Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 52

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 52
Séra Jón Einarsson Séra Jón Einarsson, oddviti Hval- fjarðarstrandarhrepps, lést hinn 14. september sl. og var jarðsunginn að viðstöddu miklu fjölmenni frá Saur- bæjarkirkju hinn 23. september. Séra Jón fæddist árið 1933 og var því 62 ára er hann lést. Séra Jón átti sæti í hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps frá árinu 1974, eða í 21 ár, og var oddviti hreppsins frá árinu 1982. Hann var formaður barnaverndarnefndar hreppsins frá árinu 1970, áfengis- varnanefndar frá 1978, stjórnar Bókasafns Hvalfjarðarstrandar- hrepps frá 1970 og stjórnar verka- mannabústaða í hreppnum frá 1982. Þá var hann formaður byggingar- nefndar félagsheimilisins að Hlöð- um 1975-1982. Hann átti sæti í skólanefnd Hér- aðsskólans í Reykholti frá árinu 1967, í skólanefnd Leirárskóla 1974-1978 og Fjölbrautaskóla Vesturlands 1986-1989, í fræðslu- ráði Borgarfjarðarsýslu 1967-1974 og var formaður fræðsluráðs Vest- urlands 1978-1982. Hann var formaður héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu 1989-1994, sat í stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita frá 1982 og Safnastofnun- ar Borgarfjarðar frá 1989. Hann starfaði í stjórn Grundartangahafnar 1982-1986 og Fiskeldisfélagsins Strandar hf. 1985-1990. Af hálfu hreppsins var hann í samvinnunefnd um svæðisskipulag sunnan Skarðs- heiðar frá 1989 og í framkvæmda- nefnd vegna byggingar heilsugæslu- stöðvar á Akranesi frá 1982. Hann var í öldrunamefnd Akraness og ná- grennis frá árinu 1991 og í stjóm fé- lagsins Þroskahjálpar á Vesturlandi 1977-1981. Séra Jón var sóknarprestur í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd frá árinu 1966 og gegndi frá því fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum kirkjunn- ar. Hann var prófastur í Borgarfjarð- arprófastsdæmi 1977-1978 og á ný frá árinu 1980, í stjórn vinnubúða- nefndar Þjóðkirkjunnar 1970-1976, formaður starfsháttanefndar kirkj- unnar 1974—1977, kirkjuráðsmaður frá 1986 og sat í fulltrúaráði Hjálp- arstofnunar kirkjunnar 1988-1994, í stjórn Prestafélags Islands 1974-1978 og Prófastafélags ís- lands frá 1982, þar af sem formaður frá 1989. Hann sat í Snorraminning- amefnd Borgarfjarðar 1979 og var í stjómskipuðum nefndum sem fjall- að hafa um málefni Reykholts og Skálholts. Þá var hann í ritnefnd Kirkjuritsins frá árinu 1979 og hafði m.a. umsjón með útgáfu íbúatals Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Borgarness og Akraness sem kom út 1981 og 1987. Jón haslaði sér ungur völl í ung- mennafélagshreyfingunni og í Framsóknarflokknum og átti sæti í miðstjóm hans í 15 ár. Séra Jón var kosinn í fulltrúaráð sambandsins á árinu 1990 og endur- kosinn á árinu 1994 og starfaði af hálfu sambandsins í stjórnskipaðri nefnd til að endurskoða lög um mál- efni fatlaðra árin 1990-1992. Jón Einarsson hafði mikinn metn- að fyrir hönd strjálbýlisins og vildi veg hinna dreifðu byggða sem mest- an. Hann var ötull talsmaður þeirra á vettvangi sambandsins og hélt sannfæringu sinni einarðlega fram. Hann sýndi þann vilja sinn í verki nteð eflingu heimabyggðar þar sem hann beitti sér fyrir bættri aðstöðu til félagslífs og íþróttastarfsemi, m.a. með byggingu félagsheimilis á árunum 1976-1980 og sundlaugar 1991-1992, með byggingu félags- legra íbúða í nýju hverfi, sem nefnt var Hlíðarbær, og með borun eftir heitu vatni og stofnun hitaveitu. A mannfundum var hann höfðingi í fasi og framgöngu. Það er sjónar- sviptir að slíkum mönnum er þeir hverfa úr röðum sveitarstjórnar- manna. Eftirlifandi eiginkona séra Jóns er Hugrún Valný Guðjónsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á HÚSNÆÐISMÁL Nefnd fjallar um félags- lega íbúðalánakerfíð Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefur skipað fimm manna nefnd sem falið er það hlutverk að fjalla um félagslega íbúðalánakerfið og leita leiða til lausnar á þeim vanda sem sum sveitarfélög eiga við að glíma vegna íbúða sem ekki tekst að nýta. í nefndinni eru Magnús Stefáns- son alþingismaður, sem er formað- ur, Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, Ingi Val- ur Jóhannsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, Gísli Gíslason, deildarstjóri hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, og Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps, sem er í nefndinni af hálfu sambandsins. Einnig starfar með nefndinni Þor- gerður Benediktsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. 242
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.