Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðan umEvrópu-sambandið og aðildarumsókn Íslands að því er oft og tíðum fjar- stæðukennd, eins og Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, vék að á nefnd- arfundi Alþingis í vikunni. Hann benti á hvernig umræðan hefði verið að þróast innan Evrópusambandsins um stöð- una þar og framtíð þess. „Við þessar aðstæður þá láta menn hér eins og ekkert hafi breyst frá því þessi umsókn var lögð fram. Það er mjög undarlegt,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta er hárrétt ábending hjá formanni Framsóknar- flokksins og alvarlegast er að sá sem fastastur er í fjarstæð- unum er utanríkisráðherra, sem lætur eins og ekkert sér- stakt sé að gerast í Evrópu- sambandinu eða jafnvel að þró- unin þar sé mjög til þess fallin að styrkja röksemdir íslenskra aðildarsinna. En það er ekki aðeins að að- ildarsinnar neiti að horfast í augu við veruleikann í Evrópu, þeir hafa líka hafnað því að miklum tíma sé sóað í vinnu vegna aðildarumsóknarinnar í ráðuneytum og stofnunum hér á landi. Í áliti meirihluta atvinnu- veganefndar um frumvarp til fjárlaga næsta árs má hins veg- ar lesa umfjöllun sem staðfestir áhyggjur þeirra sem vakið hafa máls á því að stjórnsýslan sé svo upptekin af vinnu vegna að- ildarumsóknarinnar að hún hafi ekki nægan tíma til að sinna öðrum og brýnum mál- um. Þar kemur fram að sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytið hefur óskað eftir sérstakri fjár- veitingu vegna aðildar- viðræðnanna, en einnig að mikið vinnuálag sé á starfsmönnum Hafrann- sóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar vegna þess- ara viðræðna. Hið sama á vitaskuld við um önnur ráðuneyti og margar aðrar stofnanir. Stjórnsýslan er undirlögð af þessum við- ræðum sem njóta sáralítils stuðnings, hvort sem litið er til almennings eða þingmanna. Teljast verður grafalvarlegt að mitt í blóðugum niðurskurði skuli ríkisstjórnin leggja slíkar aukabyrðar á stjórnsýsluna. Fréttir eru nú til að mynda sagðar af því að Hafrann- sóknastofnun geti tæpast hald- ið úti allra nauðsynlegustu rannsóknum á helstu fiski- stofnunum við landið, sjálfum grundvelli atvinnu- og efna- hagslífs landsins, vegna ítrek- aðrar niðurskurðarkröfu. Stofnunin hefur mátt sæta nær fjórðungs niðurskurði í tíð nú- verandi ríkisstjórnar og þarf á sama tíma að sóa tíma sínum í vinnu vegna aðlögunarkröfu Evrópusambandsins í tilefni umsóknar ríkisstjórnar Ís- lands. Sá mikli áhugi sem ríkis- stjórnin sýnir því að keyra áfram aðildarumsóknina sama hvernig aðstæður eru innan Evrópusambandsins eða hér innanlands er með miklum ólík- indum. Fjarstæðukenndur málflutningurinn bætir þetta ekkert. Hann verður þvert á móti til að auka á áhyggjur al- mennings sem verður þess æ betur áskynja að ráðamenn láta sig veruleikann æ minna varða. Stjórnsýslan eyðir miklum tíma og fjár- munum í aðlög- unarferlið að ESB} Sóun á tímum niðurskurðar Ögmundur Jón-asson innan- ríkisráðherra tók sér góðan tíma til að fjalla um ósk kínversks athafna- manns um að fá undanþágu til að kaupa Gríms- staði á Fjöllum, landflæmi sem er svipað að stærð og ESB- ríkið Malta. Ekki er hægt að gagnrýna þann tíma sem ráð- herrann tók til að láta undirbúa svar sitt. Nokkur þrýstingur stóð á ráðherrann, m.a. vegna þess að marga þyrstir í erlenda fjárfestingu til Íslands. Það er ekki að undra. En það var ekki málið sem var til úrlausnar. Að lögum hefði þessu erindi verið synjað sjálfkrafa. En það var beðið um undanþágu frá lögunum, eins og þau gefa svigrúm til. Undanþágur hafa verið veittar, en þær eru smávægilegar, svo sem eðlilegt er. Undanþága í þessu tilviki hefði þýtt að ráð- herrann væri að gera laga- bannið að