Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 46
42 SVEITARSTJÖRNARMÁL c. Eins og um var getið í hinni almennu greinargerð, hefur margháttaður ágreiningur risið undanfarið um útsvarsálögurétt á atvinnustofnanir, er svo háttar til um, að þær hafa ýmist atvinnustöðvar, reikningshald, birgða- geymslu eða útsölu á öðrum stað en þær eða útibú frá þeim eru skrásettar til heimilis. Ákvæði núgildandi laga í þessu tilliti eru hæði reikul og ófull- nægjandi, enda eru þær ástæður, sem nú var lýst, aðallega komnar fram síðan útsvarslöggjöfin var síðast tekin til verulegrar endurskoðunar. — Til þess að koma samræmdu skipulagi á þennan þátt álagningarinnar leggur nefndin til (sbr. 8. tölul. 5. gr.), að atvinnusveit fái sjálfstæðan álagningar- rétt i þessu tilliti, takmarkaðan við tiltekinn hundraðshluta útsvarsbærra tekna gjaldþegna. Er þetta að nokkru sniðið eftir norskum lagafyrirmælum, sem talið er að gefið hafi góða raun og slitið áður gengnum deilum um álöguréttinn. Játa verður, að tillögur nefndarinnar um hlutdeild atvinnusveitar í út- svarsbærum tekjum gjaldþegns samkv. 8. tölul. byggjast ekki á neinum útreikningi, enda er reikningsleg undirstaða fyrir slíku vandfundin eða naumast til. En nefndin er á einu máli um, að meginhluti álagningarrétt- arins eigi að vera þar, sem fastar atvinnustöðvar og framleiðsla fyrir- tækis er. 3. Ákvæði 6. gr. frv., sem hafa að nokkru verið gerð að umtalsefni samhliða 5. gr., bera i sér nýmæli, annars vegar um það, að um vissa þætti útsvara í atvinnusveit gildi ekki venjulegar niðurjöfnunarreglm-, heldur sé tiltekið hundraðsgjald af framleiðslu eða viðskiptmn, og hins vegar að þau megi leggja á og innheimta á sama ári og atvinnan fer fram, og er það jafnt til hægðar- auka og öryggis fyrir atvinnusveit. Rétt þótti að hafa hámark hundraðsgjaldsins mismunandi eftir álögustofn- unum. Ekki vildi nefndin leggja til, að það væri hærra en í frumvarpinu stend- ur, nema sérstakt leyfi yfirvalda kæmi til. Er þess að gæta, að það mundi nær ávallt notað í hámarki, og þar sem það fellur á án tillits til rekstrarafkomu. má það alls ekki vera hátt. Að sjálfsögðu verða útsvör samkv. þessum tölulið að koma að meira eða minna leyti til frádráttar álögðum útsvörum aðila í heimilissveit þeirra. Þar sem útsvör þessi mega að verulegu leti skoðast sem aðstöðugjald til atvinnu- sveitar, kemur fullur frádráttur varla til greina, enda gæti það, í vissum föllum, leitt til þess, að heimilissveitarútsvar þurrkaðist alveg út. Verður reynslan að skera úr um það, hvort setja þarf skorðaðri fyrirmæli til heimilissveitar rnn framkvæmd þessa atriðs en nefndin leggur til. Minni hluti nefndarinnar, Gunnar Viðar, ber fram breytingartillögu við 7. tölu- lið 5. gr., og mun gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni í sérstöku áliti. Um 7. og 8. gr. Ákvæði greina þessara um skiptingu útsvara vegna búferlaflutnings eru mjög hin sömu og núgildandi lög tiltaka um sama efni. Þó er hert á og aukin nokkuð fyrirmæli til þeirrar sveitar, er kröfu geri til útsvarsskiptingar, um að leggja yfir- skattanefnd ýtarleg gögn í hendur til að byggja skiptinguna á. Þá er og gerð ríkari skylda heimilissveitar, sem útsvar leggur á, er til skipta kemur, að innheimta út- svarið, enda fái hún 10% af innheimtri útsvarsupphæð, áður en til skipta kemur, fyrir álagningu og innheimtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.