Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 95

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 95
Sagna-þing 2005 Stefán Gunnar Sveinsson Játning „Empíristans." Hlutleysi, hlutlægni og heiðarleiki. Það kom mér mjög á óvart þegar ritstjóm Sagna kom að máli við mig og bað mig um að flytja erindi um hlutleysi sagnfræðinga. Ég er ekki mjög fílósófískur sagnfræðingur, týpan sem getur velt sér allan daginn upp úr háfleygum spumingum eins og hvað er sannleikur, er póst-módemismi klisja eða hvað skyldi standa á Kviksögu í dag? Nei, ég er, eins og Gunnar Karlsson orðaði það í grein sinni, einn af þeim sagnífæðingum „sem em nægilega trúir fræðigrein sinni til þess að eyða ekki tíma sínum í að gmfla út í heimspeki hennar.‘“ Ég er einn af þessum sem vill gera hlutina í staðinn fyrir að tala um þá. Þannig að ég mun ekki finna upp hjólið í þessu erindi, og því síður mun ég finna e-n nýjan flöt á efni, sem sagnfræðingurinn Peter Novick hefur lýst sem jafnauðveldu viðfangs og að ætla sér að negla hlaup á vegg.fi Ég ætla því bara að spjalla almennt um efnið eins og það kemur mér fyrir sjónir, og reyna að vekja upp spumingar, kannski einkum með hliðsjón af samtímasögu, því sviði sem ég hef einbeitt mér að. Ég hef alltaf verið voðalega impóneraður af hugmyndinni um að hægt sé að skrifa sagnfræði eins og önnur vísindi, með staðreyndasafni sem gefi mynd af sögunni, wie es eigentlich gewesen. Mér hefur reyndar líka verið sagt að ég sé of íhaldssamur! Mér er það hins vegar fullkomlega ljóst að þessi stórskemmtilega mynd af sagnfræði í vísindagarðinum Eden, þar sem staðreyndalambið liggur við hlið sagnfræðingsljónsins, er álíka rétt og sú fullyrðing að ég sé hár í loftinu. Eina leiðin til þess að ná fullkomnu hlutleysi er með því að afneita öllu því sem gerir okkur mennsk, tilfmningum, minningum okkar og fordómum. Það er ekki hægt, því miður eða öllu heldur sem betur fer. Annað sem litar afstöðu okkar eru meðvitaðir og ómeðvitaðir hlutir eða atburðir, eins og samfélagsstaða, stjómmál og stjómmálaskoðanir okkar, kyn, menningarsamfélag svo sitthvað sé nefnt. Þessir hlutir lita bæði afstöðu okkar og hafa áhrif á þau viðfangsefni sem við veljum okkur að fjalla um.5 Hlutleysi er því ekki mögulegt. En er það æskilegt? Það má segja að ég sé að ýmsu leyti sammála prófessor Þór Whitehead þegar hann segir í formála sínum að Ófriður i aðsigi: Ég er ekki í hópi þeirra sagnfræðinga, sem trúa því, að þeir geti hafíð sig ofar samtíð sinni og skoðunum og fjallað um málin af óskilgreindu „hlutleysi“. Ég hef ákveðin viðmið, sem ég tel óheiðarlegt að leyna. Takmark mitt er ekki að vera „hlutlaus“, heldur leita að sannleika og skýra hann.lv Vaknar þá spumingin, hvemig geturðu fundið sannleika og skýrt hann á fullnægjandi hátt ef þú ert ekki að minnsta kosti að reyna að fjalla um málin af þessu óskilgreinda hlutleysi? Teflirðu ekki á tæpasta vað með að eyðileggja þennan meinta sannleik með því að vera ekki hlutlaus? Mín skoðun er að svo sé ekki, svo fremi sem menn viðhafí rétt vinnubrögð. Ég tel nefnilega ekki að það sé ósamrýmanlegt á neinn hátt að fela ekki viðmið sín og að leitast við að sýna hlutlægni. Það er ef til vill hárfín lína, en hún er þó til staðar. Það er hægt að skrifa sögu, sem ekki er áróður, þó að viðmið sagnfræðingsins séu ekki vandlega falin. Þegar allt kemur til alls snýst málið um heiðarleika í ljósi þess að sú saga sem við skrifum getur ekki verið hlutlaus. Það er heiðarlegra að allir lesendur viti það hvar höfundurinn stendur, í raun er það í mínum huga betra fyrir lesandann ef hann veit það hvaða viðmið höfundurinn hefur heldur en ef höfúndurinn reynir að fela þau algjörlega fyrir lesendum sínum og þykist þannig vera hlutlaus. Þar með er ekki sagt að menn eigi að rífa fram flokksskírteinin og segja í formála hverrar bókar: Ég er meðlimur í Sjálfstæðisflokknum og ber skírteini númer 247521. Það hefði til dæmis ekki passað vel í Fisknum sem munkunum þótti bestur, en hefði ef til vill gengið í ritinu um forsætisráðherrana. En hvað er til ráða fyrir sagnfræðinga sem vilja nálgast þetta hlutleysi þó það sé ekki til? Eins og ég minntist aðeins á áðan, er til lina á milli þess að fela ekki afstöðu sína og þess að vera hlutdrægur eða reka áróður. Með heiðarlegum vinnubrögðum, s.s. að nefna til allar heimildir sem skipta máli fyrir rökstuðning þinn, bæði með og á móti honum, að taka tillit til andstæðra skoðana o.fl. má nálgast e-ð sem kallast hlutlægni. Þó að ekki sé hægt að vera hlutlaus eða fullkomlega