engu. Til þess er hann ekki bær. Þau rök, að hinn erlendi fjárfestir hefði getað leikið á löggjafann með brögðum eins og gert var í magmamálinu, eru ekki fram- bærileg. Magmamálið var venjulegt svindl og lögleysa, en ekki fordæmi. Niðurstaða innan- ríkisráðherrans mátti vera fyrirsjáanleg} Óhjákvæmileg niðurstaða V arúð: Fyrir þá sem nenna ekki jól- unum er ekki ástæða til að lesa lengra. Hvað um það. Klisjur geta verið dásamlegar og stundum svo réttar. Til dæmis þessi um afstæði tímans. Á morgun, fyrsta sunnudegi í aðventu, kveikjum við á spádóms- kertinu og þá byrjar jólastressið opinberlega fyrir þá sem á annað borð ætla, vilja og þurfa að halda jól, nema allt saman sé. Hin fullkomna húsmóðir er líka skemmtileg klisja. Þegar jólin nálgast finn ég hvernig fyrr- greind fullkomin húsmóðir sem birtist gljá- fægð og straujuð á síðum kvennablaða frá sjötta áratug síðustu aldar vaknar úr dvala, þar sem hún hefur legið í híði í afskekktu herbergi í skúmaskotum hugans frá því að hún náði síð- ast að sleppa út. Nútímahúsmóðir sem vill, og eftir atvikum þarf, vera í vinnu, getur átt erfitt með að uppfylla nostalgískar kröfur um jólahreingerningar þar sem allt heimilið er hvítskúrað frá útidyratröppum og upp í loft, auk þess að baka tugi smákökusorta, rúlluterta og lagkaka og strauja allt sem hönd á festir, niður í borðtuskur. Ég verð samt að játa að innst inni dáist ég að þessari hugmynd um jólin og vildi svo gjarnan geta búið í myndablaði en ég hef bara sjaldnast tíma í svoleiðis lúxus. Tíminn er nefnilega lúxusvara þegar líður að jólum og ég myndi gjarnan þiggja gjafabréf að ein- um aukasólarhring í jólagjöf. Þá komum við aftur að afstæði tímans. Því að á meðan við fullorðna fólkið, sem erum ekki svo skipu- lögð að vera búin að öllu í nóvember, erum á fullu þá er þetta lengsti mánuður ársins hjá börnunum. Sem betur fer hjálpa þó gjafmildu jólasveinarnir þrettán aðeins til og gera óbæri- lega biðina eftir jólunum léttari. Flestir foreldr- ar vita líka að til að ná einhverju jafnvægi á þennan tímamismun er um að gera að eyða þeim tíma sem er aflögu í jólaundirbúning með ungviðinu. En það er líka í anda jólanna að hugsa um þá sem minna mega sín. Allt árið um kring er fólk víðs vegar um landið að biðja um framlög til góðra málefna og þess að við látum eitthvað af hendi rakna og látum þannig gott af okkur leiða. Á aðventunni erum við oft móttækilegri fyrir slíkum beiðnum. Klisjan að það sé sælla að gefa en þiggja á því sjaldan betur við en um jólin. Það ætti alla vega að vera þannig ef jólaboðskapurinn og boðskapurinn um náunga- kærleikann er tekinn alvarlega. Jólagjöfin í ár er sögð spjaldtölva sem verður að teljast nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þess að margir Íslendingar hafa ekki efni á að halda jól. Gjafir þurfa nefnilega ekki allt- af að vera stórar og dýrar til að gleðja. Þar slær inn gamla góða klisjan um að það sé hugurinn að baki sem skipti máli. Það sem er samt svo dásamlegt við margar þessara klisja er að þrátt fyrir að mörgum þyki orðfærið slitið og flatt, þá getur það öðlast aftur merkingu um jólin. Gleðilega aðventu. Sigrún Rósa Björnsdóttir Pistill Klisjur tengdar jólum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Eftirspurn eftir blóði ogblóðhlutum á eftir að vaxaá komandi árum eftir þvísem íslenskt samfélag verður eldra. Þess vegna er mik- ilvægt að reyna að stilla notkuninni á sjúkrahúsum í hóf eins og hægt er og kynna blóðgjafir fyrir yngri hópum fólks. Þetta segir Sveinn Guðmunds- son, yfirlæknir Blóðbankans. Á Íslandi er notað svipað magn af blóði og gert er í Svíþjóð og Finnlandi miðað við höfðatölu en í síðarnefnda landinu er gert ráð fyrir að notkun