Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 28
24 SVEITARSTJ ÖRNARMÁL um, hvort heimilisfang þess haldist óbreytt eða ekki. Hefur það þráfaldlega leitt til, að fólk er tekið upp á manntal á tveim stöðum, en hitt mun þó tíðara, að það sé hvergi talið, enda hafa aðalmanntölin, á tíu ára fresti, leitt í ljós, að veruleg brögð muni að því, að fólk eigi hvergi skrásett lögheimili. Nefnin lítur svo á, að með öllu sé óviðunandi, að jafnlauslega og raun er á sé búið um svo mikilsvarandi undirstöðuatriði fyrir útsvara- og skattalöggjöf sem manntals- og heimilisfangsákvæðin eru. Þó það væri ekki innifalið í verkefni hennar að gera tillögur um endurbætta lagasetningu í þessu efni, þá taldi hún þessi málsatriði svo miklu varða í sambandi við útsvarslöggjöfina, að hún hófst handa í samráði við félagsmálaráðuneytið um að semja frumvarp til laga um heimilisfang og einnig um skrásetningu árlegs manntals í hverju sveitarfélagi í landinu. 1 bréfum þeim, sem fyrr getur að útsvarslaganefnd Sambands ísl. sveitarfélaga hefðu borizt og þessi nefnd fékk til afnota, kemur mjög víða fram, að sveitar- stjórnirnar æskja ákveðnari fyrirmæla en að þessu hafa verið í lög sett um, eftir hvaða reglum og með hvaða aðferðum skuli jafna niður útsvörum. Beindust breytingartillögur nefndar sambandsins, svo og fulltrúaþings þess, einkum að því að gera um þetta afmörkuð fyrirmæli, þó fleiri athyghsverðar tillögur kæmu þar og fram. Nú liggja fyrir nefndinni sæmilega greinagóðar upplýsingar frá nær 50 sveitarfélögum um niðurjöfnunaraðferðir og gjaldstiga á hverjum stað. Saman- burður á þeim leiðir glögglega i ljós, að aðferðir niðurjöfnunarnefndanna eru næstum svo sundurleitar sem verða má, og þó einkum í sveitahreppunum. Með kaup- stöðum og hinum stærri kauptúnum gætir að vissu marki meira samræmis — þó gjaldstigar séu vitanlega mismunandi háir, vegna ólíkra útsvarsþarfa. En að því leyti sem útsvörin í kaupstöðum hafa verið lögð á rekstur eða viðskiptaveltu, hafa sveitarstjórnir þar farið mjög sína leiðina hver, eftir geðþótta. I umræðum nefndarinnar um þessi málsatriði kom fram, að einn nefndar- mann — Jón Gauti Pétursson — taldi aðalákvæði núgildandi útsvarslaga um niður- jöfnunarreglur — þ. e. að jafna skuli niður eftir efnum og ástæðum — allt of óljóst og ófullnægjandi sem undirstöðufyrirmæli og leiðbeiningu um starfið, enda væri það arfur frá þeim tíma, er engin almenn framtöl á tekjum og eignum voru gerð í landinu. Lagði hann til, að skattskrár og skattaframtöl væru beinlínis gerð að undirstöðu niðurjafnana, en leiðbeiningar gefnar um, hvað meta mætti til ástæðna gjaldþegns, framar því sem skattframtöl upplýsa. Meiri hluti nefndarinnar féllst ekki á slíkar breytingar, og kemur því fram minnihlutanefndarálit viðvikjandi þessu ákvæði. Þrátt fyrir ágreining þann innan nefndarinnar, er hér var um getið, er hún á einu máli um, að meiri samræming um niðurjöfnunarreglur væri æskileg. Gagnvart umgetnum tillögum nefndar sveitarfélagasambandsins um þau málsatriði höfðu nefndarmenn þá afstöðu, að þær væru of skorðaðar við sérstök atvinnuskilyrði til að geta tekizt upp sem gildandi regla fyrir allt landið, enda álitamál, hvort ekki mundi heppilegt að vinna að samræmingu um álagningaraðferðir í 2—3 flokkskerf- um, þ. e. fyrir sveitahreppa, kaupstaði og jafnvel kauptún hvað fyrir sig. 1 samræmi við þetta féllst nefndin á að setja nýtt ákvæði i frumvarpið (sbr. 14. gr.), þar sem sýslunefndum, að fengnu leyfi ráðherra, er heimilað að setja reglugerðir um niður- jöfnun útsvara fyrir sitt umdæmi. Má ætla, að Samband ísl. sveitarfél. mundi vinna að samræmingu um niðurjöfnunaraðferðir á þeim grundvelli, en annars verður reynslan að skera úr um það, hvort eða á hvern hátt þessi leið verður notuð, og þá síðan, hvort bindandi lagafyrirmæli fyrir allt landið eða sérstaka flokka sveitar- félaga eiga við í þessu efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.