Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 30
26 SVEITARSTJÓRNARMÁL Heimilissveit: Hrepp eða kaupstað, þar sem gjaldþegn á lögheimili. Niðurjöfnunarnefnd: Niðurjöfnunarnefnd í kaupstöðmn og hreppsnefnd í sveit- um, nema sérstaklega sé öðruvísi um mælt. Rnöherra: Sá ráðherra, sem útsvarsmál heyra undir. Skattanefnd: Bæði skattanefnd og skattstjóra, eftir því sem við á. Sveit: Bæði hrepp og kaupstað. Sveitarstjórn: Bæði hreppsnefnd og bæjarstjórn. Útsvarsár: Árið næst á undan niðurjöfnun. 2. gr. Reikningsár sveitarfélaga er almanaksárið. Fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert skal sveitarstjórn gera áætlun um tekjur og gjöld sveitarfélags næsta reikningsár. Ræða skal áætlun kaupstaðar á tveim fund- um, með a.m.k. viku millibili, en í hreppum á einum fundi, nema hreppsnefnd á- kveði annað. Við síðari umræðu ber að athuga áætlunina lið fyrir lið, og greiða skal atkvæði um hverja grein fyrir sig og áætlunina i heild sinni. Áætlun skal vera til sýnis almenningi 2 vikur i desembermánuði á hentugum stað, er sveitarstjórn ákveður. Áætlunin gildir síðan um fjárstjórn sveitarstjórnar á reikningsárinu. 3- gi’- Að því leyti, sem aðrar tekjur sveitarfélags hrökkva ekki til að greiða gjöldin, skal jafna niður á gjaldþegna hennar því, er á vantar, að viðbættum 5%—10%, og heitir það útsvör. Þau mega ekki nokkru sinni»nema meiru en meðaltali útsvara í sveitarfélaginu 3 siðustu árin, að viðbættum fimmtungi, nema sýslunefnd veiti hreppsnefndum til bess samþykki sitt, en ráðherra bæjarstjórnum. Nú þykir sveitarstjórn sýnt á gjaldárinu, að innheimtar tekjur hrökkvi ekki til greiðslu gjalda, og getur þá sveitarstjórn, að fengnu samþykki áðurnefndra stjórnarvalda, ákveðið framhaldsniðurjöfnun til greiðslu þess, er á vantar, þannig að því verði bætt við útsvar hvers einstaks gjaldanda eftir ákveðnu hundraðs- hlutfalli. II. KAFLI Um útsvarsskyldu. 4. gr. tJtsvarsskyldir eru: A. Aðilar heimilisfastir á Islandi: I. Allir einstaklingar, karlar og konr, ungir og gamlir, i hverri stöðu sem eru, svo framarlega sem þeir teljast færir um að greiða útsvar. Undanþegnir eru útsvari: a. Forseti Islands. b. Fyrirsvarsmenn annarra ríkja hingað sendir og þjónustufólk þeirra, ef það er annarra ríkja þegnar. c. Starfsmenn ríkisins samkv. 4. gr. launalaga, nr. 60 frá 1945, þó heimilis- fastir séu á Islandi, enda dveljist þeir erlendis meira en 9 mánuði af útsvarsárinu. d. Konur, sem giftar eru þegar niðurjöfnun fer fram. Þó má leggja útsvar á gifta konu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.