hlutlægur, þá er ekki þar með sagt að menn eigi algerlega að sleppa af sér beislinu. Eiga sagnfræðingar að taka afstöðu? Ég ætla að svara með annarri spumingu: Geta sagnfræðingar sleppt því að taka afstöðu? Felst ekki í eðli sagnfræðinnar að tekin sé afstaða, að heimildimar séu túlkaðar, sannleikur skýrður? Alveg sama hvemig menn reyna þá komast þeir sjaldnast hjá því að taka afstöðu, beint eða óbeint. Ef sagnffæðingnum tekst að taka ekki afstöðu til umfjöllunarefnis sins, þá finnst mér það þýða að hann hefur ekki þann áhuga fýrir því sem nauðsynlegur er ef hann ætlar sér að gera efnið læsilegt og áhugavert, og þá kemur sá fróðleikur sem hann hefur ffarn að færa engum að gagni, verður í mesta lagi túlkunarlaust staðreyndasafn eða króníka. Hveijum kemur það að gagni að fá slíkt safn? Hér verður ekki skilið við án þess að minnast á Max Weber og hugmyndir hans um hlutleysi, en hann leit ekki svo á að hlutleysi væri endilega fólgið í því að vera hlutlaus, heldur í því að forðast að fella siðferðislega gildisdóma um viðfangsefnið. Þó að þama sé kannski helst komin sú leið að hlutleysi sem hægt er að fara, er ekki svo að hún sé gallalaus, sérstaklega hvað varðar samtímasögu. Það er, svo ég taki dæmi, erfitt fyrir flesta menn á 21. öld að forðast að fella þann dóm um Hitler, sem A.J.P. Taylor gaf honum í formála að annarri útgáfu bókar sinnar um upphaf síðari heimsstyrjaldar að hann bæri ábyrgð á „a wickedness without parallel in civilized history“.v Kalda striðið virðist á stundum ennþá vera háð, enda mótuðust margir af núlifandi sagnffæðingum á þeim árum þegar heimurinn skiptist í austur og vestur." Eins og bandaríski sagnfræðingurinn John Lewis Gaddis bendir á í riti sínu The Landscape of History upplifa sagnfræðingar söguna eins og allir aðrir. Það er því óraunsætt að halda þvi fram að hægt sé eða yfirhöfúð að það sé æskilegt að forðast það að fella gildisdóma. „The issue for historians... is not whether we should make moral judgments, but how we can do so responsibly, by which I mean in such a way as to convince both the professionals and non- professionals who’ll read our work that what we say makes sense.“víl Lausn Gaddis felst í því að tryggja að bæði sjónarhom viðfangsefnisins, gildismat þeirra tíma og gildismat sagnffæðingsins komist til skila sem skýrt aðgreindir hlutir, en ekki blandað saman sem hlutlaus saga.™ Hér hef ég kannski farið frekar hratt yfir viðfangsefnið, frá hlutleysi yfir í afstöðu yfir í gildisdóma með viðkomu í vinnubrögðum. Til þess að draga allt þetta saman vil ég segja þetta: Það er að mínu mati bæði æskilegt, og eiginlega óumflýjanlegt að taka afstöðu til þess efnis sem ljallað er um hveiju sinni. Bæði er það gagnlegra fyrir lesandann, og eins er það heiðarlegra. Ég er þó ekki að mæla með áróðursritum, heldur tel ég að ffæðileg vinnubrögð séu lykillinn að því að nálgast einhvers konar samþykki fyrir verkum manns, bæði ffá ffæðimönnum og almenningi. Það ætti því ekki að spyrja um hlutleysi eða afstöðu, heldur um vinnubrögð. Lykilorðið er heiðarleiki, að maður sé heiðarlegur við sjálfan sig, þá sem lesa verkið, og heiðarlegur gagnvart persónunum og sögunni sem fjallað er um. Að lokum vil ég þakka ritstjóm Sagna fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri til að negla hlaup á vegginn. Ég veit ekki hver árangurinn af því hefúr verið. Ég get bara vonað að þið hafið haft gaman, ef ekki gagn af þessu erindi. Ég þakka áheymina. TILVÍSANIR i Gunnar Karlsson: „Krafan um hlutleysi í sagnfræði.“ Söguslóðir. Afmœlisrit Ólafs Hanssonar. Reykjavík, 1979, bls. 147. ii Novick, Peter: That Noble Dream. The "Objectivity Question ” and the American Historical Profession. Cambridge, 1988, bls. 7. iii Sjá t.d. Howell, Martha og Walter Prevenier: From Reliable Sources. An Introduction to Historical Methods. Ithaca, 2001, bls. 146-148. iv Þór Whitehead: Ófriður i aðsigi. ísland i síðari heimsstyrjöld. Reykjavík, 1980, bls. 9. v Það breytti þó ekki þeirri skoðun Taylors að Hitler hefði verið venjulegur Þjóðveiji þegar kom að utanríkismálum Þýskalands. Taylor, A.J.P.: The Origins of the Second World War. Harmondsworth, 1991, bls. 27. vi Ahugavert er að lesa í þessu samhengi grein Guðna Th. Jóhannessonar: „Geta sagnfræðingar Qallað um söguna.“ Ritið 1/2004, bls. 181-188. vii Gaddis, John Lewis: The Landscape of History. How Historians Map the Past. Oxford 2002, bls. 123. viii Sama rit, bls. 123-4 og 126-128. Sagnir 2005 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.