Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 99

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 99
Umsögn um 24. árgang Sagna einhvem hátt. Var kotið í hans sveit þegar hann var sýslumaður? Bar hann einhvem tímann að garði þama? Um þetta er ómögulegt að segja því upplýsingar um ljósmyndir á forsíðu vantar í ritið. En þess ber þó að geta hér að ritstjórar Sagna, Hannes Þór Hilmisson og Jón Þór Pétursson, hafa greinilega litið svo á að allir þekktu Hannes Hafstein, einkum á hátíðarárinu 2004, og með þessari glæsilegu ímynd af fyrsta ráðherra okkar íslendinga hafa tvímenningamir lagt sitt lóð á vogarskálamar til að halda naíhi hans á lofii í þjóðarvitundinni. Heimastjómamefnd hins opinbera hefði varla gert betur. Og áfram er Hannes í sviðsljósinu þegar ritinu er flett. Á fyrstu innsíðu birtist aftur myndin af íslandsráðherranum og styttan góða við Stjómarráðið. Kotsljósmyndin er meira að segja horfin núna og eftir stendur hann einn, Hannes Hafstein, fyrsti ráðherrann okkar, listaskáldið og nokkurs konar arftaki Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni eins og haldið hefur verið fram. í ritstjóraspjalli Hannesar Amar og Jóns Þórs er svo gefið til kynna hvers vegna Hannesi er gert svo hátt undir höfði í Sögnum: „Á þessu ári em hundrað ár síðan íslendingar fengu heimastjóm og íslenskan ráðherra. Af því tilefni birtum við grein eftir Önnu Agnarsdóttur sagnfræðing um Hannes Hafstein ráðherra og Klemens Jónsson landritara" (bls. 5). Sú áhersla, sem ritstjóramir leggja á Hannes, sést einnig í því að þetta er eina grein heftisins, sem er nefnd sérstaklega á nafn í ritstjóraspjallinu. Því undarlegri er upphafning fyrsta ráðherrans á íslandi í Ijósi þess að annar ritstjórinn, Jón Þór Pétursson, gagnrýndi síðar í ræðu og riti nokkuð harkalega allt umstangið í kringum Hannes Hafstein og heimastjórnarafmælið. Eflaust var við hæfi að minnast aldarafmælis heimastjómar svo veglega og má til dæmis nefha að árið 1998 vom Sagnir að miklu leyti helgaðar 80 ára fullveldisafmæli íslands. Auk þess á alls ekkert að gera lítið úr því að Hannes Hafstein var á margan hátt einstæður maður og saga hans öll i frásögur færandi. Óneitanlega stingur þessi ofuráhersla á Hannes samt nokkuð í stúf við þá strauma sem virðast jafnvel vera ríkjandi meðal sumra ungra sagnfræðinga og sagnfræðinema; sem sé að „pólitísk höfðingjasaga“ sé gamaldags valdatæki hinna ráðandi afla í þjóðfélaginu. Því undarlegri er upphafning fyrsta ráðherrans á íslandi í ljósi þess að annar ritstjórinn, Jón Þór Pétursson, gagnrýndi síðar í ræðu og riti nokkuð harkalega allt umstangið í kringum Hannes Hafstein og heimastjómarafmælið. ALLSKONAR SÖGUR Nóg um þetta og lítum nú á önnur efhistök. Sem fyrr em Sagnir metnaðarfullt rit, vandað og vel unnið að flestu leyti. í þessu hefti em 11 greinar, viðtöl við tvo sagnfræðinga og loks umsögn um 23. árgang Sagna. Greinamar em allar nema tvær byggðar á BA-ritgerðum höfunda og í ritstjóraspjalli er bent á að þær falli undir ýmsar undirgreinar sagnfræðinnar; stjómmálasögu, byggðasögu, kvennasögu, félagssögu og einsögu. Athygli vekur að greinamar fjalla allar utan ein um fólk og atburði á 19. og 20. öld. Þeim virðist ekki raðað í neinni sérstakri röð - enda líklega engin ástæða til þess - nema hvað þær þrjár greinar, sem em yfírlýstar „einsögur", koma í lok heftisins. Umfjöllun um einstakar greinar hefst hér á þeirri fyrstu og verður svo haldið áfram koll af kolli. GÖFUGUR UPPRUNI Öm Guðnason fjallar um „hinn göfuga uppruna Islendinga“ í ffóðlegri grein. Henni svipar nokkuð til fyrri rannsókna um þetta efni (til dæmis má nefna skrif Guðmundar Hálfdanarsonar, Sigríðar Matthíasdóttur og Unnar Bimu Karlsdóttur í því sambandi) og niðurstaða Amar kemur ekki á óvart: „Hugmyndin um hinn göfuga uppmna íslendinga verður því að skoðast sem mýta