Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 41

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 41
SKIPULAGSMÁL auk þess sem hljóðísogsefni undir svalagólfi dregur úr endurkasti hljóðs að íbúðargluggum. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa nú samþykkt forsögn fyrir deiliskipulagsvinnu austan við Lindahverfí í Fífu- hvammslandi. I Aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012 var lega stofnbrautar ákveðin og íbúðafjöldi áætlaður á svæðinu. I forsögninni er hins vegar grind innra gatna- kerfis sýnd og gróflega hvemig byggðin skipast í landið. Með framangreindar forsendur er hægt að áætla umferð- armagn og þar af leiðandi reikna út umferðarhávaða á svæðinu. Þetta var gert og í endanlegri forsögn var tekið tillit til þeirra útreikninga m.a. með því að taka frá rými fyrir hljóðmanir næst umferðargötum. Við deiliskipulag svæðisins verður síðan farið nánar ofan í þennan þátt. Þar sem landfræðilegar aðstæður eru mismunandi og taka þarf tillit til fjölntargra þátta við gerð skipulags, þá er ekki hægt að móta neina algilda reglu um hvemig beri að skipuleggja með tilliti til hljóðvistar. Hins vegar er þetta þáttur sem skipulagsyfirvöld í Kópavogi em far- in að taka fyrr inn í skipulagsferilinn en áður var gert. Kröfur mengunarvamareglugerðar um hljóðvist utan- húss í íbúðarhverfum eru strangar og verður víða erfitt að uppfylla þær í þéttbýli þar sem aðalskipulag sveitar- félaganna hefur gert ráð fyrir háu nýtingarhlutfalli. Yfir- leitt er vandalítið að tryggja hljóðvist innan viðmiðunar- markanna í lágreistri íbúðabyggð og á garðsvæðum fjöl- býlishúsa, en erfiðara er að tryggja sömu hljóðvist utan- húss fyrir allar hæðir hárra húsa. Hugsanlega hefur því þessi nýja reglugerð í för með sér að byggð á nýbygg- ingasvæðum verði dreifðari en nú er og að þétting byggðar í stærri bæjum verði illmöguleg nema með beit- ingu undanþáguákvæða. Einnig má gera ráð fyrir að hljóðtálmar af ýmsum stærðum og gerðum muni í aukn- um mæli setja svip á byggð nýrra hverfa. Þegar unnið er að skipulagi á nýjurn hverfum er hljóð- vist eitt af því sem taka þarf tillit til. í reiknilíkani af því hverfi sem verið er að skipuleggja má áætla umferðarhá- vaða við tiltekin hús eða íbúðir. í líkaninu má skoða hvaða áhrif landmótun, lega gatna og bygginga hefur á hljóðvist. Skipulag hverfisins getur þannig tekið mið af þeim gögnum sem fást úr reiknilíkaninu. Niðurstaðan verður vonandi betra skipulag og ánægðari íbúar. 3 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.