Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 48
TÆKNIMÁL Eiginleikar TETRA-tækninnar og hag- nýting hennar fyrir starfsemi sveitarfélaga Stefán Jónasson, rafeindavirki og verkfi-œðingur Stikla - nýtt fyrirtæki á fjarskiptasviói Stikla ehf. er ijarskiptaíyrirtæki í jafnri eigu TölvuMynda hf., Lands- síma íslands hf. og Landsvirkjunar. I upphafi er meginverkefni fyrirtæk- isins að setja upp og reka nýtt far- stöðvakerfi sem kennt er við TETRA-staðalinn og er áætlað að þjónustusvæði Stiklu nái til allra helstu þjóðvega og byggðra bóla hérlendis fyrir árslok 2001. Góð virkni TETRA-kerfis Stiklu Fyrsti áfangi TETRA-kerfis Stiklu hefur nú verið settur upp og prófaður af tæknimönnum Nokia og Stiklu og hefur kerfíð staðist allar væntingar og verið laust við öll byrjunarvandamál og er útbreiðsla þess frá móðurstöðvum mjög góð. Einnig eru kröfur TETRA-staðals- ins um stuttan tengitíma milli not- enda uppfylltar, talgæði eru mikil og eru notendur ánægðir með kerf- ið. Lokaverkefni uppsetningar fyrsta áfanga TETRA-kerfisins var sam- tenging þess við almenna símakerf- ið og er nú hægt að hringja milli TETRA-kerfis Stiklu og annarra símakerfa. TETRA-kerfi Stiklu stóðst alla Suðurlandsskjálftana í sumar án nokkurra vandamála. Áframhaldandi uppbygg- ing TETRA-kerfisins ákveöin I ljósi þess hve vel tókst til við uppbyggingu fyrsta hluta TETRA- dreifíkerfis Stiklu og þess að þörfin fyrir stærra dreifíkerfi er mjög að- kallandi er búið að taka ákvörðun um stækkun þess. Fyrir lok þessa árs verður allt að 20 móðurstöðvum bætt við dreifikerfi Stiklu og á árinu 2001 verður öðrum 20 stöðvum bætt við þannig að samtals mun þá TETRA-dreifikerfið samanstanda af 61 móðurstöð. Þannig verður Stikla komin með TETRA-kerfi sem nær nánast til landsins alls fyrir árslok 2001 með sambærilegu þjónustu- svæði og NMT-farsímakerfið er með nú. Hvaó er TETRA? TETRA er nýr staðall fyrir staf- ræn, þráðlaus fjarskipti í tali og gagnaflutningum. Hann er m.a. þró- aður út frá reynslunni af GSM og DECT, sem eru evrópskir staðlar fyrir farsíma og þráðlausa síma og eru skilgreindir af ETSI - European Telecommunications Standards Institute. TETRA - TErrestial Trunked RAdio - er svokallað „PMR“ - Pri- vate Mobile Radio system, sem þýðir „farstöðvakerfi" á góðri ís- lensku og er því rétt að nota orðið „farstöð" fyrir notendabúnaðinn. Helstu eiginleikar TETRA Upphaflega var TETRA-kerfið hannað sem fjarskiptakerfi fyrir þarfir viðbragðsaðila eins og lög- reglu, slökkviliða, almannavama og hjálparsveita en einnig hefur verið gert ráð fyrir að almennir aðilar, þ.e.a.s fyrirtæki, stofhanir, sveitarfé- lög og einstaklingar, geti nýtt sér TETRA-tæknina. Eftirfarandi þættir eru einkenn- andi fyrir TETRA-tæknina og lýsa helstu eiginleikum hennar: 1. Hópsamskipti Hópsamskipti innan TETRA- dreifikerfis. Hópsamskiptum má líkja við hefðbundin talstöðvasam- skipti, nema hvað samskipti tak- markast ekki við fjarlægð á milli notenda heldur ná samskiptin til alls þjónustusvæðis TETRA-kerfisins. 2. Farsími - Einkasamtöl Einkasamtöl milli tveggja not- enda geta verið bæði innan TETRA- kerfis eða yfir í almenn símakerfi og einkasímstöðvar eins og í venjuleg- um farsíma. 3. Stuttur tengitími Stuttur tengitími milli notenda, innan við 0,3 sekúndur skv. TETRA-staðli. Framleiðendur TETRA-dreifikerfa uppfýlla þessar kröfur misjafnlega vel, en hún er mikið öryggisatriði og mikilvægur gæðadómur á virkni TETRA-kerfis- ins. 4. Bein rás TETRA-farstöð er með svokall- aða beina rás og virkar því líka sem venjuleg talstöð og veitir það ákveðið öryggi séu menn staddir fyrir utan TETRA-dreifikerfið. 5. Smáskilaboð Svokölluð smáskilaboð er hægt að senda á einstaka notendur, hóp eða hópa, t.d. til eftirfarandi nota: • Sem textaskilaboð milli manna og hópa líkt og SMS-skilaboð, þannig er hægt að nýta TETRA 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.