Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 24
HEILBRIGÐISMAL gegn smygli á fíkniefnum, verður eflt verulega og er ætlunin m.a. að kaupa til landsins nýjan fíkniefnahund sem þjálfaður hefur verið til að finna fíkniefni. Aukin áhersla verður Iögð á leit að fíkniefnum í póstsendingum og í tengslum við komu skipa til Reykjavíkur, m.a. með endurskipulagningu og breytingum á vaktafyrirkomu- lagi. Einnig verður eftirlit á Keflavíkurflugvelli hert. Þá verður eftirlit, sem beinist gegn fíkniefnasmygli, endur- skipulagt um land allt. 6. Stuðningur við ungmenni í áhœttuhópum gagn- vart notkun fíkniefna, áfengis og tóbaks Ríkisstjómin ákvað einnig að 5 millj. kr. af fyrmefnd- um 65 millj. kr. skyldu renna til þess að koma á fót teymum sérfræðinga til að skipuleggja forvarnastarf í skólum. Stofnun þessara teyma er í samræmi við áhersluatriði í stefnu ríkisstjómarinnar og tillögur nefnd- ar um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á Islandi og mun starf þeirra einkum beinast að ungmennum í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna og áfengis. Greining og viðbrögð við áhættuhegðun innan skólans verður efld og beinn stuðningur sérfræðinga við nem- endur og kennara innan skólans aukinn. Þá verður stuðningur við foreldra ungmenna í áhættuhópum einnig aukinn. Ahersla verður lögð á að koma á tengslum milli starfsfólks skóla-, heilbrigðis- og félagsmálakerfis og annarra aðila eftir því sem við á. 7. Samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka Evrópuborga gegn eiturlyfjum Ríkisstjórnin ákvað í desember 1996 að ganga til samstarfs við Reykjavíkurborg og Samtök Evrópuborga gegn eiturlyfjum (ECAD - European Cities Against Drugs) um áætlunina Island án eiturlyfja 2002 og er þátttaka ríkisstjórnarinnar í þessu samstarfi liður í út- færslu á stefnunni í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvöm- um. Samtökin Evrópuborgir gegn eiturlyfjum voru stofn- uð í apríl 1994. Stofnun samtakanna var m.a. svar við áformum ýmissa borga í Evrópu um að lögleiða tiltekin eiturlyf. Reykjavíkurborg var ein af 21 stofnborg sam- takanna ásamt m.a. Lundúnum, París, Berlín, Stokk- hólmi og Moskvu. Aðildarborgir samtakanna eru nú orðnar tæplega 200 talsins. Allar höfuðborgir Norður- landa að Kaupmannahöfn undanskilinni eru þátttakend- ur í samtökunum. Megintilgangurinn með starfi samtak- anna er að hvetja borgir til aðgerða og baráttu gegn ólöglegum fíkniefnum í stað þess að gefast upp í barátt- unni gegn þeim og lögleiða þessi efni. Skrifstofa sam- takanna er í Stokkhólmi. Aætlunin Island án eiturlyfja 2002 er liður í stærri áætlun samtakanna um Evrópu án eiturlyfja árið 2012. Samtökin vonast til að árangur af verkefnum sem hrundið verður af stað hér á landi verði slíkur að þau geti orðið fyrirmyndir fyrir aðrar borgir í baráttunni gegn eiturlyfjum. Hinn 6. febrúar 1997 undirrituðu Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra f.h. ríkisstjómarinnar, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri f.h. Reykjavíkurborgar og Áke Setréus, framkvæmdastjóri Samtakanna Evrópu- borgir gegn eiturlyfjum, f.h. samtakanna, samstarfs- samning um þessa áætlun. Með samstarfssamningnum hafa ríkisstjómin, Reykja- víkurborg og Samtökin Evrópuborgir gegn eiturlyfjum ákveðið að taka höndum saman og vinna að áætluninni lsland án eiturlyfja árið 2002. Meginmarkmið sam- starfsins er að sameina krafta þjóðarinnar í baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum, efla forvarnir og skipu- leggja verkefni og aðgerðir sem hafa þetta markmið að leiðarljósi. Samtök Evrópuborga telja að ísland eigi mikla möguleika á því að stemma stigu við innflutningi og dreifingu eiturlyfja vegna landfræðilegrar legu lands- ins. Verkefni, sem hrundið verður af stað undir merkjum áætlunarinnar, eiga að vera tímabundin og leiða til mæl- anlegra niðurstaðna. Árangur hvers verkefnis verður metinn að því Ioknu og ákvörðun tekin um hvort því verður haldið áfram. Hvert verkefni verður fjármagnað með sérstökum fjárveitingum og mun í því sambandi verða leitað til fyrirtækja og annarra um fjárframlög auk þess sem gert er ráð fyrir að forvamasjóður muni leggja fé af mörkum. Áætluninni hefur verið skipuð sérstök stjórn sem í eiga sæti fimm fulltrúar tilnefndir af dómsmálaráðherra, félagsmálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, borgarstjóra og Evrópusamtökum gegn eiturlyfj- um. Verkefnisstjórnin hefur tekið til starfa og ráðið verk- efnisstjóra. Verkefnisstjómin hefur4 millj. kr. til ráðstöf- unar á ári hverju meðan áætlunin stendur yfir frá 1997-2001, þ.e. 3 millj. kr. árlega úr forvamasjóði og 1 millj. kr. árlega frá Reykjavíkurborg. Verkefnisstjómin mun á næstu vikum skila drögum að verkefnaáætlun árs- ins 1997 ásamt drögum að fimm ára áætlun. Þar verður lögð megináhersla á aðgerðir til að virkja þjóðfélagið í heild í baráttunni gegn eiturlyfjum og fá sem flesta til samstarfs um þessa áætlun. 8. Fullgilding Islands á tveimur alþjóðasamningum á sviði refsiréttar Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, o.fl. vegna fíkniefnasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1988 og samnings frá 8. nóvember 1990 sem gerður var á vettvangi Evrópuráðsins um þvætti, leit, hald og upp- töku ávinnings af afbrotum. í frumvarpinu eru gerðar til- lögur um breytingar á almennum hegningarlögum, áfengislögum, lögum um ávana- og fíkniefni, tollalög- um, lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsi- dóma og á lyfjalögum. Þessar lagabreytingar eru nauð- synlegar svo að ísland geti fullgilt fyrmefnda samninga auk þess sem tekið var mið af tillögum verkefnisstjómar 1 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.