Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Kristján Möller, formaður at-vinnuveganefndar Alþingis, telur að um misskilning eða mistök hafi verið að ræða varðandi boð- aðan kolefnisskatt og segist ekki átta sig á hvernig hann sé kominn inn í frumvarp fjármálaráðherra.    Þá segir hann aðvel geti verið að orðalag í frum- varpi fjármálaráð- herra hafi ekki ver- ið nógu skýrt. Katrín Júl- íusdóttir iðnaðar- ráðherra telur, eftir að hún loks ákvað að tjá sig um málið, að „þarna höfum við farið aðeins fram úr okkur“.    Sé það svo að þetta skaðlega málsé allt einn misskilningur eða mistök, rangt orðalag eða að ríkis- stjórnin hafi farið fram úr sér, þarf þá ekki að gera eitthvað í því, og það hratt?    Eða getur verið að þetta séu allsekki mistök og að ríkisstjórn- in ætli sér að leggja á þennan nýja skatt þrátt fyrir allt?    Steingrímur J. Sigfússon talar núum að hann ætli ekki að tví- skatta, en hvað þýðir það? Hann hefur sagt að hann telji skattinn sanngirnismál og fulltrúi hans hafnar því að um sé að ræða brot á samkomulagi við fyrirtækin sem málið snertir.    Og Jóhanna Sigurðardóttir for-sætisráðherra hefur ekki veitt nokkrar vísbendingar um að á ferð- inni séu mistök sem verði leiðrétt. Hvers vegna tala stjórnarliðar svona út og suður um jafn stór mál? Hvar er ábyrgðartilfinning þeirra sem sitja við stjórnvölinn? Kristján Möller Mistök eða ein- beittur brotavilji? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Jón Aðalsteinn Jónas- son, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 85 ára gamall. Hann fæddist 18. nóvember 1926 í Hafn- arfirði, sonur hjónanna Jónasar Sveinssonar framkvæmdastjóra og Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður. Jón Aðalsteinn ólst upp í Hafnarfirði. Hann nam rafvirkjun, var til sjós og vann sem bif- reiðastjóri þar til hann hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu 1950. Þar var hann leiksviðsstjóri 1954-60 og stofnaði á þeim árum eina fyrstu bílaleigu landsins. Jón Aðalsteinn var fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík 1962-64 og tók mikinn þátt í starfi Framsóknarflokksins 1960-95. Hann stofnaði Verslunina Sportval 1964 og seldi hana árið 1983. Þá eignaðist hann Hljóð- rita og rak hann til 1998. Jón Aðalsteinn var for- maður Knattspyrnu- félagsins Víkings 1973- 80. Síðastliðin 18 ár áttu Samtök aldraðra hug hans allan, hann sat þar í stjórn og hafði umsjón með framkvæmdum. Jón Aðalsteinn var m.a. heiðraður af Víkingi, KSÍ, ÍSÍ og Skíðaráði Reykjavíkur. Jón Aðalsteinn kvæntist Margréti Sveinsdóttur (f. 1925, d. 2008) 14. júní 1947. Þau eignuðust tvo syni, Svein Gretar og Jónas Rúnar. Barnabörnin eru þrjú og barnabarnabörnin fjögur talsins. Andlát Jón Aðalsteinn Jónasson Veður víða um heim 25.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -2 léttskýjað Akureyri -4 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -2 snjókoma Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 1 þoka Brussel 7 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 11 heiðskírt París 8 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 heiðskírt Vín -1 þoka Moskva 1 alskýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -1 alskýjað Montreal 6 alskýjað New York 11 heiðskírt Chicago 8 skýjað Orlando 23 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:31 16:00 ÍSAFJÖRÐUR 11:02 15:39 SIGLUFJÖRÐUR 10:46 15:21 DJÚPIVOGUR 10:07 15:23 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Unnendur Ópal og Tópas hafa tekið eftir því að pakkarnir og töflurnar hafa skroppið saman í stærð. Krist- ján Geir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus sem framleiðir Ópal og Tópas, sagði að mönnum hefði þótt töflurnar vera of stórar. Nýju umbúðirnar og ný stærð af töflum komu á markað fyrir um tveimur vikum. Á árum áður voru pakkarnir litlir og geymdu 20 grömm af litlum töflum. Síðar kom á markaðinn svokallað Risa-Ópal og Risa-Tópas með miklu stærri töflum og geymdi hver pakki 60 grömm. Salan færðist alfarið í stóru pakkana og litlu pakkarnir hurfu af markaði. „Nú fórum við millileiðina í 40 gramma pakka og minni töflur,“ sagði Kristján Geir. En hvers vegna var breytingin gerð? „Við höfðum fundið fyrir því að neytendum þóttu töflurnar vera of stórar,“ sagði Kristján. Hann sagði að fólk hefði haft samband við Nóa Síríus eftir breytinguna og líkaði sumum breytingin illa en öðrum vel. „Við vorum búin að gera prufur á þessu áður en breytingin var gerð. Aðalástæðan er að við viljum vera með vöru sem neytendur vilja fá.“ Ópal og Tópas seljast stöðugt og er ljóst að Íslendingar kunna að meta þessar gamalgrónu vöruteg- undir að sögn Kristjáns Geirs. Margir sakna þó bláa Ópalsins sem ekki hefur fengist lengi. Er von á því aftur á markað? Leitin að bláum Ópal „Aldrei að segja aldrei,“ sagði Kristján Geir. „Það er mikið spurt um bláan Ópal en við höfum ekki enn sem komið er komið með hann aft- ur.“ Ástæðan er sú að tvö efni sem voru notuð við framleiðsluna voru sett á bannlista yfir matvæli. Krist- ján Geir sagði að talsverðar tilraunir hafi verið gerðar til að finna upp- skrift að bláum Ópal með nýjum efn- um. „Enn sem komið er höfum við ekki dottið niður á uppskrift að bláum Ópal eins og Íslendingar þekkja hann,“ sagði Kristján Geir. „Ef við byrjuðum framleiðslu í dag þá yrði það bara léleg eftirlíking og það viljum við ekki gera.“ Minni töflur í minni pökkum Morgunblaðið/Sigurgeir S Þrjár kynslóðir Ópal og Tópas er nú komið í nýjar umbúðir í millistærð.  Ópal og Tópas er komið í nýjar umbúðir Tunguhálsi 10, 110 Reyjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.