Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 25
SV EITARSTJÓRNARMÁL 21 Útsvarslaga-frumvarpið i. Um nokkurt skeið hefir staðið til að gagngerð endurskoðun færi fram á aðal- tekjulöggjöf sveitarfélaganna — útsvars- löggjöfinni. Hinn 28. okt. 1946 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra, Finnur Jónsson, fjóra menn í nefnd til að endurskoða útsvars- lögin. Átti nefndin að endurskoða gildandi útsvarslög, nr. 106/1936, og athuga þær tillögur, sem uppi höfðu verið þá um skeið til breytinga á útsvarslögunum en jafnan verið frestað vegna væntanlegrar heildar- endurskoðunar útsvarslaganna. Sérstak- lega lagði félagsmálaráðuneytið áherzlu á það við nefndina að afnema skiptingu út- svaranna, en hún hefir verið hinn mesti ásteitingarsteinn undanfarin ár. 1 nefnd- inni, sem endurskoðunina framkvæmdi áttu þessir menn sæti: Adolf Björnsson bankafulltrúi, Hafnar- firði, og var hann jafnframt skipaður for- maður nefndarinnar. Gunnar Viðar hagfræðingur, Reykjavík. Ingólfur Jónsson lögfræðingur, Rvik. Jón Gauti Pétursson bóndi, Gautlöndum Fer hér á eftir greinargerð nefndarinn- ar er hún lét fylgja frumvarpi sínu til ráðuneytisins: „Nefndin kom saman í Reykjavík hinn 5. nóvember s. á. Skipti hún þannig með sér verkum, að Jón Gauti Pétursson var, jafnframt því að vera kosinn fundarritari nefndarinnar, einnig ráðinn til að starfa fyrir hana að útvegun gagna og heimilda og til að vinna úr þeim, eftir nánari ákvörðunum. Með bréfi félagsmálaráðuneytisins, dags. 7. nóv. s. ár, var nefndinni tjáð, að ráðuneytið teldi æskilegt, að nefndin auk aðalverkefnis síns, ræddi og gerði tillögur um nýja tekjustofna fyrir sveitarfélögin, því yrði hún sammála um slikar tillögur, mundi henni einnig falið að semja frumvarp til laga um það efni. Helztu heimildargögn, er nefndin tók til rannsóknar, voru: a. Lög öll og lagabreytingar, er útsvör snerta, ásamt umræðum um þau á Alþingi. b. Úrskurðir ríkisskattanefndar um útsvarskærur, allt frá því að slík mál féllu und- ir valdssvið hennar. c. Hæstaréttardómar um útsvarskærur um síðustu 15 ár. d. Tillögur til breytinga á lögum um útsvör frá nefnd, er Samband ísl. sveitar- félaga hafði skipað 1945 til að vinna að endurskoðun laganna og leggja fyrir fund Sambandsins 1946. — Tillögum þessum fylgdu upplýsingar um gjaldstiga og aðrar reglur við niðurjöfnun útsvara í sveitarfélögum víðs vegar af landinu, svo og bréf frá ýmsum oddvitum, almennara efnis um þessi málsatriði. e. Löggjöf Norðurlandaríkjanna um sveitarskattamálefni. f. Útdrættir úr skattskrám og sveitarsjóðsreikningum til rannsóknar á útsvars- þunga á hverjum stað, miðað við afkomu og efnahag. Að starfinu vann nefndin þannig, að hún hélt fundi frá kl. 5—7 síðd., a. m. k. þrisvar i viku. Þegar dró að febrúarlokum 1947 og nefndin átti að hafa lokið störf- um, hafði hún að sönnu formað nálega allar þær breytingartillögur, er hún hugðist gera við löggjöfina, og fært þær inn á samfelldan texta með því, sem óbreytt stóð af lögunum. Aftur á móti hafði hún nálega ekkert sinnt því aukaverkefni, er tekur til nýrra tekjustofna fyrir sveitarfélögin. Varð þá að samkomulagi við félagsmálaráðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.