Sagnir - 01.06.2007, Síða 81

Sagnir - 01.06.2007, Síða 81
Ef talað er eða sungið andspænis trekt á vjelinni, skilar hún aptur orðunum og hljómunum hátt og snjallt sem mannsrödd væri ... Vjelin gengur líkt og klukka, með líkum útbúnaði; er dregin upp með sveif, þegar hún á að fara af stað. Örsmár stálbroddur ristir hljóðrúnir á vaxhólk, er liggur utan um málmsívalning, sem snýst eins og rifur í vefstað. Hljóðinu skilar vjelin síðan aptur með því móti, að rifurinn eins og rekur ofan af sjer. Vaxhólkinn með hljóðrúnunum má bæði geyma svo lengi sem vill og sömuleiðis senda heimsenda á milli. Sama dag birtist auglýsing í Isafold þar sem grafófónninn var auglýstur til sýnis í Góðtemplarahúsinu. Seldur var aðgangur að fýrirbærinu og kostaði miðinn 50 aura. Er óhætt að fullyrða að þá hafi í fyrsta skipti á Islandi verið haldnir tónleikar án lifandi tónlistarmanna. Ein elsta auglýsing í íslensku blaði um grammófón birtist í Þjóðólfi í ágústmánuði árið 1900 með svohljóðandi fyrirsögn: „Hvað er Gramophon?" Síðan segir ennfremur: Gramophone er vél sem syngur, spilar, talar og yfir höfuð getur haft allt mögulegt eptir, alveg eins og Fonograf, en Gramophone er mikið fullkomnari vél og heyrist allt í honum miklu greinilegra en í Fonograf. Með Gramophon eru brúkaðar plötur en ekki valsar. íslensku vaxhólkarnir Elstu hljóðrit, sem enn eru varðveitt hér á landi, voru gerð á vaxhólka árið 1903. Jón Pálmason bankaféhirðir og organisti eignaðist eitt af fyrstu hljóðritunartækjunum sem hingað bárust og markar brautryðjendastarf hans upphaf hljóðritunar hér á landi. A árunum 1903-1912 tók hann upp margvíslegt efni á vaxhólka. Var þar um að ræða bæði talað orð og söng, einkum gömul íslensk sálmalög og rímnakveðskap. Þessir vaxhólkar eru nú varðveittir í Þjóðminjasafni íslands. Þar og í Stofnun Áma Magnússonar eru geymd söfn gamalla hljóðritana. I Stofnun Ama Magnússonar er til til dæmis varðveitt safn sem kennt er við Jónbjöm Gíslason kvæðamann, ættaðan úr Húnavatnssýslu. Hann fluttist til Vesturheims og tók með sér töluvert safn hljóðritana sem einkum innihélt rímnalög sem hann sjálfur hafði hljóðritað, sennilega um eða eftir 1920. Á gamals aldri kom Jónbjöm aftur til íslands og hafði þá rímnasafnið með sér sem og tækið sem notað var við upptökuna. Jón Leifs tónskáld ferðaðist um og tók upp á vaxhólka íslensk þjóðlög og rímnakveðskap á áranum 1926, 1928 ogum 1935. Vaxhólkar þessir era nú varðveittir á Þjóðfræðisafninu í Berlín (Museum fur Völkerkunde) en afrit af þeim eru á Þjóðminjasafhi Islands. Vaxhólkur Péturs Á. Jónssonar I ævisögu Péturs Á. Jónssonar, ópera-söngvara, segir að í gamalli freigátu í Kaupmannahöfn, Jylland sem Kristján konungur IX kom á til íslands 1874, hafi hann sungið inn á einn vaxhólk. Skipinu hafði þá verið breytt í veitingastað og fest við bryggju. Orðrétt segir: ... þar söng Pétur fyrst á grammófón, á hólka, því plötur vora þá enn ekki orðnar algengar. Hann söng „du gamla, du fria“ og varð hólkur sá vinsæll mjög, eins og grammófónplötur Péturs síðar meir, þó hann væri ffumlegri og ófullkomnari. Þessi vaxhólkur hefur