V-Skaftafellssýslu fyrir landsyfírrétt í dóm Magnúsar Stephensen er varðaði illa meðferð á bami. Ekki er hægt að lesa úr heimildum hvort sömu hreppstjórar höfðu afskipti af Guðmundi, en svo hét bamið, og bömum í Neðridal. Hafi svo verið höfðu þeir sannarlega bætt ráð sitt. Guðmundur er sagður óekta sonur Ólafs Sverrissonar en hans umsjá og eiginkonu hans Vigdísar Ólafsdóttur. Drengurinn, sem var á fyrsta ári, var sveltur og orðin Sklpti ekki máli hvort börnin lifðu eða dóu, foreldrarnir voru dæmdir fyrir atferli sitt, illa meðferð á börnum án tillits til afleiðinga fyrir barnið sjálft. Eitt barnslíf vó ekki þungt á vogarskál 19. aldar réttvísinnar. hormagur þegar honum var „ráðstafað burtu ffá þessum foreldram á betri stað til fósturs... Guðmundur braggaðist í fóstrinu og var vel haldinn þegar honum var komið aftur til föðurhúsa nokkram mánuðum síðar. Prestur og hreppstjórar létu ekki þar við sitja en héldu áfram að Sagnir 2005 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.