Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Má bjóða þér í bryggjubað í miðborginni eða sjóbað á Seltjarnarnesi? Nú eða sánu við Mos- fell með viðkomu í Hafravatni?“ Þannig spurn- ingar gætu gestir höfuðborgarinnar fengið eft- ir einhver ár ef draumar Vatnavina verða að veru- leika. Þeir hafa kynnt fyrir borgaryfirvöldum og fleir- um margvíslega möguleika í bað- og sundmenningu til að efla höfuðborgina sem heilsu- og ferðaborg. Verkefnið kenna þau við Bláþráðinn, sem aftur teng- ist Græna treflinum, göngu- stígakerfi á höfuðborgar- svæðinu, sem tengir borg- arlandið við græn svæði út að jaðri svæðisins. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta er lang- hlaup og tekur mörg ár, en smátt og smátt vilj- um við fjölga perlum á þessari festi,“ segir Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt og einn stofnandi Vatnavina. Með henni vinna arki- tektarnir og Vatnavinirnir Jóhann Sigurðsson og Laurent Bonthonneau að verkefninu. „Við sjáum endalaus sóknarfæri í ferða- mennskunni og þessar hugmyndir okkar eru settar fram til að auka fjölbreytni og til að auka tengingu við náttúruna,“ segir Olga. Þarf ekki milljarða í alla hluti „Bláþráðurinn er göngustígurinn meðfram strandlengjunni og þessa uppbyggingu er hægt að taka í litlum skrefum. Ylströndin í Nauthólsvík er gott dæmi um hvernig þetta virkar allt saman og verður áfram sterkt að- dráttarafl fyrir borgarbúa og gesti. Staðurinn er einstök náttúruupplifun alveg við göngu- stíginn við ströndina og yrði örugglega áfram ein af perlunum á festinni. Á öðrum stöðum þarf ekki mikla uppbygg- ingu og til að gera sjóböð aðgengilegri á Sel- tjarnarnesi eða Álftanesi þarf bara aðstöðu til að skipta um föt og kannski eina sturtu og einn heitan pott. Á þann hátt yrði fyrir hendi góð aðstaða fyrir alla og það þarf ekki milljarða í alla hluti. Við höfum kastað mörgum hug- myndum á milli okkar og í slíku hugarflugi veltum við fyrir okkur hvort ekki mætti setja upp einhvers konar vatnasánu við vötnin á svæðinu, til dæmis Reynisvatn, Hafravatn, Vífilsstaðavatn eða Hvaleyrarvatn eða fjalla- gufu við Esjuna eða Mosfell,“ segir Olga. Hópurinn Vatnavinir bendir á að sundlauga- og baðmenning Íslendinga sé ein af máttar- stoðum ferðamannaiðnaðar á landinu. Vatnið sé ómengað og gætt fjölbreyttum eiginleikum og þau vilja þróa þessa sérstöðu áfram og nýta til aukinnar verðmætasköpunar og til að styrkja stöðu Íslands sem heilsulands með heildarsýn á landsvísu. Vatnavinir hlutu al- þjóðlegu verðlaunin „Global Award for Sustai- nable Architecture“ 2011 fyrir hugmyndafræði þeirra um „Heilsulandið Ísland“ og verkefni á Vestfjörðum. Upphafið að verkefninu á höfuðborgarsvæð- inu má rekja til námskeiðs í Listaháskólanum í þrjá vetur 2008-2010, sem Vatnavinirnir Jó- hann, Olga og Örn Halldórsson kenndu, og síð- an til hugmyndasamkeppni Höfuðborgarstofu vorið 2009 um endurbætur í ferðaþjónustu borgarinnar. Vatnavinir hlutu hæsta styrkinn í keppninni og unnu áfram tillögur að Bryggju- baði við Ingólfsgarð og Sögubaði í Laugardal. Spennandi tenging við Hörpuna „Upphaflega var talað um hafnarbað á Ægisgarði, en þar er umferð skipa og atvinnu- lífs og hafnaryfirvöldum fannst sá staður ekki henta,“ segir Olga. „Nú er talað um að baðið verði á Ingólfsgarði og þar næst spennandi tenging við Hörpuna og enn einn segullinn til að auka lífið á hafnarsvæðinu. Ingólfsgarður er í rauninni besti kosturinn fyrir okkur vegna tengingar við náttúruna með fjallahringinn og hafið fyrir augunum og svo borgina í hina átt- ina. Með sögubaði eða heitavatnssetri í Laugar- dalnum næst tenging við söguna, sem