ekki fundist hérlendis né frést af tilvist hans í Danmörku. Ef hann er til er hann eini íslenski vaxhólkurinn sem gerður hefur verið til útgáfu og fjöldaframleiddur. Pétur tímasetur ekki upptökuna í ffásögn sinni en hann fór utan sumarið 1906 og má því ætla að hólkurinn sé tekinn upp næstu ár eftir það. Ætla má að hólkurinn hafi Islenzkar Gramóphón-plötur verið fjölfaldaðurþar sem hann er borinn saman við grammófónplötur Péturs. Þá má leiða líkur að því að Pétur hafi sungið inn á hólkinn hjá „Dansk Fonograf Magasin" sem stofnað var 1899 og var líklega eina fyrirtækið sem framleiddi og gaf út vaxhólka í Danmörku. Pétur Á. Jónsson Hljómplötuútgófa hefst ó Norðurlöndum The Gramophone Company var stofnað í London 1898 og sá í upphafi um alla hljómplötuútgáfu fýrir Norðurlöndin. Þó svo að Norðulandamarkaðurinn væri smár í sniðum þótti hann efnahagslega mikilvægur. Þrátt fýrir að hér væri um að ræða fimm lönd þá taldist þetta engu að síður einn markaður. Helst vora það Finnar sem í upphafi vora útundan sökum tungumálsins. Finnland heyrði undir Rússakeisara á þessum tíma og margir hjá Gramophone Co. virðast hafa talið Finnland vera hluta af Rússlandi frekar en eitt Norðurlandanna. Þetta breyttist þó fljótlega og litið var á Finnland sem hluta af skandinavíska markaðnum. Arið 1899 stóð Gramophon Co. fýrir fýrstu hljómplötupptökunum í Skandinavíu en í lok þess árs lét fýrirtækið hljóðrita í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þetta var talsvert af plötum og vora þær svo fjöldaframleiddar. Plötumar vora, eins og fýrstu plötur fýrirtækisins, gefhar út undir nafni Berliner eða „E. Berliners Gramophone." Árið 1898 kom Joseph Berliner, bróðir Emile Berliner, upp verksmiðju í Hannover í Þýskalandi til að gera plötumót og fjölfalda grammófónplötur. Þeir sem hugðu á plötuútgáfu á Norðurlöndunum urðu því í upphafi að senda pantanir til London og þaðan fóra plötumar síðan í pressun til Hannover í Þýskalandi nema finnsku plötumar sem vora pressaðar í Riga í Lettlandi. Á þessu varð breyting 1903 þegar tvö skandinavísk útgáfufélög vora stofnuð, annars vegar Skandinavisk Grammophon A/S í Kaupmannahöfh 13. júní og hins vegar Skandinaviska Grammophon A/B í Stokkhólmi stofnað 28. september sama ár. „Grammophon orkester, Kobenhavn" Fyrsta platan sem skráð er í hljómplötuskrá Jóns Kjartanssonar sem gefin var út árið 1955 inniheldur lögin „Ó guð vors lands“ og „Eldgamla Isafold.“ Samkvæmt upplýsingum á plötumiða er hún leikin af „Grammophon orkester, Kabenhavn.“ Útgáfa plötunnar er ekki dagsett í hljómplötuskránni en á eftir henni era skráðar fýrstu plötur Péturs Á. Jónssonar sem ranglega era dagsettar frá árinu 1907. Plata Grammophon orkester hefur því verið talin eldri en plötur Péturs og af sumum ffá árinu 1906 sem hefúr þá þýtt að um fýrstu íslensku hljómplötuna væri að ræða. Þetta er alrangt því platan kom út þó nokkrum árum síðar. Það er mikilvægt að upplýsingar varðandi upphaf plötuútgáfu á íslandi séu réttar og þess vegna verður nú greint stuttlega ffá þessari plötu. Sagnir - 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.