Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 46
42 SVEITARSTJÖRNARMÁL c. Eins og um var getið í hinni almennu greinargerð, hefur margháttaður ágreiningur risið undanfarið um útsvarsálögurétt á atvinnustofnanir, er svo háttar til um, að þær hafa ýmist atvinnustöðvar, reikningshald, birgða- geymslu eða útsölu á öðrum stað en þær eða útibú frá þeim eru skrásettar til heimilis. Ákvæði núgildandi laga í þessu tilliti eru hæði reikul og ófull- nægjandi, enda eru þær ástæður, sem nú var lýst, aðallega komnar fram síðan útsvarslöggjöfin var síðast tekin til verulegrar endurskoðunar. — Til þess að koma samræmdu skipulagi á þennan þátt álagningarinnar leggur nefndin til (sbr. 8. tölul. 5. gr.), að atvinnusveit fái sjálfstæðan álagningar- rétt i þessu tilliti, takmarkaðan við tiltekinn hundraðshluta útsvarsbærra tekna gjaldþegna. Er þetta að nokkru sniðið eftir norskum lagafyrirmælum, sem talið er að gefið hafi góða raun og slitið áður gengnum deilum um álöguréttinn. Játa verður, að tillögur nefndarinnar um hlutdeild atvinnusveitar í út- svarsbærum tekjum gjaldþegns samkv. 8. tölul. byggjast ekki á neinum útreikningi, enda er reikningsleg undirstaða fyrir slíku vandfundin eða naumast til. En nefndin er á einu máli um, að meginhluti álagningarrétt- arins eigi að vera þar, sem fastar atvinnustöðvar og framleiðsla fyrir- tækis er. 3. Ákvæði 6. gr. frv., sem hafa að nokkru verið gerð að umtalsefni samhliða 5. gr., bera i sér nýmæli, annars vegar um það, að um vissa þætti útsvara í atvinnusveit gildi ekki venjulegar niðurjöfnunarreglm-, heldur sé tiltekið hundraðsgjald af framleiðslu eða viðskiptmn, og hins vegar að þau megi leggja á og innheimta á sama ári og atvinnan fer fram, og er það jafnt til hægðar- auka og öryggis fyrir atvinnusveit. Rétt þótti að hafa hámark hundraðsgjaldsins mismunandi eftir álögustofn- unum. Ekki vildi nefndin leggja til, að það væri hærra en í frumvarpinu stend- ur, nema sérstakt leyfi yfirvalda kæmi til. Er þess að gæta, að það mundi nær ávallt notað í hámarki, og þar sem það fellur á án tillits til rekstrarafkomu. má það alls ekki vera hátt. Að sjálfsögðu verða útsvör samkv. þessum tölulið að koma að meira eða minna leyti til frádráttar álögðum útsvörum aðila í heimilissveit þeirra. Þar sem útsvör þessi mega að verulegu leti skoðast sem aðstöðugjald til atvinnu- sveitar, kemur fullur frádráttur varla til greina, enda gæti það, í vissum föllum, leitt til þess, að heimilissveitarútsvar þurrkaðist alveg út. Verður reynslan að skera úr um það, hvort setja þarf skorðaðri fyrirmæli til heimilissveitar rnn framkvæmd þessa atriðs en nefndin leggur til. Minni hluti nefndarinnar, Gunnar Viðar, ber fram breytingartillögu við 7. tölu- lið 5. gr., og mun gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni í sérstöku áliti. Um 7. og 8. gr. Ákvæði greina þessara um skiptingu útsvara vegna búferlaflutnings eru mjög hin sömu og núgildandi lög tiltaka um sama efni. Þó er hert á og aukin nokkuð fyrirmæli til þeirrar sveitar, er kröfu geri til útsvarsskiptingar, um að leggja yfir- skattanefnd ýtarleg gögn í hendur til að byggja skiptinguna á. Þá er og gerð ríkari skylda heimilissveitar, sem útsvar leggur á, er til skipta kemur, að innheimta út- svarið, enda fái hún 10% af innheimtri útsvarsupphæð, áður en til skipta kemur, fyrir álagningu og innheimtu.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.