við höf- um ekki lagt nógu mikla rækt við. Þar er vagga baðsögu Íslendinga allt frá landnámi, þar hófst formleg sundkennsla í byrjun 19. aldar og þar hófst saga hitaveitu í borginni, svo ekki sé minnst á sjálfar Þvottalaugarnar. Þessi saga hefur svolítið máðst og með sögubaði eða heita- vatnssetri viljum við endurlífga þessa sögu. Allt tengist þetta sundlaugamenningu okkar Íslendinga sem er mjög merkileg og einstök á heimsvísu. Það eru mikil forréttindi að hafa greiðan aðgang að frábærum sundstöðum. Framboðið er þó einsleitt og öllum sundlaug- unum ætlað svipað hlutverk þar sem höfðað er til breiðs markhóps. Þessu viljum við reyna að breyta með sterkri náttúruupplifun, skír- skotun til sögunnar og eflingu ferðaþjónustu í heilsuborginni,“ segir Olga. www.vatnavinir.is www.eyland-lab.com Vilja fjölga perlum í festinni  Bláþráðurinn meðfram strönd borgarinnar býður upp á mikla möguleika  Baðupplifanir í tengslum við borg og náttúru  Vatnavinir vilja efla ferðamennsku með tengingu við vatn og sjó Olga Guðrún Sigfúsdóttir Framtíðarsýn Vatnavina Fjallagufur Vatnasánur Vatnasánur ÚtsýnisböðSjóböð Stjörnuböð Bryggjuböð Sjóböð Söguböð Spa-bátar Sjóbaðsstökkpallur Hjallaböð Gufuskálar „Baðupplifunin er hönnuð með það fyrir augum að fólk finni lyktina af sjónum, heyri öldu- niðinn og skellina í bátum sem eiga leið hjá, út í óvissuna eða í öruggt var … Hjúpurinn sem umlykur búningsklefa er hvorki þéttur né einangraður og er hálfgegnsær. Á milli hjúpsins og bryggju loftar út og þannig á ölduniðurinn greiðan aðgang inn í bygginguna. Stundum gefur á garðinn og getur þá frussast sjór inn í sturtuklefann. Hér inni myndar samspil gufunnar og hins gegnsæja hjúps þá tilfinningu að veggir og þak séu fjarri og að gesturinn sé staddur í gufuskýi. Þetta er hluti af þeirri ævintýralegu upplifun sem ferðamenn koma til að finna á Íslandi. Sjálf laugin býður upp á fjölbreytta baðupplifun. Vatnið í henni er upphitaður sjór … Mis- heit ker í ýmsum stærðum og hæðum, fyrir einn til fjóra einstaklinga, mynda eyju úti í laug- inni. Kerin eru tilvísun í fiskikerin sem oft standa uppstöfluð á hafnarbökkum. Í lauginni eru skjólveggir sem mynda áhugaverð rými sem ýmist opnast til hafs, hafnar eða borgar, í sól og skjóli, eða ekki …“ (Úr kynningu Vatnavina) Upplifun á Ingólfsgarði LYKT AF SJÓNUM, ÖLDUNIÐUR OG SKELLIR Í BÁTUM „En gufan er löngu hætt að stíga til himins og fátt sem minnir á gamla tíma, fyrir utan stein- hleðslur við uppþornaðan lækinn og grasi vaxin þvottakerin, sem löngu er búið að taka úr sambandi … Hér undir kraumar þó jarðhitinn og sé hann rétt nýttur getur svæðið orðið að- dráttarafl sem styrkir Laugardalinn enn frekar sem útivistarsvæði og eykur á fjölbreytni hans … Þar sem þvottahús Thorvaldsenfélagsins stóðu yrði inngangurinn inn í Söguböðin sem liggja neðanjarðar. Hér yrðu seldar einfaldar veitingar á jarðhæð en hálfri hæð neðar væri almenningsþvottahús … Fiskur, kartöflur og kjöt yrði þannig selt í netakörfum sem gesturinn lætur síga í þar til gerð kör, fyllt af sjóðandi vatni úr iðrum jarðar. Almennings- þvottahúsið (laundromat) væri fyrir ferðamenn jafnt sem barnafólk … Úr gamla þvottahúsi Thorvaldsenfélagsins er innangengt niður í Söguböðin, sem eru fræðslusetur um heitt vatn í sögu- og jarðfræðilegu samhengi. Hér getur gesturinn slappað af í heitum laugum á meðan hann fræðist um nýtingu og tilurð heits vatns og jarðhita frá örófi alda á myndrænan hátt, með hjálp margmiðlunar …“ (Úr kynningu Vatnavina) Slappað af í heitum laugum HEITAVATNSSETUR MEÐ ALMENNINGSÞVOTTAHÚSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.