Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 48
44 SVEITARSTJÓRNARMÁL 1 töluliðum greinarinnar er lagður rammi um það, hvað megi taka upp í slíka samþykkt. Nefndin vill ætla, að þar sé hvergi farið út fyrir anda og tilgang útsvars- laganna, en hitt má vera, að þar gætu fleiri málsatriði komið til greina. Um 15.—16. gr. (áður 19.—20. gr.) Óbreyttar að öðru leyti en því, að niður er felld lokamálsgrein 20. gr. um að hjón, foreldrar eða börn megi ekki sitja saman í niðurjöfnunarnefnd. Er hvort tveggja, að ekki blasir við, hver hætta mundi af slíku stafa, og svo hitt, að ekki er sýnilegt, hvernig því mætti afstýra, að lögleg kosning gæti fallið þannig, enda brestur alveg ákvæði i núgildandi útsvarslög um, hver ætti að víkja sæti, ef svo bæri undir. Um i 7. gr. (áður 21. gr.). Óbreytt að öðru en því, að felldur er niður íhlutunarréttur sýslunefnda um, hvenær niðurjöfnun útsvara fari fram í hreppum. Um 18. gr. (áður 22. gr.). Óbreytt, nema felld er niður tilkynningarskylda til kæranda og fyrirhugaða hækkun á útsvari hans, þó kært hafi til lækkunar. Um 19. gr. (áður 23. gr.). Hér er bætt inn ákvæðum um, að yfirskattanefnd sé skylt að senda viðkomandi niðurjöfnunarnefnd, í tæka tíð áður úrskurður gengur, tilkynningu um, frá hverj- um kæra hefur borizt, svo hún geti haft aðstöðu til málsvarnar. Jafnframt er lagt fyrir niðurjöfnunarnefnd, sem er málsaðili um útsvarkæru, að senda yfirskatta- nefnd öll þau gögn, er hún kann að krefja um og málið varða. Um 20. og 21. gr. (áður 24. og 26. gr.). Óbreyttar. Um 22. gr. (áður 25. gr.). Nefndin leggur hér til, að aukaniðurjöfnun geti farið fram hvenær sem er á árinu, enda sýnir reynsla, að atvik geta krafizt þess. Töluliðirnir skýra sig sjálfir með tilvísunum í fyrri frumvarpsgreinar. Um 23. gr. (áður 27. gr.). Hér er um þá eina efnisbreytingu að ræða, að fyrri gjalddagi útsvara er settur næsta virkan dag eftir birtingu útsvarsskrár. Er lagt til, að þetta ákvæði nái jafnt til hreppa og kaupstaða, en á því hefur verið nokkur skilsmunur. Um 24. gr. (áður 28. gr.). Hér er lagt til að orða nokkru skýrar og víðtækar niðurlagsmálsgreinina, er snertir viðlög við því, ef greiðslufall verður á útsvari eða útsvarshluta. Um 25. gr. (áður 29. gr.). Hér er lagt til að bæta við staflið h. ákvæði um skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna niðurjöfnunarnefndum strax og utansveitarmaður ræðst til vinnu hjá hon- um. Að öðru leyti er greinin óbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.