sem var búin til beinlínis í þeim pólitíska tilgangi að efla þjóðemiskennd og stuðla að því að þjappa þjóðinni saman" (bls. 10). Eitt verður að nefna hér sem tmflar lesandann, bæði í þessari grein og síðar: Langar tilvitnanir em hvorki inndregnar né auðkenndar á neinn hátt og verður þetta að teljast dálítið bagalegt. Stundum er meira að segja erfitt að sjá hvort tilvitnunin er bein eða ekki. Eitt verður að nefna hér sem truflar lesandann, bæði í þessari grein og síðar: Langar tilvitnanir eru hvorki inndregnar né auðkenndar á neinn hátt og verður þetta að teljast dálítið bagalegt. UMRÆÐUR UM YFIRLIT Næst er röðin komin að viðtölum við tvo sagnfræðinga, Gunnar Þór Bjamason og Lám Magnúsardóttur. Fyrirspyijendur lögðu mesta áherslu á að fá ffam skoðanir þeirra á kostum og göllum yfirlitsrita í sagnffæði. Gunnar Þór bendir á að mörgum nemendum í sagnfræðiskor þyki sem þeir séu að fara „sama hringinn í þriðja sinn“ þegar þeir sitji yfirlitskúrsa um mannkynssögu og Islandssögu. Hann varpar þess vegna ffam þeirri brýnu spumingu „hvort nauðsyn sé [svo] að halda áffam tímabilaskiptri yfirlitskennslu í háskólanámi." Um þetta hafa verið nokkrar umræður síðastliðin misseri og verður manni til að mynda hugsað til skemmtilegs málþings sem ritstjóm Sagna stóð fyrir í samvinnu við Sagnfræðingafélag íslands vorið 2004. En þó er eins og óánægjan með núverandi fyrirkomulag sé ekki það mikil að þeir sem helst eiga hlut að máli - kennarar og nemendur við sagnffæðiskor - beinlinis krefjist breytinga. Áffam verður því væntanlega haldið að reyna að fara samviskusamlega yfir það sem gerðist helst ffá I-IV (ffá upphafi til okkar daga) hjá mannkyninu öllu annars vegar og hins vegar á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Lára Magnúsardóttir bendir líka á í viðtalinu í Sögnum að yfirlitssagnfræði geti verið góð til síns brúks því hún geti veitt nauðsynlega yfirsýn. Undir það má auðvitað taka. Þeir, sem finna yfirlitshugsun í sagnfræði allt til foráttu, virðast ekki reiðubúnir að skilja að stundum verða menn að geta séð skóginn fyrir trjánum og að menn geta ekki áttað sig nógu vel á eðli hins einstaka nema með því að geta sett það í samhengi. Viðtölin tvö í Sögnum em þörf viðbót við þessa umræðu um kosti og galla yfirlitsrita í sagnffæði. FULLVELDI í HÆTTU? Á eftir viðtölunum kemur traust, skilmerkileg og varkár frásögn Hugrúnar Aspar Reynisdóttur um aðdraganda þess að ísland gekk í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, árið 1970. Þetta er hefðbundin stjómmála- og hagsaga um merkan þátt í sögu landsins. Hugrún rekur hana skilmerkilega og styðst fyrst og fremst við vel valdar frumheimildir á Þjóðskjalasafhi íslands. Engin ástæða er til að finna að efnistökum í greininni en þó má nefna að höfundurinn hefði að mínu mati mátt vera ályktunargjamari og taka skýrari afstöðu til þeirra upplýsinga sem dregnar em fram. Til dæmis vitnar Hugrún í vamaðarorð framsóknarmannsins Eysteins Jónssonar sem óttaðist að aðild að EFTA gæti jafnvel leitt til þess að íslendingar héldu ekki sjálfstæði sínu til lengdar. „Fullveldi íslensku þjóðarinnar í hættu?“ er spurt í millifyrirsögn en svarið vantar í raun (þótt lesa megi milli línanna að höfundur sé ekki sammála því að svo hafi verið). Einnig vekur greinin upp þá spumingu hvort viðtöl við stjómmála- og embættismenn, sem komu við sögu, hefðu komið að gagni. Oft er ekki allt sagt í skjölunum og menn geta átt auðveldara með að tjá sig þegar talsvert er um liðið frá þeim atburðum sem em til skoðunar. GLEYMDAR KONUR OG MERK AFREK Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar þessu næst um „gleymda konu“, kvenréttindaffömuðinn Ingu Lám Lámsdóttur og tímarit hennar, 19. júní. Þetta er vel unnin grein, byggð á traustri heimildavinnu og ffóðleg Sagnir 2005 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.