Félagsbréf - 01.10.1958, Page 23

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 23
FÉLAGSBRÉP 21 búsins. Aftan við hvert nafn voru skráð mánaSarleg afköst hvers og eins. Þar var einnig svört tafla, sem skipt var til helminga með hvítu striki, öðrum megin á hana var skrifað „svart“, hinum megin „rautt“. — Yerzlunin fékk sykursendingu um daginn, sagði birgðastjórinn Stjúkin. Hann var yngstur fjórmenninganna og var fínna klæddur en hinir: hann var með slifsi tnn hálsinn og í brjóstvasanum hafði hann greiðu og sjálfblektmg. — Hefur einliver snuðrari skýrt þér frá því, spurði einn hinna í stríðnistón. Það var þrekinn, skvapholda maður, sem misst hafði vinstri handlegginn. Á öxlunum bar hann kápu úr segldúk, sem leit út fyrir að vera frá því í stríðinu, þegar hermönnum var úthlutað þess konar fatnaði. — Nei, því er ekki til að dreifa. Miðlarinn hefur ekkert óhreint í pokahorninu. Hann hefur sjálfur sent mér tvö kíló með þeim skilaboðum, að við gætum gert það upp við tækifæri. — Og þú tókst við því? — Já, hafni rnaður slíku boði á maður á hættu að sjá aldrei frant- ar sykur á ævi sinni. 1 mínum sporurn hefðir þú líka þegið það. — Það er engin hætta á, að þú komist í slíkan vanda, Píotr, sagði Zípýshev brosandi og skotraði augununt kankvíslega til hins ein- henta. Míkóla verzlunarstjóri hefur horn í síðu þinni. En hann Sergei þarna, liann benti á Stjúkin, — liann ber fullt traust til hans. Reynd- ar liefur Sergei komið í lians stað senx birgðastjóri, en annars hefur hann ekki gert Míkóla neitt til miska. Það var ekki langt síðan Stjxikin var óbreyttur samyrkjubóndi. En fyrir um það bil mánuði hafði hann gengið í flokkinn. Hann fór 6trax að klifa á því, að flokksmenn ættu að skipa allar yfirmanns- stöður á samyrkjubúum, og það liti einkennilega út, ef hann yrði ekki látinn njóta þess, að hann var genginn í flokkinn. Þetta var tekið til greina og menn minntust þess, að birgðastjórinn hafði hvað eftir annað verið staðinn að hnupli. Það var einróma samþykkt á aðalfundi að veita Stjúkin stöðuna, og hann keypti sér sjálfblekung og fór að ganga með bindi. Hins vegar var fyrirrennari hans Míkóla settur yfir vörusölu þorpsins. Og um hann snerist einmitt samtalið. — Já, ég þáði þessi tvö kíló, liélt Stjúkin áfram eftir nokkra íhug- un. En á hinn bóginn -—- hvað er sannleikurinn í málinu? Hvað verður af sykrinum, sápimni, öllu saman? Hann tók greiðuna upp úr vasanum og greiddi óstýrilátt hárið frá enni sér.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.