Sagnir - 01.06.2007, Page 51

Sagnir - 01.06.2007, Page 51
Fjórar sögur frá hendi Jóns Oddssonar Hjaltalín M.J. Driscoll bjó til prentunar. Sigurgeir Steingrímsson hafði umsjón með útgáfunni. Reykjavík 2006. Ixxiv, 177 s. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti að honum lifandi. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Útgáfan sem hér birtist, á fjórum sögum frá hendi sr. Jóns, er úrval sagnaritunar hans og varpar Ijósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. — Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefanda. Háskólaútgáfan annast dreifingu bókarinnar Einu sinni átti ég gott Efnið sem hér er gefið út á bók og tveimur geisladiskum er varðveitt á segulböndum í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er flutt af fólki alls staðar að af landinu. Hér er að finna allt frá bænum og fallegum vögguvísum til kveðskapar um Grýlu og hennar hyski ásamt öðrum barnafælum. Inn á milli eru síðan sungnar eða mæltar fram sérkennilegar þulur, skemmtilegir kveðlingar og stuttar sögur sem hægt er að hafa gaman af, auk vísna sem notaðar hafa verið til að kenna börnum og leika við þau. Rósa Þorsteinsdóttir hafði umsjón með útgáfunni og skrifar inngang, Halldór Baldursson myndskreytti bókina og um hljóðvinnslu sá Sigurður Rúnar Jónsson í Stemmu. Smekkleysa annast dreifingu bókarinnar Nemendur og kennarar í sagnfræði geta keypt bækur á góðu verði á skrifstofu stofnunarinnar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Árnagarði við Suðurgötu -101 Reykjavík Sími 525 4010 - Fax 525 4035 - Netfang: arnastofnun@hi.is http://www.arnastofnun.is

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.