blóðs og blóðhluta aukist um tíu pró- sent á næsta áratugnum og um allt að þrjátíu prósent á næstu tuttugu ár- um. „Þetta er auðvitað þung byrði að bera og þess vegna eru menn að leita allra leiða sem þeir geta til að nýta blóðið sem best og að það sé einungis notað þegar þess er þörf,“ segir Sveinn. Íslendingar eru tiltölulega ung þjóð en þessi þróun er þeim þó ekki óviðkomandi, segir Sveinn. Þó hér sé til nægilegt blóð eins og er þá standi Íslendingar frammi fyrir því sem aðr- ar þjóðir hafa farið í gegnum varð- andi aldursdreifingu samfélagsins. Það sé fyrst og fremst fólk yfir 65 ára aldri sem fái mest af blóðhlutum og þjóðin sé að eldast. Flóknari aðgerðir kalla á blóð „Það eru helst þeir sem eru aldr- aðir sem þurfa blóð og blóðhluta. Það er vegna þeirra sjúkdóma sem á þá herja. Það getur verið vegna aðgerða eins og mjaðma-, hné- og hjartaað- gerða,“ segir Sveinn. Meira blóð þurfi í flóknari aðgerðir sem þessar. Þannig stefnir allt í met- notkun á blóðflöguþykkni á þessu ári en það er helst notað við flóknar skurðaðgerðir og við meðferð á krabbameini, ekki síst illkynja blóð- sjúkdómum á borð við hvítblæði, mergæxli og eitlakrabbameini. Hefur heildarframleiðsla á blóðflöguþykkni hjá Blóðbankanum aukist um 27,9 prósent á fyrstu tíu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt starfsemisupplýsingum Landspítalans. Blóð hefur aukaverkanir Því segir Sveinn að mikilvægt sé að eiga blóð og ná til yngra fólks í því að gefa blóð. Það hafi einnig sýnt sig að því aðhaldssamari sem hægt sé að vera í að gefa blóð og blóðhluta því betur farnist sjúklingunum. Hug- myndir manna um blóðgjafir hafi breyst umtalsvert á undanförnum áratugum og viðmið breyst um hve- nær sjúklingur þurfi raunverulega á þeim að halda. „Blóð er lífsnauðsynlegt þeim sem þurfa það en það hefur aukaverkanir. Til dæmis virðist það auka tíðni ým- issa sýkinga í líkama sjúklinga sem liggja lengi á sjúkrahúsi, Það hefur sýnt sig í rannsóknum að það leiði til lengri sjúkrahúslegu og meiri kostn- aðar fyrir samfélagið,“ segir Sveinn. Hafa náð að draga úr notkun Á Landspítalanum hafa verið í gildi klínískar leiðbeiningar til lækna og heilbrigðisstarfsfólks um notkun á rauðkornaþykkni frá árinu 2004. Voru þær nýlega endurskoðaðar. Benda tölur um notkun rauðkorna- þykknis til þess að árangur hafi náðst í því að draga úr notkun blóðs. Hefur hún sveiflast til um tæp fimm prósent á milli ára undanfarin ár og á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hefur hún dregist saman um 4,1 prósent. „Það er mjög vel og merki um að það hefur tekist vel til um samstarf Blóðbankans og klínískra deilda. Ef við höldum þessu starfi áfram þá gæti það hjálpað okkur sem mótvæg- isaðgerð þegar þjóðin verður eldri og við getum betur tekið við þeim breyt- ingum,“ segir Sveinn. Búa sig undir meiri eftirspurn eftir blóði Rauðkornaþykkni inngefin fyrir sjúkling 2007-2010 Blóðflöguþykkni notkun 2007-2010 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2007 2008 2009 2010 2007 2008 2009 2010 Áhugi manna á notkun blóðs og blóðhluta hefur aukist á und- anförnum árum, segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóð- bankans. Eftirspurn eftir blóði sé orðin meiri en framboðið hjá sumum þjóðum vegna breyttrar aldursdreifingar þeirra og fleira eldra fólks en áður. „Þar hefur orðið blóðskortur og hefur hann gjarnan verið tímabundinn eða á ákveðnum svæðum landa. Til dæmis er al- gengt að blóð og blóðhlutar séu fluttir á milli ríkja Bandaríkj- anna. Svo koma oft tímabil með blóðskorti þar sem aflýsa þarf aðgerðum,“ segir Sveinn. Blóðskortur hefur orðið BLÓÐ Í BRENNIDEPLI Gjöf Blóðgjafar að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.