Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 54

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 54
STJORNSYSLA má nefna að þegar ákvörðun byggingarnefndar um byggingarleyfi er kærð til umhverfisráðherra ber honum m.a. að leita eftir áliti skipulagsstjómar ríkisins, sbr. 8. mgr. 8. gr. byggingarlaga nr. 54/1978, með síðari breyt- ingum. Þótt gögn málsins berist þannig skipulagsstjórn er það eingöngu umhverfisráðherra sem er bær til að taka ákvörðun um aðgang almennings að gögnum kæru- málsins þar sem hann tekur ákvörðun í málinu en ekki skipulagsstjórn. Ef skipulagsstjórnin aflar eða útbýr gögn til að undirbúa umsögn sína og lætur þau ekki fylgja með umsögn sinni til ráðherra fer skipulagsstjóm með ákvörðunarvald um hvort aðgangur verði veittur að þeim gögnum. Úrskurður úrskurðarnefndar um unnlvsingamál frá 22. ianúar 1997 í málinu nr, A-l/1997: Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði synjað kæranda um aðgang að gögnum um umsókn tiltekins umsækjanda um skotvopnaleyfi. Um- sóknin hafði verið send sýslumanninum í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 46/1977. um skotvopn, sprengiefni og skotelda. Með vísan til 4. mgr. 15. gr. laganna fór um- sækjandinn síðan fram á það með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðherra að sér yrði veitt undanþága frá 2. mgr. sömu greinar. í niðurstöðu úrskurðarnefndar var gerð grein fyrir efni 3. mgr. 10. gr. uppl. og st'ðan sagt að „þar eð líta verður svo á að beiðni kæranda um aðgang að gögnum hafi lotið að umsókn um skotvopnaleyfi og beiðni hans um undanþágu bar kæranda að snúa sér til sýslu- mannsins í Hafnarfirði og dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins, en ekki til lögreglustjórans í Reykjavík sem aðeins lét í té umsögn um undanþágubeiðnina. Með vísun til þess er kæru á hendur lögreglustjóranum í Reykjavík vísað frá úr- skurðamefnd.“ Ef stjórnvaldi berst skriflegt erindi um aðgang að gögnum sem heyrir undir úrlausn annars stjómvalds ber því að framsenda erindið á réttan stað svo fljótt sem unnt er, í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Þegar svo ber undir heyrir það jafnframt til vandaðra stjórnsýsluhátta að tilkynna aðila um framsendinguna svo að honum megi ljóst vera hvar erindi hans er niður komið. Verði hins vegar ekki ráðið af erindinu hvert beri að framsenda það skal það endursent svo að aðili sé ekki í villu um að erindið hafi borist á réttan stað. Þegar erindi er komið á framfæri munnlega og það heyrir und- ir annað stjómvald að leysa úr því ber með sama hætti að leiðbeina honum eins og kostur er hvert hann skuli snúa sér. Þegar stjómvöld hafa afhent Þjóðskjalasafni Islands eða öðru opinberu skjalasafni skjöl sín til varðveislu, svo sem skylt er um öll skjöl áður en þau hafa náð þrjá- tíu ára aldri, sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 66/1985, um Þjóð- skjalasafn íslands, færist ákvörðunarvaldið um rétt til aðgangs að gögnum til safnsins, sbr. 1. mgr. 20. gr. uppl. Sveitarfélögum og stofnunum þeirra er skylt að af- henda Þjóðskjalasafni skjöl sín ef þau eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni og afhenda skjöl sín þangað. Að meg- instefnu til gilda þá sömu réttarreglur um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, en eðli máls sam- kvæmt má búast við að söfn nýti heimild 3. mgr. 3. gr. uppl. til að veita almennt rýntri aðgang en aðferðir upp- lýsingalaga, sbr. 1. mgr. 10. gr., gera ráð fyrir. Telji safn leika vafa á rétti til aðgangs getur það eftir 2. mgr. 20. gr. uppl. leitað eftir rökstuddri umsögn þess stjómvalds sem afhenti safninu gögnin áður en ákvörðun er tekin. Tilgreining máls Þeim sem óskar aðgangs að upplýsingum hjá stjórn- völdum á grundvelli upplýsingalaga býðst að setja erindi sitt fram með tvenns konar hætti, sbr. 1. mgr. 10. gr. uppl. Annars vegar getur hann óskað eftir að fá að kynna sér ák\’eðin gögn tiltekins ntáls. Hins vegar getur hann óskað eftir að fá aðgang að ölhtm gögmtm tiltekins máls. I síðara tilvikinu ætti viðkomandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnunt sent teljast til „gagna máls" í skiln- ingi 2. mgr. 3. gr. uppl., enda standi ákvæði 4.-6. gr. því ekki í vegi. Úrskurður úrskurðamefndar um unplvsingamál frá 4. mars 1997 í' málinu nr. A-5/1997: Kærandi hafði m.a. farið fram á aðgang að upplýsingum um nöfn arkitekta og verkfræð- inga sem unnið höfðu verktakavinnu fyrir nokkur ráðuneyti síðastliðin fimm ár. I niðurstöðu úrskurðamefndar sagði að f beiðninni væru þannig „hvorki tilgreind þau gögn, sem kærandi óskar að kynna sér, né tiltekið það mál, sem hann óskar upplýsinga um, eins og áskilið er í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því var [ráðuneytunum] ekki skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar skv. 3. gr. lag- anna.“ Eins og áður er lýst leiðir af ákvæði 1. mgr. 3. gr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveð- inni tegund eða frá tilteknu tímabili á grundvelli upplýs- ingalaga. Sama takmörkun er áréttuð í 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 10. gr. uppl. Hversu nákvæm tilgreining þessi verður að vera er ekki hægt að svara einhlítt. Almennt ætti beiðni að fullnægja kröfum þessara ákvæða þegar gögn eða mál eru tilgreind með það glöggum hætti að stjómvöldum sé fært að hafa uppi á þeim. I þessu sam- bandi er og rétt að hafa í huga að á grundvelli 7. gr. stjómsýslulaga ber stjómvöldum að veita aðila nauðsyn- lega aðstoð og leiðbeiningar, eftir því sem við verður komið, til að koma beiðni í fullnægjandi búning, reynist hún ónákvæm. Með þessari afmörkun er almenningi ekki veittur rétt- ur til þess að fá aðgang að dagbókum eða málaskrám stjómvalda til þess að kanna hvaða mál væri áhugavert að fá að kynna sér. Enn síður á almenningur rétt á að fá frjálsan aðgang að skjalageymslum stjómvalda til þess að kanna hvort þar sé eitthvað forvitnilegt að finna. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. uppl. þarf beiðni um upp- lýsingar ekki að vera borin fram skriflega, nema stjóm- vald telji þess þörf og þá á eyðublaði sem það leggur til. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.