Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL 25 Re}rnslan um síðastliðna tvo áratugi af skiptingu útsvara milli heimilissveitar og atvinnusveitar hefur orðið á þá leið, að sú aðferð væri tafasöm og torveld í fram- kvæmd og reikningsskilum milli hreppa. Þess vegna leggur nefndin til, að frá henni sé horfið, nema þegar um búferlaflutning er að ræða, og atvinnusveit í þess stað veittur tiltekinn réttur til álagningar á þá utansveitarmenn, sem verulegar tekjur hafa þar. Sú nýbreytni fylgir þeirri tillögu, að atvinnusveit hafi heimild til að leggja þau útsvör á og innheimta á sama ári og teknanna er aflað. Nefndin ræddi allmikið þá hugmynd, að útsvör af sérstakri starfsemi, sem nær til landsins alls, svo sem tryggingum, bankarekstri og sparisjóða, siglingum o. fl., ef útsvarsskylt yrði, rynnu í sameiginlegan sjóð, eins konar jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Þótt nefndarmenn virtust aðhyllast þessa hugmynd meira og minna, greindi svo mikið á um form og efni slíkra tillagna, og svo hitt, hvort tímabært væri að bera slíkt fram, að bersýnilegt þótti, að nefndin mundi ekki sameinast um að setja nein slík ákvæði inn í frumvarpið, en nefndarmenn hefðu hins vegar óbundnar hendur um að bera fram sértillögur, er að þessu lúta. Þá gerði nefndin nokkrar breytingartillögur á efnisskipun í lögunum. Er það hið helzta, að hún flutti tvær fyrstu greinarnar úr II. kafla laganna, sem eingöngu á að fjalla um útsvarsskyldu almennt, aftur í IV. kafla. Þessar tvær greinar eru um niðurjöfnunarreglur og valdsvið niðurjöfnunarnefnda og eiga því ekki heima í kaflanum um útsvarsskyldu, en að öllu leyti rökréttara, að þær komi fram þar, sem rætt er um starfsframkvæmd við niðurjöfnun. Að öðru leyti víast hér til umsagnar um einstakar greinar frumvarpsins. II. Frumvarp nefndarinnar var lagt fyrir Alþingi í desembermánuði s. 1. og fengið í hendur allsherjarnefnd Efri-deildar. Rík- isstjórnin ákvað stuttu siðar að láta málið ekki ljúkast á þessu þingi en geyma það til hausts því þá mundi sú nefnd hafa lokið störfum, sem fæst við endurskoðun skatta- laganna og láta frumvörpin þá fylgjast að á haustþinginu. „Sveitarstjórnarmálum“ þykir rétt að nota þennan tíma til að kynna sveitar- stjórnarmönnum frumvarpið og fyrir því er það tekið hér upp. Væri æskilegt að sveitarstjórnir létu nefndir athuga málið nú i sumar og senda breytingartillögur við það til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, sem mundi koma þeim á framfæri við Al- þingi þegar það kemur saman á hausti komanda. Frumvarp til laga um útsvör. I. KAFLI Almenn ákvœði. 1. gr. 1 lögum þessum merkja: Atvinnusveit: Hrepp eða kaupstað, þar sem gjaldþegn rekur eða stundar eða hefur rekið eða stundað atvinnu, án þess að eiga þar lögheimili. Dvalarsveit: Hrepp eða kaupstað, þar sem aðili kann að verða eða hefur orðið útsvarsskyldur vegna dvalar, án þess að hann eigi þar lögheimili. Gjaldár: Það ár, er niðurjöfnun útsvara fer fram. Gjaldársútsvar: tJtsvar, þar sem miðað er við gjaldstofn sama árs og útsvarið er á lagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.